Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1875, Síða 45

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1875, Síða 45
GÁTUVÍSUR. *• Hver er sú hin öflga, | er að sér dregur fold og fira | og frá sér hrindir, ljósari gulli | og leipturstjörnum, hvassari loga | hvervetna elur, hverju meiri, j því er höldar kenna? 2- Á björtum degi ei birtist lýð, | bragnar sjá þá eigi, en um nætur alla tíð | er hún Ijós á vegi. 3- Eru systkin tvö | ólík næsta: bjartleitr er bróðir, | en brún systir, hann er hlýrri, | hún kaldari; elta hvort annað | og undan flýja, þau eru aldrei | þessa vegna undir þaki | einu bæði. 4- Ekki verður eldri en tólf mánaða, sýnir tímann þó, og þann þroskaðan, úngan, gamlaðan. 5. Hvað er það, sem átti að verða í gær en var á morgun? ó. Hver er sá hinn eini, eg inni, astíð ferðast hverju sinni, engan stað hann er við bundinn, aldrei heyrður, séðr né fundinn, sjálfs af krapti engu orkar, allrahanda samt þó verkar, ótalbreyttur, undarlegur, eyðir, en meir þó saman dregur, stýfðr er hann fyrir aptur-enda, enginn veit hvert liöfuðin venda; af mörgum er hann mikils virtur, mun þó kannske illa hirtur? 7- Hver er sá hinn dimmi | úr dökkum bólum, gengr yfir fold | og gamlan ægi, leiðr er hann flestu | lifandi vætta, hollr hálflífga, | hverjum þarfr? 8. Hvert er klæða | heitast og kaldast, ógna vítt, | það engan gjörði skraddara ríkan? | ráddu gátu! g. Hver sinn stóra brynjar búk með breiðu fati, sem allra kaldast er um heima, ylinn kann þó bezt að geyma? io. Getinn er sá af stáli og stein, | er stælta málma kremur, föðursins verður fæðing sein, | því fyrri sonurinn kemur. (43)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.