Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2004, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst
FÖSTUDAGUR 1I. JÚNÍ2004 3
„Ég fékk kranabómu beint í andlitið þegar ég var ungur
maður," segir Jóhannes Gísli Svavarsson, líklega öflugasti
happdrættismiðasali Blindrafélagsins síðustu áratugi. Jó-
hannes slasaðist illa í vinnuslysi árið 1974 og hefur verið
blindur síðan. „Ég var á spítala í tæpt ár og síðan fór ég að
vinna hjá Blindravinnustofunni við körfugerð þar sem ég var í
mörg ár. Ég þvælist mikið um, fer allra minna ferða með
strætó. Stundum verð ég áttavilltur, það er alveg óþolandi. Ég
bý í minni eigin íbúð uppi í Hamrahlíð skammt frá Blindrafé-
laginu, ég bjó lengi vel á Njálsgötunni,“ segir Jóhannes og sýp-
ur á kaffinu í gegnum sogrör. „Mér finnst best að drekka kaff-
ið með röri ég vandist á það þegar ég var á spítalanum.
Mig hefur alltaf langað til þess að eignast mitt eigið kafBhús.
Svona kaffihús með tertum og kökum. Ég er voðalega hrifin af kök-
um, það má alls ekki útiloka þær,“segir Jóhannes, tekur klút upp úr
vasanum og þurkar innan úr kaffibollanum og svo af borðinu. „Ef
allir væm jafn snyrtilegir og ég þá væri allt ódýrara, ég hef það fyr-
ir reglu að þrífa eftir mig svo er ég með lítið box utan um stubbana,
ég fleygi þeim ekki í götuna eins og sumir," segir Jóhannes og smrt-
ar sígarettustubbum úr litlu plastboxi ofan í öskubakkann. „Ég er
enn að selja miða öðm hvom, það hefur enginn selt jaffi marga
happdrættismiða fyrir Blindrafélagið og ég, einu sinni seldi ég
1.480 miða á einum degi, það er metið mitt, það verður seint sleg-
ið,“ segir Jóhannes og sýgur restina af kaffinu úr bollanum.
Spurning dagsins
Er Framsóknarflokkurinn að hverfa?
„Vonandi hverfa stjórnarflokkarn-
ir. Að minnsta kosti þangað til
þeir átta sig á því hvað þeir eru
að gera. Á meðan menn haga sér
eins og þeir hafa gert er ekki nema \
von að fylgi þeirra hverfí enda al-
gjörlega þeirra að stjórna því."
Guðmundur Gunnarsson, formað-
ur Rafiðnaðarsambandsins
„Nei, það erhann alls ekki. Þeir
þurfa hins veg-
arað stokka
aftur upp spilin
og halda í
heiðri grund-
vallarhugsjón
flokksins frá
stofnun hans
sem mér finnst hafa gleymst að-
eins."
Jón Einarsson, frambjóðandi
til formanns SUF
„Miðað við skoðanakannanir er
að tálgast utan
afflokknum.já.
Þetta er nú æði
oft svona hjá
Framsókn í
skoðanakönn-
unum en síðan
gerist alltaf
eitthvað í kjörklefanum."
Arnþrúður Karlsdóttir,
fyrrv. þingmaður
„Já veistu ég bara held það. En
annars erég voða lítið inni í
þessu svo ég
segi bara no
commentað
öðru leyti."
Eva ísleifs-
dóttir, sól-
dýrkandi
Já, það bendir
bara allt til
þess. Ég held
að þeir þurfi
að taka sig á
efþeirætla
ekki að hverfa
bara alveg."
Hafsteinn Ólafsson,
elliiífeyrisþegi
Skoðanakannanir hafa sýnt Framsókn í sögulegu lágmarki und-
anfarið og þykir mörgum nóg um fylgistap flokksins. Aðrir benda
á að enginn flokkur sé jafnan minni í skoðanakönnunum en
Framsókn, sem síðan sigli upp í kosningum.
Bogart var ekki Gerber-barnið
Þjóðsögur
Flestir þekkja glaðlegt smábarnið
sem prýðir barnamat frá fyrirtækinu
Gerber í Bandaríkjunum. Sú saga er
lífseig að
þetta barn
sé enginn
annar en Humphrey Bogart, kvik-
myndaleikarinn góðktmni, í frum-
bernsku. Þar er því miður um þjóð-
sögu að ræða. Gerber-barnið heitir í
raun og veru Ann Turner Cook. Hún
var fjögurra mánaða árið 1928 þegar
nágrannakona foreldra hennar,
Dorothy Hope Smith, dró upp mynd
af henni og sendi síðar í samkeppni
sem Gerber-fyrirtækið effidi til um
einkennismynd fyrir nýja teg-
und af barnamat. Þremur
árum seinna var myndin
gerð að vörumerki fyrirtæk-
isins í heild. Hope Smith var
teiknari sem vann við ýmiss
konar auglýsingagerð og fékk
300 dollara fyrir myndina.
Árið 1951
borgaði
Gerber svo Ann
Turner Cook
5.000 doUara
fyrir affiot af
myndinni af
henni. Hún
varð bók-
mennta-
kennari
við fram-
haldsskóla
og eftir að hún settist í helg-
an stein árið 1989 hefur
hún gefið út nokkrar glæpa-
sögur sem mælst hafa
prýðilega fyrir. Þar leysir
blaðamaðurinn Brandy
O’Bannon erfið sakamál.
Sagan um að Humphrey Bogart
sé Gerber á sér stoð í því að móðir
hans var vissulega teiknari sem dró
upp mynd af honum nýfæddum
sem síðan var notuð á barnamat. En
það var Mellin barnamaturinn sem
framleiddur löngu áður en Gerber
kom til sögunnar. Bogart fæddist
árið 1899. Því miður hefur okkur
ekki tekist að finna neinar af fram-
leiðsluvörum Mellins.
leikarinn
Þorvaldur Davíð Kristjánsson, ungleikari og
söngvari, og Krístján Þorvaldsson, ritstjóri
Séð og heyrt, eru feðgar. Fyrir utan að rit-
Séð og heyrt er Kristján landskunn
ur fyrir að drekka sunnudagskaffi um
helgar á Rás 2. Þorvaldur Davíð gerði fyrst
garðinn frægan sem barnastjarna með lag-
inu um skólarappið. Síðan hefur hann tekið
þátt í fjölmörgum söngleikjum og næst syngur
íHárinu sem fært verður upp íAusturbæ íjúlí.
IBOLLI
RÚiMSTYKKI
CROISSAIXIT
VIDEO - DVD
ALLAR
MÝJU5TU
MYIVDIRIXIAR!
VIDEO - DVD
SÍHffll 517 9000