Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2004, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2004, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 1 /. JÚNÍ2004 Fréttir DV Hrefnu-Konni hrefnulaus Konráð Eggertsson frá ísafirði, þekktur sem Hrefnu-Konni fyrir hrefnuveiðar sínar, hafði seint í gær enn ekki náð að veiða hrefnu. Bátur hans, Halldór Sig- urðsson ÍS-14, hef- ur verið við veiðar frá því á fimmtu- daginn í síðustu viku. Konráð segist ekki vera í keppni við hina hrefnuveiðimennina tvo sem eru á mála hjá Haf- rannsóknastofnun. „En maður verður að sjá eitt- hvað til þess að veiða, hér er óhagstætt veður og lítið æti í sjónum," sagði Konráð langt norður af landinu í gær. Þrjár hrefnur voru veiddar í gærmorgun. Þórhallur Hjálmar Friðjónsson stal hálfri milljón frá Morfís og skildi eftir sig skuldahala þegar hann starfaði sem framkvæmdastjóri félagsins. Markús Már Sig- urðsson, formaður Morfls, segir félagið eiga í miklum erfiðleikum. Annaðhvort þurfi peningarnir að skila sér eða hann fari til lögreglunnar. Ríkissjóður í mínus Samkvæmt aprílupp- gjöri ríkissjóðs er handbært fé frá rekstri neikvætt um 2,7 milljarða króna sem er 0,2 milljörðum lakari út- koma en á sama tíma í fyrra. Tekju- jöfnuður reyndist 3 milljörðum hag- stæðari en áætlað var en hreyfingar á viðskiptareikning- um um 6,1 millj- arði króna óhag- stæðari. Heildar- tekjur ríkissjóðs námu rúmlega 91 milljarði króna á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs sem er nánast sama íjárhæð og á sama tímabili síðasta árs. Inn- heimta skatttekna jókst hins vegar töluvert, eða um 14,4 prósent. Kennaraverkfall 20. september Kari Björnsson, framkvæmdastjóri launanefndar sveitarféiaga. „Við höfum boðið grunnskóla- kennurum hækkanir umfram hækkanir á almennum vinnu- markaöi. Umframhækkanir geta haft mjög alvarlegar af- ieiðingar á fjárhag sveitarfé- laga og þann efnahagslega stöðugleika og aukna kaup- mátt sem samningarASl hafa lagtgrunninn að.“ Hann segir / Hún segir „Meginástæða þess að grunn- skólakennarar eru tilneyddir til þess að grípa til verkfalls- vopnsins er að ekki er ennþá búið að koma kjörum þeirra í viöunandi horf. Hvorki með til- liti til útborgaðra launa né vinnutíma Elna Katrín Jónsdóttir, varafor- maður Kennarasambandsins. „Hann skildi okkur eftir í þungum skuldum," segir Markús Már Sigurðsson, formaður Morfís. Fyrir ári síðan stal þáverandi framkvæmdastjóri Morfís, Þórhallur Hjálmar Friðjónsson, um hálfri milljón frá félaginu. Enn hefur Þórhallur ekki borgað einn eyri til baka og segir Markús að ef engin breyting verði á íhugi fé- lagið málssókn. „Hann skildi okkur eftir í þungum skuldum," segir Markús Már Sigurðsson, formaður Mor- fís. Fyrir ári síðan stal þáverandi framkvæmdastjóri Morfís, Þór- hallur Hjálmar Friðjónsson, um hálfri milljón frá félaginu. Enn hefur Þórhallur ekki borgað einn eyri til baka og segir Markús að ef engin breyting verði á íhugi fé- lagið málssókn. Sorgarsaga „Þetta hefur verið sorgarsaga. Það hefur ekki náðst í Þórhall svo mánuðum skiptir og hann hefur ekki borgað neitt," segir Markús. „Við höfum yfirlit yfir allar milli- færslur og samtals tók hann um 490 þúsund krónur frá félaginu. Svo skildi hann eftir sig aðrar skuldir sem nú eru komnar í van- skil og ég er að fá persónulegar lögfræðihótanir út af þessu máli." DV hafði samband við Þórhall Hjálmar í gær. Hann sagðist vera að vinna í því að borga félaginu. // Ég var bara einn í þessu; hefunnið að heilmiklum félags- málum og oft komið nálægt peningum. „Þetta byrjaði smátt og smátt en svo missti ég stjórn á þessu," segir Þór- hallur. „Ég var bara einn í þessu; hef unnið að heil- miklum félagsmálum og oft komið nálægt peningum. Nú er ég byrjaður að vinna í Rúmfatalagernum og ætla að reyna að borga peningana aft- ur.“ Aðspurður um hve miklu hann hefði stolið sagði Þórhallur að bragði 300.000 krónur. Seinna um daginn hafði sú upphæð hækkað í 380.000 og að síðustu viðurkenndi hann að hafa stolið 440.000 krónum. Þegar hann var spurður af hverju ekki hefði náðst í hann allan þennan tíma sagði Þórhallur: „Það er verið að klekkja á mér og mér finnst þetta óþarfi og ónauðsynlegt." óvart. „Nei, ég vissi ekki af þessu fyrr en eftir á,“ segir Konráð. „Þetta var algjört sjokk." Konráð segir að eftir að Þórhallur hætti sem framkvæmdastjóri hafi ekki náðst í hann. „Nokkru seinna kom svo í ljós að peningar félags- ins væru horfnir." Morfís félagið heldur ræðu- keppni fyrir framhaldsskóla- Markús Már, formaður Morfís, segir að eftir hvarf peninganna hafi félagið rétt náð að halda aðra keppni. Staðan sé afar slæm og ljóst að eitthvað þurfi að ger- ast ef Morfís á að halda áfram að starfa. „Við höfum gefið honum sjens að skila peningunum," seg- ir Markús „en nú er maður alvar- lega farinn að íhuga kæru." simon@dv.is Versló sigraði síðast f Morffs Vegna fjárdrdtts Þórhails Hjálmars er framtið féiagsins í óvissu. Slæm staða Konráð Jónsson var formaður Morfís þegar Þórhallur var fram- kvæmdastjóri. Hann segir hvarf pening- anna hafa komið sér á Lögmaður Jóns Ásgeirs og Gaums hættir Verjandi með réttarstöðu grunaðs Helgi Jóhannesson hæstaréttar- lögmaður hefur hætt sem verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í lög- reglurannsókn á meintum brotum hans gegn Baugi og er hættur að gæta hags- muna eignar- haldsfélagsins Gaums í skatt- rannsóknar- málinu. Ástæða þess er að hann er kominn með réttarstöðu grunaðs manns í skattrannsókninni. Helgi var stjórnarmaður og stjórnarfor- maður í félaginu Fjárfari sem er til Jón Ásgeir Jóhann- esson Baugurheldur aðalfund í dag í skugga skatt- og lögreglurann- sókna. rannsóknar. Ásamt Helga hafa ver- ið yfirheyrðir þeir Sigfús Sigfússon í Heklu, Eiríkur Sigurðsson í 10/11 og Sævar Jónsson. Þeir stóðu að Fjárfari en það gerði Jón Ásgeir Jó- hannesson einnig en félagið var notað til kaupa á hlutabréfum í Tryggingamiðstöðinni og Straumi. Helgi vill ekkert tjá sig um málið að öðru leyti en því að hann sé hættur sem verjandi Jóns Ásgeirs og Gaums. Hann sé bundinn trúnaði gagnvart skjólstæðingum sínum. Sævar Jónsson segist ekki vilja tjá sig umfram það sem hann hafi gert við Ríkisútvarpið. Þar sagði hann að nafn hans hafi verið notað án hans vitneskju í tengslum við Fjárfar. Karl Axelsson er lögmaður fyrir Helga Jóhannesson en Einar Þór Sverrisson gætir hagsmuna Jóns Ásgeirs. Eftir því sem DV kemst næst snýst skattrannsóknin um verðmat á fyrirtækjum og færslu bókhalds og hvernig standa átti straum af skattgreiðslum. Gaumur og Baugur hafa fjárfest í hlutabréfum fyrir 32 milljarða króna frá 1998. Baugur telur, samkvæmt heimildum að ef skattyfirvöld ætli að enduráætla skattgreiðslur vegna stofnunar Baugs, verði að taka fyrningu og reglur frá þeim tíma um frestun á hagnaði vegna hlutabréfakaupa, með í reikninginn. Baugur held- ur aðalfund í dag í skugga rann- sókna skattayfirvalda og lög- reglu. kgb@dv.is Helgi Jóhannesson Yfirheyrður með réttarstöðu grunaðs manns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.