Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1970, Blaðsíða 16

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1970, Blaðsíða 16
26 TlMARIT VFI 1970 Verkfræðimeimtun á íslandi Þróun verkfræðideildar áratugina 1970-1990 Alit nefndar, sem skipuð var af verkfræðideild til að gera áætlun um æskilegt starfslið deildarinnar næstu áratugi. Reykjavík, 15.1. 1969. Til Verkfræðiileildar. Háskólanefnd fór þess á leit við verkfræðideild, að gerðar væru tillögur um æskilegt starfslið við deildina næstu áratugina. Farið var fram á, að tillögumar tækju til næstu 20 ára og leitazt yrði við, að þær yrðu sem nákvæmastar yf- ir næsta fimm ára tímabil, allnákvæmar yfir þar næsta fimm ára tímabil, en úr því aðeins lauslegar ábendingar. Á fundi verkfræðideildar hinn 8.10. 1968 voru undirrit- aðir kosnir í nefnd til að gera áætlanir um þessi efni. Hefur hún samið álitsgerð, sem fylg- ir bréfi þessu. Fyrsta verkefni nefndarinn- ar var að gera áætlun um lík- lega þróun kennslunnar, sem áætlun um starfslið byggðist siðan á. 1 höfuðdráttum er gert ráð fyrir eftirfarandi þró- un. 1970 Sú kennsla, sem nú er á- kveðin að viðbættu þriðja stigi í landa- og jarðfræði og upphafi kennslu til fyrrihluta- prófs í eðlisverkfræði. 1970-75 Kermsla til fyrrihlutaprófs í eðlis- og efnaverkfræði, aukin kennsla til kennaraprófa í stærðfræði og eðlisfræði, aukn- ing á kennslu i náttúrufræði- greinum og kennsla í síðari- hlutagreinum bygglngarverk- fræði. 1975—’80 Áframhaldandi aukning á kennslu í náttúmfræðigrein- um, kennsla í síðarihlutagrein- um véla- og rafmagnsverk- fræði. Nefndin hefur ekki treyst sér til að gera sundurliðaða áætlun um æskilegt starfslið á áratugnum 1980-1990, en um hugsanlega þróun kennsl- unnar á þessu tímabili er nokkuð rætt í meðfylgjandi álitsgerð. Nefndinni var í upphafi ljóst, að I áætlunum um æski- legt starfslið yrði að miða við ákveðnar reglur um stöðuheiti kennara og kennsluskyldu þeirra. Samdi hún drög að slíkum reglum, en síðan hef- ur verkfræðideild gert ályktun um þessi efni, sem lögð hefur verið fyrir háskólaráð. Áætlunargerð sem þessi krefst vemlegrar undirbún- ingsvinnu, ef gera á efninu sæmileg skil. Leitað var til deildarkennara til að aðstoða við einstaka þætti áætlunar- gerðarinnar, og fylgja allar upplýsingar, sem nefndinni tókst að afla, sem fylgiskjöl með áætluninni*) Að lokum viljum við taka fram, að sökum þess, hve skammur timi hefur verið til stefnu, er áætlunin ekki eins ítarleg og æskilegt hefði verið. Allar niðurstöður ber því að taka með varúð, einkum er varðar seinni hluta þess tíma- bils, sem áætlunin nær yfir. Það er þó von okkar, að álits- gerðin verði mikilsverður gmndvöllur að frekari áætl- anagerð um þessi efni. V irðingarf yllst, Loftur Þorsteinsson, Magnús Magnússon, Sigurður Þórarinsson. *) Rúmsins vegna eru þessi fylgiskjöl ekki birt hér. 1. Núverandi kennsla og starfslið Nú er í verkfræðideild kennt til fyrrihlutaprófs I byggingar-, véla- og rafmagnsverkfræði auk nokkurra BA-greina, sem em þrjú stig í stærð- fræði og eðlisfræði og eitt stig í efnafræði, líffræði og landa- og jarðfræði. Kennsla í náttúrafræðum er nú í fyrsta sinn í verkfræðideild, en fyrirhugað er að kenna til þriggja stiga í líffræði og a.m.k. tveggja stiga í landa- og jarðfræði. Við deild- ina starfa alls um 40 kennarar og þar af eru 6 prófessorar og 4 dósent- ar, en aðrir kennarar em stunda- kennarar. Fjöldi kennslustunda er um 160 á viku að jafnaði og annast stundakennarar um 60% þeirra. Ljóst er, að hlutur stundakennslu í verkfræðideild er óeðlilega mikill. Þá má geta þess, að allir dósentar við deildina hafa takmarkaðar skyldur gagnvart henni, þar sem dósentsstarfið er algert aukastarf. Það ætti að vera sjálfsögð krafa, að aðalkennari í öllum stærri kennslu- greinum hafi kennsluna að aðal- starfi. Tilsvarandi fyrirkomulag þarf ennfremur að komast á varðandi hinar smærri greinir, en þær þarf þá að flokka saman í samstæðar greinir eða með skyldum stærri greinum, 1 mörgum tilvikum er full þörf á því, að ásamt aðalkennara annist fastráðinn aðstoðarkennari kennsluna. Þó að fyrirkomulag sem þetta kæmist á, yrði ávallt veraleg stundakennsla, en hlutur hennar ætti þá að vera minni en þriðjung- ur af heildarkennslu í stað meira en helmings eins og nú er. 2. Framtíðaráætlanir Kennsla í verkfræði miðast nú við, að stúdentamir stundi framhalds- nám við erlenda verkfræðiháskóla. Deildin hefur nú samband við fjóra norræna tækniháskóla um viðtöku stúdenta að síðarihlutanámi, þ.e. verkfræðiháskólana í Kaupmanna- höfn (D.T.H.), Þrándheimi (N.T.H.),

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.