Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2004, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2004, Blaðsíða 15
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ2004 15 Lýðveldið Island verður 60 ára 17. júní n.k. og á stórafmælum þykir við hæfi að gera sér dagamun. Lýðveldið ísland er yfirskrift samsýningar sem nú stendur yfir í Þrúðvangi í Mosfellsbæ, á bökkum Varm- ár. Ólöf Oddgeirsdóttir, Anna Jóa, Bryndís Jónsdóttir, Guð- björg Lind, Hlíf Ásgrímsdóttir, Kristín Geirsdóttir og Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá nálgast viðfangsefnið með ólíkurn hætti en allar vekja þær til umhugsunar um lýð- veldið ísland og hin ýmsu sameiningartákn þjóðarinnar. Frá íslenska fánanum að fólkinu sem byggir landið. LouLse Crossley, umhverfis- og vismdasagnfræoihgur, flytur í kvöld klukk- an 20 fyrirlestur í Reykjavíkur Akademíunni um baráttuna gegn Franklinvirkjun í Tasmaníu og baráttuna gegn höggi ósnortinna skóga. Þar syðra hefur hreyfing um- hverfissinna nýtt sér beinar aðgerðir, pólitíska baráttu, þrýsting erlendis frá, lagaleiðir, fjár- hagslegar og hagfræðilegar greiningar. Crossley segir ennfremur frá viðbrögðum stjórnvalda og fyrirtækja við þessum mis- munandi aðferðum náttúruverndarsamtaka. Louise Crossley hefur starfað með græn- ingjum í Ástalíu og Evrópu, nú starfar hún við umhverfisráðgjöf og kennir umhverfisstjórn og hnattvæðingu við Boston háskóla. JJ HuhE Arfurpfl.sagapakkhúss- ms i Krrstjanshofn erviðfangs- efni sýningar Daggar Guðmundsdóttur og T.S. Hoeg á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn, ekki síður en samband manns og náttúru. Dögg er hönnuður og sér. um sjónrænan hluta innsetningar þeirra en Hoeg legg- ur til tónlist sem hann samdi sérstak- lega fyrir þessa sýningu. Sýningin samanstendur af samanofnum 1500 metra löngum íslenskum ullarþræði sem strengdur er um sýningarrým- ið og á honum hanga lampar og púpur og geta gestir skriðið inn og öðlast hugarró. Sýningin stendur til 6. júní n.k. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir vaktar mannlíf og menningu. rgj@dv.is Víkin|ar á Bretoníuskaga „Evrópa vlkinganna" eryfir- skrift sýningar sem nú stendur yfir í menningarmiðstöðinni Abbaye Daoulas á Bretóníu- skaga í Frakklandi. Þar er dregin upp mynd af margslunginni menningu víking- anna, landvinn- ingum, samskipt- um við aðrarþjóðir og ekki síst hvernig rómantískar hugmyndir um víkinga fengu byr undir báða vængi á 19. og 20. öld og birt- ast i óperum, kvikmyndum og myndasögum. Söfn á Norður- löndum, Bretlandseyjum og í Frakklandi hafa lagt til gripi á sýninguna sem stendur fram í miðjan nóvember. Frá Stofnun Árna Magnússonar á Islandi kemur eftirlíking afFiateyjar- bókog 15.aldarhandritsem geymir Mágus sögu jarls, Jarl- manns sögu og Þorsteins sögu Víkingssonar. Amo-amas-amat Ferðamálayfirvöld suðurí Rómarborg og félög sagn- fræðinga þar í borg- inni hafa tekið höndum saman og bjóða nú upp á nýja tegund af ferðamennsku í borginni á hæðun- um sjö við Tíber. Löngum hefur mannkyn hópast þangaðsuðurað vitja páfans, skoða Forumið og Colosseum, en nú vilja stjórnendur ferðamála bæta um betur. I sumar geta Rómarfarar sótt hraðsoðin námskeið í hvunndagslatínu, brugðið sér i Scuola Gladiatori Roma og stúderað bardagalist skylmingaþræla, prýðst stol- um og togum og lagst til borðs og neytt kvöldverða að hætti Cicerós og Sesars, Livíu og Messalínu. Clemente og Roni Horn „Það er ein sýning á Listasafhi ís- lands sem ég held að sé rosalega spennandi. Francesco Clemente er með vatnslitamyndir og Roni Hom sýnir þar ljósmyndirnar sínar. Ég er ekki búin að sjá þessar sýningar því það er búið að vera svo rosalega mikið að gera hjá mér og ég er búin að vera erlendis en mig langar mikið að sjá þær og hef heyrt að þær séu báðar mjög skemmtilegar." Hallveig Rúnais- dóttiróperu- söngkona Gott í myndlist 293. bindi Dictionary of Literary Biographies er komið út hjá Cornell háskóla og fjallar um íslensk skáld og rithöfunda. Silja Aðalsteinsdóttir skrifar um Matthías Jóhannessen, Stein Steinar, Jón úr Vör, Tómas Guðmundsson, Stefán Hörð, Stefán frá Hvítadal og Guðmund Böðvarsson. „Þetta em uppflettibækur um skáld og rithöfunda, ekki samfelld bókmenntasaga heldur ævisögur rithöfunda í stafrófsröð,“ segir Silja og tekur fram bindi nr. 293, „þetta er heimshöfunda- tal, en margar stórþjóðir hafa fengið nokkur bindi. Útgáfan hófst á 4. áratug síðustu aldar og fyrstu bæk- urnar hafa að sjálfsögðu ver- ið endumýjað- ar síðan. Patrick J. Stevens, bóka- vörður vestra ritstýrði þessu bindi, hann les íslensku og pantaði greinar um íslensk skáld víðs vegar að úr heiminum, Frakklandi og Bret- landseyjum t.d.“ Að sögn Silju fengu skrásetjarar fýrst af öllu bæklinga upp á tugi blaðsíðna um áherslur í skrifunum, frágangsatriði og upp- byggingu greinanna, „Sá texti var mér næstum ofviða, þetta var svo nákvæmt og pirrandi að þurfa að sleppa skoðunum og túflom, halda sig bara við staðreyndir." Aðferð sem fór úr tísku hér fyrir löngu „Þegar fyrst var haft samband við mig var ég beðin um að skrifa um þrjú skáld og taldi það nú ekki eftir mér, sagði m.a.s. að ef einhver yrði afgangs mætti hafa samband við mig,“ Silja hlær og skellir sér á lær. „Enda nýbúin að skila 20. aldar skáldum í IV. bindi íslensku bók- menntasögunnar og ætlaði að byggja á þeim skrifum. En öðru nær, fyrst og fremst varð mér erfitt að beygja mig undir þetta form, þessi ævisagnaaðferð fór úr tísku hér fyrir áratugum og þótti lengi alls ekki fínt að tengja saman ævi- söguleg atriði höfundur og verk hans. Hugur skáldsins er frjáls og hann er ekkert endilega að skrifa um sjálfan sig þegar hann yrkir um raunir, ástir, dauða eða önnur atvik í lífinu en þetta vildu þeir hjá Corn- ell og engar vangaveltur. Þessar uppflettibækur eru bara unnar svona, burt með samfélag, heim- speki og lífsskoðanir. Bara útkoma bóka, hvernig þeim var tekið og hvaða máli þær skiptu fyrir höfund- inn,“ segir Silja. íslensk bókmenntasaga „Mér fannst þetta rosalega erfitt, ég hef sjaldan séð eins mikið eftir einu jái, hvað þá að ég væri til í meira." Silja hristir höfuðið hlæj- andi. „í IV. bindi íslensku bók- menntasögunnar skrifa ég um ljóðskáldin, las auðvitað skáldin sjálf og dóma um verk þeirra eins og ég lifandi gat, alla 20. öldina, Ég byrjaði að skrifa fyrri hlutann í bókina fyrir 12 árum, það eru nefnilega 8 ár síðan III. bindi kom út, og sem betur fer leið mér ekkert illa þegar ég las yfir það sem ég hafði skrifað fyrir rúmum áratug, ég varð auðvitað að taka til í tilvísunum og færa þær til dagsins í dag. Það versta við að skrifa svona bók- menntasögu er að ekki skuli hafa verið önnur fyrri að miða við. Það væri svo miklu frjórra að halda áfram, svara þeim fyrri, bæta við og samþykkja, bregðast við. Allar grannþjóðir okkar gefa út bókmenntasögur reglulega en þetta hefur verið svo mikið stórmál hér að þær vantar alveg. Og þess vegna urðu tvö fýrir- huguð bindi að fjórum risastórum, en vonandi bætir framtíðin úr þessu, einfaldar útgáf- una og gefur örar út,“ segir Silja Aðalsteinsdóttir að lok- um. Silja Aðalsteinsdóttir „Leiðbein- ingarnar voru mér næstum ofviða“ Tónlistarlandslið íra og íslendinga mætast í Laugardalshöll Landsliðin spila í Laugardalshöll nk. laugardag, þá leggja þau í tónlist- arferðalag undir leiðsögn Donal Lunny, en Bono í U2 kallar hann hinn eina sanna tón, og Hilmars Am- ar Hilmarssonar. Bretinn Damon Albam og Færeyingurinn Eivör Páls- dóttir fara með í ferðalagið. Hilmar Öm segir Þórunni Sigurðardóttur, stjómanda Listahátíðar, hafa átt hug- myndina að því að leiða saman tón- listarmennn frá íslandi og írlandi, „Ég hef þekkt Lunny í 30 ár,“ segir Hilmar Öm, „kynnti honum hug- myndina og hann sló til. Við höfum hist nokkrum sinnum en nú höldum við í Hvítarsíðuna að klára verkið. Við finnum sameiginlega fleti, t.d Donal Lunny Bono í U2 segir hann hinn eina sanna tón. Darraðaljóðin okkar og þeirra tónlist um Brian Bom, Brján kóng og omst- una á írlandi hvar hann féll en hélt velli. Hugsum okkur að renna frá ís- landi til írlands og til baka aftur. Þess- ar þjóðir eiga ótrúlega margt sameig- inlegt, írskar formæður okkar hafa skilið margt eftir í menningararfin- um, t.d. nykurinn og sjö börn á landi og sjö í sjó. Okkur langar að seilast aftur og spinna þráðinn áfram," segir Hilmar Öm Hilmarsson og brunar með hópinn í Borgarfjörð. I íslenska tónlistarlandsliðinu em m.a. Guð- mundur Pétursson gítarleikari, Tómas Tómasson bassaleikari, Pétur Grétarsson slagverksleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari, Stein- dór Andersen kvæðamaður og Páll á Húsafelli og steinharpa hans. Lands- banki íslands styrkir þessa tónlistar- hátíð í Laugardalshöll. Egill, Tatu íslei V'M ' :: Egill Ólafsson söngvari og Tatu Kantoma harmonikku- leikari verða á tónlistar- torgi Listahátiðar í Kringlunni á morgun, miðvikudag kl. 17 og flytja gest- umog gangandi íslensk dægurlög.. Byrjað var að leika téniist á torginu í tiðinni vikuog verður haidið áfram til mánaðamóta. Listahátið I Reykjavik og verkefnið „Tón- list fyrir alla" standa að ténlist artorginu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.