Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1875, Qupperneq 37
Það er hérumbil zo rd. í vorum peníngum og þó rfflega.
Einnig gánga þar silfurpenfngar, sem gilda hálft milreis, eða
neilt, eða tvö milreis, en ekki meira. Milrels samsvarar hér-
umbil einum ríkisdal í vorum peníngum.
BRAKÚNAR.
1 þeim borgum, þar sem mikil verzlan er, kaupa kaupmenn
*kki ætíð sjáifir vöru sína, eða víxlbréf, eða taka skip á leigu,
eða selja þau, heldur hafa þeir til þess meðalgaungumenn, sem
brakúnar (á Ensku broker) heita, en nú eru optast nefndir
Heglarar, eða miðlarar (á dönsku Mceglef). Þessir meðal-
gaungumenn fá borgun fyrir frammistöðu sína og störf, eptir
þvf sem orðið er að nokkurnveginn fastri reglu.
Vöru-brakúnar fá fyrir að selja vörur:
upp að 1000 dölum..............5/6 af hundraði
frá iooo til 2000 dala.........3/4 —
frá 2000 til 4000 dala.........“/3 —
yfir 4000 dala ................V* —
ag borga þá jafnt kaupandi og seljandi, að sínum helmíngi hvor
þeirra. Ef vörurnar verða seldar á uppboðsþíngi, þá borgar
seljandi allt, ef ekki er annað til tekið í uppboðs skilmálunum.
Víxla-brakúnar fá 1 af 1000 hverju (r pro mille) af hlutað-
eiganda hvorjum um sig. — Fyrir sölu á hlutbréfum fá þeir V*
af hundraði, þegar summan er ekki yfir 10,000 rdala; en sé hún
fneiri, þá V4 af hundraði; greiðir kaupandi og seljandi þar
helmínginn sinn hvor. — Fyrir ríkisskuldabréf er borgað 1 af
looo hverju, hversu há sem summan er.
Abyrgðar-brakún (Assúrans-meglarar) fær V4 af hundraði,
þegar ábyrgðargjaldið er minna en 4 af hdr., en 3 af þúsundi
í innstæðunum fær ltann, ef ábyrgðargjaldið er tiltekið hærra en
4 af hdr. — Fyrir hvert ábyrgðarbréf er honum borgað þar að
auki ef það hljóðar uppá 1000 rd. eða meira, fær hann 1 rd.
frá 5000 rd. til 1000 rd. íær hann 48 sk.,
en sé ábyrgðarbréfið uppá minna en 500 rd.. fær hann ekkert.
Skipa brakúnar fá fyrir að semja um leigu á skipum: 2 af
hundraði af leigunni, ef það er um part úr skipi, en 1 af
hundraði af leigunni ef samið er um heilt skip. Fyrir að
fáða kaupskipi með farmi til hafnar og sjá um lögskil þess
(Klarering) fær hann:
af 50 lesta skipi og minna: 16 sk. af hverri farmlest;
af stærri skipum en 50 lesta: 12 sk. af lestinni;
fyrir skip með seglfesti (barlest) 8 sk. íyrir hvert Iestarrúm
Upp að 50 lestum, en 6 sk. fyrir lestarrúmið af stærri skipum;
fyrir að útvega leiðarbréf og skýrteini, ásamt með leigu-
samningnum skipsins, fær hann fyrir skip upp að 50 lestum 3 rd.
og fyrir stærri skip 5 rd.
Fyrir að heimta skipsleigu (frakt) ábyrgðarlaust I r/.» af
hundraði í leigunni. Um ábyrgðina verður að semja áður
en skipið er afiérmt.
(35)