Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2004, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2004, Blaðsíða 18
78 FÖSTUDAGUR 17. JÚNl2004 Sport DV LANDSBANKA DEILDIN íslandsmeistarar KR sýndu loks gegn ÍA af hverju þeim er spáð góðu gengi í sumar. Þeir börðust eins og ljón fyrir stigunum þremur og þótt ÍA hafi ráðið ferðinni nánast allan leikinn héldu KR-ingar þeim í öruggri fjarlægð. ógnun í sókninni og fór verulega í taugarnar á varnarmönnum ÍA. Skagamenn litu ekki vel út í þessum leik. Vörnin var í miklu basli í fyrri hálfleik. Miðjan sá aldrei til sólar og eini maðurinn sem bjó eitthvað til var Haraldur Ingólfsson en félagar hans unnu illa úr sínu og fyrir vikið voru færin af mjög skornum skammti. Mistök þjálfarans Ólafur þjálfari er ekki að hjálpa sjálfum sér mikið með því að stilla ekki upp sínu sterkasta liði. Hann hefur innan sinna raða tvo af bestu miðjumönnum landsins - Grétar Rafn Steinsson og Julian Johnsson - en í stað þess að nýta styrkleika þeirra ákveður hann að stilla þeim upp í stöður þar sem hæfileikar þeirra fá ekki að njóta sín. Það er mikil sóun og synd fyrir ÍA. Grétar er duglegur og leggur sig alltaf fram en er enginn framherji - það sjá allir sem vilja. Verra er þó að horfa á Julian á hægri kantinum en þar er hann týndur og tröllum gefinn lengstum. Það er hreint með ólíkindum að Ólafur skuli ekki spila 4-3-3 ef hann ætlar bara að spila á einum „alvöru" framherja. I því kerfi myndu Grétar og Julian nýtast miklu betur í sínum stöðum og það gerðu þeir sannarlega á meðan ÍA spilaði það kerfi. Ef þjálfarinn ætlar að vera í þessari tilraunastarfsemi í allt sumar eru Skagamenn ekki liklegir til afreka. Það var allt annað að sjá KR-liðið í þessum leik og þjálfarinn hafði skýringu á því. „Það hangir alltaf saman þetta lfkamlega og andlega. Eftir því sem kraftur og þróttur aukast þá fylgir andinn með. Við vorum í óvenjumiklum vanda í byrjun móts en þetta er að koma. Við höfum ekki virkað sem ein heild hingað til en við erum að vinna í þessum málum,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR. Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, neitaði að gefa blaðamanni viðtal. henry@dv.is KR-ingar lágu nánast í vörn gegn ÍA í 80 mínútur en þrátt fyrir það var sigur þeirra aidrei í mikilli hættu. KR-ingar skoruðu mark strax á 4. mínútu, pökkuðu svo í vörn og var engu líkara en þeir hefðu hengt upp skilti við markið sem á stóð: Aðgangur bannaður! Skagamenn áttu engin svör við grimmum og skipulögðum varnarleik KR- inga og fóru tómhentir heim í gegnum göngin. EfÓlafur Þórðarson ætlar að vera íþessari tilraunastarfsemi í allt sumar eru Skagamenn ekki líklegir til afreka. Það var allt annar bragur á KR- liðinu í upphafi leiks en I allt sumar. Leikmenn mættu dýrvitlausir til leiks og pressuðu taugaveiklaða Skagamenn stíft. Það skilaði árangri strax á 4. mfnútu er Andri Karvelsson braut klaufalega á Arnari Jóni Sigurgeirssyni. Arnar Gunn- laugsson skoraði örugglega úr vítaspyrnunni. í stað þess að láta kné fýlgja kviði og ganga frá gestunum féllu KR- ingar í þá gryfju að detta aftar á völlinn. Þeir féÚu síðan aftar með hverri mínútunni sem leið af leiknum og voru nánast komnir inn í markið þegar leik lauk. Skagamenn stýrðu umferðinni en voru ákaflega hugmyndasnauðir og hægir í aðgerðum sínum. Einu skiptin sem þeir sköpuðu einhverja hættu komu í föstum leikatriðum og næst komust þeir að jafna er Julian Johnsson skallaði £ slá eftir homspyrnu á 24. mínútu. Skyndisóknir KR-inga í fyrri hálfleik voru hættulegar þar sem táningurinn Kjartan Henry Finn- bogason gerði Reyni Leóssyni og Hjálmi Dór Hjálmssyni lífið leitt. Úr einni slíkri hefðu KR-ingar átt að skora en Kristinn Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson vom klaufar. KR-ingar skipulögðu varnarleik sinn enn frekar í hálfleik, byggðu múr í kringum vítateiginn. Sá múr var algjörlega ókleifur fyrir Skagamenn sem ógnuðu KR- markinu aldrei almennilega í seinni hálfleik. í raun sköpuðu þeir sér ekki eitt einasta færi fýrir utan þau sem komu úr föstum leikatriðum. KR-ingar þurftu svo sannarlega á þessum sigri að halda til þess að komast á beinu brautina eftir erfiða byijun á mótinu. Menn mættu til leiks með réttu hugarfari og vom tilbúnir að fórna lífi og limum til að ná sigri. Sigurinn var kannski ekki mjög fallegur og í raun var engin ástæða til að bakka eins mikið og þeir gerðu eftir markið því þeir vom með heljartök í leiknum en það em stigin sem telja. Vörnin var frábær þar sem menn stigu ekki feilspor, Ágúst og Kristinn vom öflugir á miðjunni og sérstaklega var Kristinn góður. Kjartan Henry var síðan stöðug K A R L A R LANDSBANKADEILD C/|l Staðan: Fylkir 5 3 2 0 7-2 11 Keflavík 5 3 1 1 7-5 10 (A 5 2 2 1 5-3 8 FH 5 2 2 1 5-4 8 KR 5 2 1 2 6-7 7 [BV 5 1 3 1 6-6 6 Grindavlk 5 1 3 1 5-6 6 Fram 5 1 2 2 7-7 5 KA 5 1 1 3 4-6 4 Víkingur 5 0 1 4 2-8 1 Markahæstir: Grétar Hjartarson, Grindavík Gunnar Heiðar Þorvaldsson, (BV Atli Sveinn Þórarinsson, KA Arnar Gunnlauqsson, KR ■ >A Frestaður leikur úr 1. umferð Landsbankadeildar kvenna: Valsstelpur áttu öll skot og öll horn Valsstelpur burstuðu stöllur sínar úr FH með átta mörkum gegn engu á Kaplakrikavelli í Landsbankadeild kvenna á miðvikudag. Leikurinn var, eins og tölurnar gefa nokkuð sterklega til kynna, eign Valsstelpna frá upphafi tfi enda og hefði sigur þeirra getað orðið tals- vert stærri. Sterk og ömgg vöm Vals, með þær Pálu Marie Einarsdóttur og írisi Andrésdóttur í broddi fylkingar, er ekki árennileg og virkar öllu traustari en vörn ÍBV en þessi tvö lið koma líklega til með að bítast um þá titla sem í boði em. Strax eftir átta mínútna leik var ljóst hvert stefndi en þá þegar höfðu tvö Valsmörk litið dagsins ljós. í hálfleik stóðu leikar 0-5 og undirrituður hálfkveið eiginlega fyrir seinni hálfleiknum því allt leit út fýrir tveggja stafa tölu. Það fór þó á annan veg og FH-stelpur fengu „aðeins" á sig þrjú mörk í seinni hálfleik. Valshðið er afar jafnt og hvergi veikan blett að finna. Áður hefur verið minnst á vörnina en miðjuspil- ið með Laufeyju Ólafsdóttur er mjög sterkt. Þá voru fýrirgjafir liðsins afar góðar og geti Uðið haldi áfram að dæla svona góðum boltum inn í teiginn verður liðið Ulstöðvanlegt. Þá em framherjar Uðsins eldsprækir, hreyfanlegir og afar skapandi. Síðan er alveg vert að minnast á „fögn" leikmanna sem setja skemmtilegan svip á leikina. sms@dv.is K O N U R LANDSBANKADEILD M Staðan: Valur 3 3 0 0 14-1 9 ÍBV 3 2 1 0 17-2 7 Breiðabllk 3 2 0 1 6-10 6 Þór/KA/KS 3 1 1 1 4-4 4 KR 3 11 1 4-5 4 Stjarnan 3 0 2 1 3-5 2 Fjölnir 3 0 1 2 2-5 f n FH 3 0 0 Markahæstar: 3 0-18 0 Margrét Lára Viðarsdóttir, IBV 7 | Nína Ósk Kristinsdóttir, Val 4 glHildur Einarsdóttir, Breiöabliki 3 I Karen Burke, IBV 3 Olga Færseth, IBV 3 KR-ÍA 1-0 5. umf. - KR-völlur -9. júnf Dómari: GarðarÖrn Hrinriksson (5). Áhorfendur: 2505. Gæði leiks: 2. Gul spjöld: KR:Gunnar (16.), Kristinn H. (67.), Sigmundur (69.), Jökull (88.). - (A: Hjálmur (31.), Ólafur Þ. (54.), Reynir (70.), Stefán (86.) Rauð spjöld: Enginn. Mörk 1 -0 Arnar Gunnlaugsson 4. víti Arnar Jón Leikmenn KR: Kristján Finnbogason 4 Bjarni Þorsteinsson 4 Kristján Örn Sigurðsson 4 Gunnar Einarsson 4 Jökull Elísabetarson 3 Ágúst Gylfason 4 Kristinn Hafliðason 5 ArnarGunnlaugsson 4 (67., Kristinn Magnússon 3) Arnar Jón Sigurgeirsson 3 Sigmundur Kristjánsson 3 Kjartan Henry Finnbogason 5 (75., Sigurður R. Eyjólfsson -) Leikmenn ÍA: Þórður Þórðarson 3 Andri Karvelsson 3 Gunnlaugur Jónsson 4 Reynir Leósson 2 Hjálmur Dór Hjálmsson 2 Haraldur Ingólfsson 4 Pálmi Haraldsson 2 Kári Steinn Reynisson 1 (78., Ellert Jón Björnsson -) Julian Schantz Johnsson 1 (57., Garðar Gunnlaugsson 1) Grétar Rafn Steinsson 2 Stefán Þórðarson 2 (86., Hjörtur J. Hjartarson -) Tölfræðin: Skot (á mark): 9-10 (4-5) Varin skot: Kristján 4 - Þórður 3. Horn:1-8 Rangstöður: 5-3 Aukaspyrnur fengnar: 16-21. BESTUR Á VELLINUM: Kjartan Henry Finnbogason, KR Ókleifur múr KR-ingar mynduðu múr á heimavelli sínum gegn lA. Hann var svo sterkur og þéttur að leikmenn lA fundu engar leiðir ígegnum hann. DV-mynd Valli FH-VALUR 0-8 3. umf. - Kaplakrikavöllur -9. júni Mörkin: 0-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir 5. Skalli úr markteig Dóra María 0-2 Nína Ósk Kristinsdóttir 8. Skot úr teig Kristin Ýr 0-3 Laufey Ólafsdóttir 8. Skot úr teig Rakel 0-4 Dóra Stefánsdóttir 8. Skot úr teig Laufey 0-5 Kristln Ýr Bjarnadóttir 8. Skot úr teig Laufey 0-6 Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir 8. Skot úr markteig Laufey 0-7 Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir 8. Skot úr markteig Kristín Ýr 0-8 Nína Ósk Kristinsdóttir 8. Skotúrteig einlék Boltar FH: Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir @ Boltar Vals: Nína Ósk Kristinsdóttir Laufey Ólafsdóttir Kristín Ýr Bjarnadóttir Dóra María Lárusdóttir Rakel Logadóttir Pála Marie Einarsdóttir fris Andrésdóttir Ásta Árnadóttir Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir Dóra Stefánsdóttir Tölfræðin: Skot (á mark): 0-36 (0-19) Varin skot: Þóra Reyn Rögnvalds- dóttir 5 (51 mfnúta, 5 mörk á sig), Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir 6 (39 mínútur, 3 mörk á sig) - Guðbjörg 0. Horn: 0-11 Rangstöður: 4-9. Aukaspyrnur fengnar: 6-11. Valsstelpurnar höfðu ekki skorað ( fyrri hálfleik fyrir leikinn I fyrrakvöld en skoruðu fimm mörk fyrir hlé hjá FH-stelpunum. BESTÁ VELLINUM: Nfna Ósk Kristinsdóttir, Val

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.