Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2004, Blaðsíða 27
DV Fókus
FÖSTUDAGUR 7 7. JÚNl2004 27
12 dagar í tónleikana í Höllinni. Menn undrast hógværar kröfur.
Deep Pepple Vilja tvö hundruð
handklæði og morguumat kl. 8
Nú eru tólf dagar í tónleika hinn-
ar sögufrægu sveitar Deep Purple
sem verða í Laugardalshöll 23. og 24.
þessa mánaðar. Eftirgrennslan DV
hefur leitt í ljós að tónleikahaldarar
eru á nálum, ekki vegna þess að
kröfugerð er mikil, heldur þvert á
móti. Svo hógværar eru kröfurnar að
þeir telja að það hljóti að koma fram
auknar kröfur og lengri listi. Hið
eina sem þeir fara ffam á er að um
hundrað handklæði verði þeim til
reiðu baksviðs á hvorum tónleikum
um sig. Menn spyrja sig hvað í
ósköpunum þeir ætla með alla þá
hrúgu? Svo vilja þeir hafa aðgang að
hinu íslenska vatni, biðja ekki um
svo mikið sem eitt einasta brenni-
vínstár! Það er af sem áður var.
Meðlimir hljómsveitarinnar
verða þrjár nætur á íslandi, koma
22. júní, eða daginn fyrir tónleika.
Þeir munu dvelja á Nordica-hótel-
inu og hafa farið fram á að morgun-
verður verði tilbúinn klukkan átta
hvern morgun. Þá hefur ferðaskrif-
stofan Atlantik skipulagt ævin-
týrareisu fyrir þessa risa rokksins.
Samkvæmt heimildum DV hafa
Deep Purple-menn verið varaðir við
þjófóttum grúppíum í ljósi síðustu
frétta af viðskiptum Korn og þeirrar
annars ágætu stéttar. Þá hafa þeir
verið fullvissaðir um að allt verði í
góðu lagi með rafinagnið en fyrir
þrjátíu árum, þegar þeir léku í Laug-
ardalshöll, var eitthvað vesen með
það en lögreglan mun hafa kippt
öllu úr sambandi vegna hávaða.
Plötusnúðurinn John Digweed spilar á NASA þann 16. júní
Sasha hver? John Digweed mætir
Party Zone og Þruman ætla að
halda risa-þjóðhátíðardjamm á
Nasa þann 16.júní. Aðalgestur
kvöldsins verður breski plötusnúð-
urinn John Digweed. Það á víst að
snúa vöm í sókn, eftir að Sasha sá
sér ekki fært að mæta, og bjóða upp
á annan af tveimur stærstu snúðum
Bretlands. Einnig mun Grétar G
„The Don“, sömuleiðis koma fram.
John Digweed er án efa eitt af
stærstu nöfhunum í plötusnúða-
bransanum og hefur hann verið við-
loðandi toppinn á bransanum lengi
og varla fallið út af topp fimm á hin-
um árlega lista DJ-blaðsins yfir 100
stærstu snúðana undanfarin ár.
Hann nýtur sérstakrar virðingar
meðal annarra plötusnúða og þykir
einna merkilegastur fyrir það hvern-
ig hann vinnur hljóðblöndun sín
tæknilega og tónlistarlega.
Reykjauikin
iiiin
Morgunverð-
ur
Ég borða hann oft-
ast heima hjá mér,
ég fæ mér mjög oft
skyr enímorgun
Aloe Vera jógúrt.
Ég var mjög ánægð-
urmeð hana.
Hádegis-
verður
Ég borða hádeg
isverðinn oftast
á stöðunum í
kringum Faxafen, á Uno og á Salatbarnum,
en stundum fer ég á KFC.
Kvöldverð-
ur
Ég grilla mjög
oft á þessum
árstíma, svín eða
lamb. Svogrilla
ég mikið grænmeti
og nota mikið
afbalsamicog
svoleiðis sós-
um. Ég fer
töluvert á Fri-
day's þegar ég
fer út að borða.
Er hrifinn af
Apótekinu. Svo er
uppáhaldsstaður sonar
míns Hornið, hann
segirað þarfáist
besta spaghetti bolognese.
Uppáhaldsverslun
Ég geng bara (fötum frá Herra Hafnarfirði
svo að ég versla þar. Ég spila mikið golf
þannig að mér finnst gaman að fara i Hole
in Oneog
Nevada Bob. Og
svo versla ég
mikið í SPAR í
kópavogi.
Djammið
Ég dett oft inn á Thorvaldsen, Hverfisbarinn
m eðaPravda.
Þetta eru helstu
íS : ; , staðirnir og svo
núna þegarbúið
er að opna
Mojito aftur geri
égráð fyrirað kíkja þangað.
Heilsan
Ég spila auðvitað golf sem þýðir að maður
gengur að meðaltali 8 kílómetra. Ég er líka
mikill útiverukall, geng á fjöll og svoleiðis
en á þessum árstíma er það sundið.
Valgeir Magnús-
son Annar eigandi
Hausverk auglýs-
ingastofu.
0
~r