Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2004, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2004, Blaðsíða 11
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ2004 11 Björn velur dómara Bjöm Bjarnason dóms- málaráðherra skipar nýjan héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur á næstunni. Fimm manns hafa sótt um embættið, en umsóknarfrestur rann út 7. júní. Af umsækjendum em þrjár konur en tveir karl- menn. Umsækjendur eru: Arnfríður Einarsdóttir, skrifstofustjóri við Héraðs- dóm Reykjavíkur og settur dómari, Ásgeir Magnússon hæstaréttarlögmaður, Drífa Pálsdóttir skrifstofustjóri, Sigrún Guðmundsdóttir hæstaréttarlögmaður og Þorsteinn Pétursson hér- aðsdómslögmaður. Björn skipar í embættið frá og með 1. september. Ríkissjóður í mínus Samkvæmt aprflupp- gjöri rfldssjóðs er hand- bært fé ffá rekstri nei- kvætt um 2,7 milljarða króna, sem er 0,2 milljörð- um lakari útkoma en á sama tíma í fyrra. Áætlan- ir gerðu ráð fyrir um 0,4 milljarða jákvæðri stöðu. Tekjujöfnuður reyndist 3 milljörðum hagstæðari en áætlað var en hreyflngar á viðskiptareikningum um 6,1 milljarði króna óhag- stæðari. Heildartekjur rfk- issjóðs námu rúmlega 91 mÚljarði á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Sextán ára piltur í Neskaupstað varð fyrir fólskulegri árás um helgina frá hendi tveggja jafnaldra sinna. Var hann sleginn í götuna með glerflösku auk þess að vera laminn ítrekað með hjólabretti. Þrettán ára bróðir hans reyndi hvað hann gat til að hjálpa bróður sínum en átti fullt með að verja sjálfan sig. Laminn með flösku ng hjnlabretti Tveir ungir piltar á 16. og 17. ári réðust að jafnaldra sínum í Nes- kaupstað síðastliðinn föstudag, börðu hann í höfuðið með flösku og lömdu hann síðan liggjandi með hjólabretti. Sökum aldurs drengjanna er mál þeirra sent Barnaverndarnefnd til úr- lausnar. Móðir drengsins sem ráðist var á segir nauðsynlegt að tekið sé á málinu og prísar sig sæla fyrir að ekki fór verr. „Ég var inni í sjoppunni þegar kall- að er á mig og ég lít út og sé þegar drengurinn er laminn með bjórflösku í höfuðið," segirÁshildur Sigurðardóttir en synir hennar tveir, 13 og 17 ára, urðu fyrir árás tveggja drengja á plani Olísskálans í miðbæ Neskaupstaðar síðastliðið föstudagskvöld. Ashildur hafði farið með sonum sínum í sjopp- una og var stödd þar inni þegar kaflað var á hana og henni sagt að sonur hennar væri í áflogum við tvo drengi úti á planinu. Samkvæmt frásögn vitn- is vom málsatvik þau að synir Ashildar stóðu utan við sjoppuna þegar bill kom þar að og rifrildi hófst milli eldri sonar Áshildar og hinna drengjanna. í kjölfarið réðust tveir ungir drengir á son hennar og slógu í höfuðið með flösku. „Þeir vom að rífast einn þeirra og litli bróðir minn og þegar ég ætlaði að skilja þá að þá sló hann mig í hnakk- ann með glerflöskunni," segir Óli Kon- ráðsson, sonur Áshildar. Eftir að árás- armennimir höfðu slegið hann í höf- uðið með flöskunni, sem brotnaði við höggið, féll hann í götuna. „Þá slógu þeir mig með hjólabretti og ég gat ekk- ert varið mig þar sem ég vankaðist eft- ir flöskuna. Bróðir minn náði þó að verja sig en gat ekki stoppað þá," segir Óli en hann er illa leikin eftir viðskipti sín við árásarmennina, handleggs- brotinn og marinn auk þess sem hann hefur að sögn verið kvalinn í höfðinu. „Ég verð með gifsið í mánuð meðan ég jafiia mig," segir Óli. Áshildur móðir Óla lagði fram kæru gegn pfltunum en að sögn lögreglunnar liggja játningar í málinu fyr*r °g telst það upplýst. „Mér finnst liggja á að tekið sé á málum sem þessum enda er ekki um að ræða eitthvað tusk mifli barna heldur alvarlega árás og mesta mildi að ekki fór verr," segir Áshildur Sig- urðardóttir, móðir fórnar- lambsins, í samtali við DV. Árásarmennirnir tveir em 16 og 17 ára gamlir heimamenn í Neskaupstað að sögn lögreglu og telst mál þeirra upplýst. Árásarmenn- imir em báðir sakhæfir að sögn lögreglu en mál þefrra verður einnig sent bamavemdaryfirvöldum til úrlausnar. hetgi@dv.is Skoðaðu bílana í smáauglýsingum DV og Fréttablaðsins. Skoðaðu bílana á www.brimborg.is. Komdu í Brimborg Reykjavík, Akureyri. brimborg Öruggur stadur til ad vera á Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | Brimborg Reykjanesbæ: Njarðarbraut 3, sími 422 7500 | www.brimborg.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.