Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2004, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2004, Blaðsíða 13
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 11. JÚNl2004 13 Tengdadóttir í ísskápnum Lögreglan á Bretlandi vinnur nú að morð- rannsókn eftir að sundurlimaður lík- ami ungrar konu fannst í ísskáp. Það var eldri maður sem gerði lögreglu viðvart en hann kvaðst hafa verið í heimsókn hjá syni sínum einu sinni sem oftar. Þorsti sótti að manninum og þar sem sonurinn var víðsfjarri ákvað hann að fá sér mjólkur- sopa. Honum brá heldur í brún þegar hann opnaði ís- skáp sonarins; við honum blasti sundurlimað lík tengdadóttur sinnar í plast- pokum. Málið þykir hið óhugnanlegasta og kemur öllum sem þekkja til mjög á óvart. Flúðu úr réttarsal Mikið uppnám varð í áströlsku borginni Perth í fyrradag þegar fféttist að níu stórhættulegum glæpamönnum hefði tekist að flýja úr réttar- sal. Mennirnir sættu allir sérstakri öryggisgæslu vegna afbrota sinna en það dugði skammt í dómhúsinu. Þeir yfir- buguðu verði og að minnsta kosti fjórir þeirra náðu að taka bfla af ökumönnum fyrir utan húsið. Lögreglan náði flórum innan sólar- hrings en síðast þegar fréttist var fimm enn leitað. Gláp veldur svefnleysi Of mikið sjónvarpsgláp getur valdið sve&itruflun- um og í versta falli svefn- leysi. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum en þar í landi þjást fjörutíu miUj- ónir manna af svefntrufl- unum. Rannsóknin stóð yfir í átta ár og var fylgst með sjónvarpsnotkun 759 fjölskyldna. Sjónvarpið hef- ur þau áhrif að fólk er gjarna upprifið seint á kvöldin, í tilfinningalegu uppnámi vegna einhvers sem það horfir á, tækið varpar sterku ljósi framan í áhorfendur sem sitja kyrrir á meðan á glápinu stendur. Allt þetta getur valdið fólki erfiðleikum með að sofita. Þeir í rannsóknarhópnum sem skáru sjónvarpsgláp niður í eina klukkustund eða minna fóru að sofa miklu betur. Sara Svensson, 27 ára sænsk barnfóstra, hefur viöurkennt aö hafa myrt eiginkonu prestsins sem hún starfaöi fyrir. Glæpurinn var framinn í smábænum Knutby sem var undirlagður af trúarofstæki. Réttarhöldin yfir Söru hafa staðið í nokkrar vikur og vekja mikli athygli i Sviþjóð. Fékk SMS Iré guði um að mvrða prestsfrú Bamfóstra, prestur, SMS-skilaboð frá guði og morð koma við sögu í einu umtalaðasta glæpamáli sem upp hefur komið í Svíþjóð. Réttarhöldin yfir Söru Svensson, 27 ára barnfóstru, hafa staðið yfir í Uppsölum í Svíþjóð undanfamar vikur. Komið hefur í ljós að hfið í smábænum Knutby þar sem Sara býr er um margt óvenjulegt. Máhð hefur raunar vakið mikinn óhug í Svíþjóð, á hverjum degi kemur eitt- hvað nýtt fram og um fátt annað er meira talað þessa dagana. Málið snýst um það að eiginkona prestsins, Helge Fossmo, í bænum Knutby var skotin í höfuðið í janúar síðastliðnum. Sara Svensson var barnfóstra hjónanna og hefur játað á sig verknaðinn. Hún játar aukin- heldur að hafa reynt að myrða manninn í næsta húsi en sú morðtil- raun mistókst. Sara átti í ástarsam- bandi við prestinn og segir hann hafa sagt sér að myrða eiginkonuna. Öðruvísi gæti hún ekki þóknast guði. Saksóknarar í málinu halda því staðfastlega ffarn að séra Helge Fossmo, 32 ára, hafi viljað ryðja eig- inkonu sinni úr vegi til þess að geta tekið upp samband við aðra konu. Sú kona er einmitt eiginkona ná- grannans, þess sem Sara reyndi að myrða. Þá hggur Fossmo nú undir grun um að hafa komið fyrrverandi eiginkonu sinni fyrfr kattarnef en hún lést árið 1999 þegar hún féU í baðkeri. Lögregla afgreiddi máUð á þeim tíma sem slys en í ljósi atburð- anna nú hefur máUð verið tekið upp aftur - Uk konunnar hefur verið graf- ið upp og er nú tíl rannsóknar. Brúður Krists Knutby er lítiU bær þar sem aUir þekkja aUa. Safnaðarlífið er ein af meginstoðum bæjarh'fsins og gegndi Fossmo að sögn hlutverki nokkurs konar yfirvalds. Hann ákvað til dæmis hver giftist hverjum og þar ffarn eftir götunum. Ein af framá- konum safriaðarins var þekkt í bæn- um sem „brúður Krists“ eftir að hún trúlofaðist Kristi í athöfn á vegum safnaðarins. Söfnuðurinn í Knutby lagði mUda áherslu á vitranir og miUUiðalaust samband við drottin. Sjálfur mun Fossmo hafa talað um draumfarir sínar þar sem honum var sagt að eiginkonur sínar yrðu brátt kaUaðar tfl guðs. Kent CramneU, prestur og ráð- gjafi, segir menn hafa vitað að ein- ræði ríkti í söfnuðinum í Knutby. „Við gátum hins vegar ekki séð þennan harmleik fyrir, “ segir CramneU. Farsímasamband við máttar- völdin Farsfrnar og SMS-skUaboð eru meðal sönnunargagna í málinu. Sara hefur tíl dæmis sagt frá því við réttarhöldin að hún hafi fengið fjölda SMS-skUaboða sem hún taldi vera frá guði - skilaboð þar sem hún var hvött tfl að ffemja morð. Lögregla hefur látið rekja SMS- skUaboðin og kom fáum á óvart að þau voru rakin bein- ustu leið til séra Fossmo. Presturinn hefur við- urkennt að hafa sent skflaboðin en segir tUgang- inn Bandaríkjamenn vilja stefnubreytingu í málefnum íraks Kerry með öruggt forskot í nýrri könnun hafa verið þann einan að styrkja barnfóstruna í trúnni. Barnfóstran Sara fór í einu og öUu eftir skUaboðunum enda sá hún enga aðra leið tU að þóknast guði. Geðlæknar telja hana sakhæfa en vitað er að hún átti erfiða æsku. Sara Svens- son á yfir höfði sér aUt frá ú'u ára fangelsi tU lífstíðar- |jl fangelsis. Séra Fossmo á hins vegar yfir höfði sér mál- sókn. John Kerry, frambjóðandi demókrata tíl forsetakosninga í Bandaríkjunum, er með öruggt for- skot á George Bush Bandaríkjafor- seta samkvæmt nýrri skoðanakönn- un dagblaðsins Los Angeles Times. Könnunin leiðir í ljós óánægju Bandaríkjamanna með framgang mála í írak og efnahaginn heima fýrir. Samkvæmt könnuninni fengi Kerry 51% atkvæða ef kosið væri nú á mUli hans og George Bush - ríkj- andi forseti fengi 44% atkvæða. Fylgi við Kerry minnkar þegar óháði frambjóðandinn, Ralph Nader, er inni í myndinni. Þá fengi Kerry 48% og Bush 42% atkvæða. Meirihluú bandarísku þjóðarinn- ar lét í ljós óánægju með hvernig nú- verandi forseti höndlar efnahagsmál heima fyrir. Hvað varðar írak kveð- ast 56% á þeirri skoðun að Bandarík- in þurfi nýja stefnu í þessum mála- flokki vegna þess að núverandi stefna hafi ekki skUað árangri. Bush stendur hins vegar betur þegar störf hans eru metin í heUd. Helmingur þjóðarinnar, eða 51%, telur hann hafa staðið sig vel en 47% Ula. Könnunin leiðir í ljós að íraks- súíðið er það sem gerir Bush forseta erfitt fyrir þessa dagana. John F. Kerry Stendur vel að vígi þessa dagana. Vefur RUV kærður Umboðsmaður Alþingis telur Ríkisútvarpið skorta lagaheimildir til að vinna efni sérstaklega fyrir vef sinn og birtingu auglýsinga þar. Það var félagið Útgáfa á ís- lensku ehf. sem kærði vef rfldsút- varpsins tfl Umboðsmanns Al- þingis. Hinn kærði vefur www.ruv.is hefur eftir Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra að óskUjanlegt sé að Ríkisútvarpinu sé ekki heimilt að birta ritmáls- fréttir á vefnum því það efni sem þar birtist hafi áður verið unnið af fr éttamönnum til birtingar í út- varpi og sjónvarpi. Vefurinn hefur einnig eftir honum að hætt verði að birta auglýsingar á vefnum. rnesi aga P^lCY|4NW<* B0g|ugar<)a9-J'^akUaðu! Á leið í sumarbústaðinn, í fríið, í matinn... í Borqa alla daq gorgfirskar Vittitay^^en Frwtfkar. j^tíðalanrbaiæn ar\i\ vcom du og sttt* www.kb.is BQRGARNESlj Góður kostur... Stórmarkaður Hyrnutorgi Hyrnutorg S. 430 5533 Opið mán.-fim. frá kl. 09-19 föstudaga frá kl. 09-20 laugardaga frá kl.10-19 sunnudaga frá kl. 12-19

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.