Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 70
og sýndi snemma ákafa mikinn í trúarefnum, og vildi láta ofsækja
eða drepa alla þá, sem honum fundnst vera trúarvillingar, enþað
vóru allir þeir, sem ekki vóru fullkomnir páfatrúarmenn. þott*
varð byrjunin til nmnsóltnnrrjettanna á Spáni, sem hófust árm
1198 og vóru í langan tíma til smánar og svívirðingat fyrir kristn®
trú á Spáni. Ótölulegur grúi saklausra manna hefur verið píndur tu
dauða eptir dómi þessara rannsóknarrjetta. Með þessum og lík'
um tiltektum kom Dominicus sjer svo í mjúkinn hjá Honoriusi
páfa þriðja, að hann leyfði honum að stofna munkareglu eptir
sínu höfði, sem ýmist er kölluð »Dominicusregla« eða ..pijedik'
araregla«. þessi munkaregla var mjög algeng áNorðurlöndnm;
aðalklaustrið var í Niðarósi; það var stofnað árið 1220 afdönsk-
um munki,, sem Salomon hjet og verið hafði lærisveinn Doni'
inicusar. Á Islandi var að eins Kolbeinsstaðakirkja lielguð DoW'
inicus og var hún þó ekki helgnð honum einum.
10. Lafranzmessa. Lafranz eða Laurentius, sem hann hjet
tjettu nafni, er einn af allra fremStu dýrðlingum kaþólsku kirkj-
unnar. Hann var uppi á 3. öld e. Kr. og var erkidjákn og
gjaldkeri hjá Sixtusi páfa öðrum. Sixtus þessi leið píslarvsettisy
dauða á ríkisárum Yaleríans keisara, árið 258, og neitaði Þa
Lafranz með öllu að segja til þess, hvar fjársóðir kirkjunnar
væru fólgnir. þeir voru, eptir skipun Sixtusar, gefnir fátæklingnW.
þremur dögum eptir lát Sixtusar var Lafranz tekinn og látinn a
pönnu og steiktur til dauða. Sagan segir, að hann hafi boðió
keisaranum að horða sig, þegar önnur hliðin var steikt og hafj
beðið að snúa sjer á hina, þegar hliðin sem hann lá á, væri
orðinn herramannsmatur. — Lafranz var helguð helzta kirkja a
Norðurlöndum í fornöld, dómkirkjan í Lundi. A íslandi voru
honum helgaðar með öðrum Melakirkja í Borgarfirði og Garða-
kirkja á Akranesi. Laurentius (Lafranz) Kálfsson, Hólabyskup>
var heitinn eptir dýrðlingi þessum, því hann var fæddur Lafranz-
rpessudag. _ .
12. Clara var yngismær af göfgum ættum og fædd í Assisi
í Umbríu. Hún stofnaði nunnureglu, sem við hana var kend.
Svo er sagt, að Serkir hafi einhveiju sinni ráðizt á klaustur
hennar, er hún lá nímföst. Hún ljet þá bera sig fram fyrir o-
vinina, hafði í höndurn sjer líkama Krists og ákallaði guð um
vernd og varðveizlu. ]>á heyrði hún rödd, sem sagði: »Jeg niun
jafnan vernda yður«. Fjandmennirnir voru komnir upp áklaustur-
múrana, en hurfu frá án þess að gjöra nein spellvirki. Áður en
Jiún andaðist, er og mælt, að Kristur sjálfur hafi vitrazt hennn
1255, tveim árum eptir dauða hennar, var hún helguð af Alex-
ander páfa 4.
13. Hippolytus segir sagan, að hafi verið fangavörður, þegW
Lafranz lrelga (sjá 10. ágúst) var varpað í diflyssu og sneri La'
franz honum á rjetta trú. Jirem dögum eptir lát Lafranz ljet
Rómveijakeisari drepa Hippolyt með því rnóti að láta tvo eflda
hesta rífa hann í sundur á milli sin.
15. er kallaður Maríumessa hin fyrri eða himnaför
Maríu, því að sá dagur er eptir trú kaþólskra manna andláts-
(««)