Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1875, Qupperneq 23

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1875, Qupperneq 23
ohægra að skoða hana, sökum þess hún nálgast þá sólina næstu mánuði á eptir. Hún kemst síðan í sólnánd 23. oeptember, en þaðan dregur hún sig smásaman frá sólinni austur á við, og verður í árslokin sýnileg um stutta stund ePtir sólarlagið. Mars er í byrjun árs á austurferð inn í vogarmerki, og rennur þá upp kl. 3 um nóttina. í Februar, Marts og April fer hann gegnum sporðdreka rnerki, og seinkar þá ferð sinni, Þar til hann staðnæmist í miðjum Mai. í miðjum Juni er hann í þverstefnu móti sól, og heflr því um þetta mund náð mest- skærleik sínum, en hann verður ekki sýnilegur vegna Þess, að hann kemst ekki upp yíir sjóndeildarhríng á þessum tlnia. Fyrir þá sök, að hann er svona lágt á lopti er hann sýnilegur þángað til seinast í Oktober, en þá er hann í há- gaungu sinni kl. 6 ept. midd. Upp frá þessu hækkar hann sig á loptinu, og fer þá í November og December gegnum stein- Reitarmerki og vatnsbera; verður hann þá sýnilegur eptir sólarlag þángað til kl. er rnilli 9 og 10. Jnpitcr er í byrjun ársins sýnilegur á morgnana fyrir sólar uppkomu. Um þetta mund er hann á hreyfíng austur á við í meyjarmerki, og nemur þar staðar í miðjum Februar. Pá tekur hann á rás vestur á við, og fer að flýta uppkomu sinni á kvöldin. f miðjum April er hann í þverstefnu gegn sól, er hann þessvegna skærastur um þetta mund og er þá sýnilegur alla nóttina. Hann er þá á rás vestur á við um meyjarmerki þángað til í miðjum Juni, en eptir það kemst hann í hreyfíng austur á við. Um þetta mund má sjá hann svosem um tvær stundir eptir sólarlag, en hann gengur undir hérumbil um miðnætti. Munurinn á niðurgaungu hans og sólarinnar fer þó allt jafnt mínkandi, svo að hann hverfur öldúngis að sýn og kemur ekki í ljós urn þá þrjá mánuði: September, Oktober og November. I December verður hann sýnilegur hérumbil um tvær stundir fyrir sólar uppkomu, og er þá á rás í vogarmerki austur á við. Satnrnns má sjá i byrjun árs um svosem tvær stundir eptir sólarlag, en hann er mjög lágt á lopti, og er á austur- ferð í steingeitarmerki; nálgast hann með þeim hætti sólina, og hverfur innan skamms tíma úr augsýn. Vegna þess hann er svo lágt á Iopti kemur hann fyrst í ljós í Juni, skömmu fyrir sólar uppkomu. Um miðjan Juni kemur hann upp um fniðnætti og um miðjan Juli kl. 10 um kvöldið. Um miðjan August er hann f þverstefnu móti sólinni, og sést þessvegna alla nóttina. Þaðan af til ársloka verður hann sýnilegur um

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.