Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 74
höfuSengil. [icssi íiátíðisdagur var fyrst í lög leiddur á döguni
Karlamagnúsar keisara, og er frá því árið. 813 almennur hátíðis-
dagur um allan hinn kaþólska heim. Á íslandi var Mikjáll höf-
uðengill mjög svo tignaður í fornöld. Pyrsta messa, sem |>ang-
brandur prestur hjelt á Islandi, var á Mikjálsmessu, og þá sagði
hann Halli á Síðn, »að Mikjáll væri af guði settr til þess að
fara mót sálum kristinna manna«, og í Njálu stendur í líku sarn-
handi, að hann skuli meta allt, sem men'n geri bæði gott ogilk
— »ok er hann svá miskunsamr, at hann metr allt þat rneira,
er vel er gört«. Líkt kemur fram hjá Arnóri jarlaskáldi, þarsem
hann segir: »Mikjáll vegr þats misgört þykkir
mannvitsfróðr ok allt it góða,
tiggi skiptir síðan seggjum
sólarhjálms á dæmistóli«,
Mikjálsmessa var úr lögum nuntin á íslandi árið 1770, en eitt
livað um 9 kirkjnr eru helgaðar Mikjáli höfuðengli.
30. er iielgaður JJieronymo kirkjuföður, sem látið hefur eptir
sig dæmafáan fjölda af ritum um kirkjuleg efni. Hann var fæddur
í Drdmatíu árið 331, og af því foreldrar hans voru efnaðir, gat
hann stundað í Kómaborg öll þau vísindi, sem þá var hægt að
læra. Á fertugsaldri tók hann kristna trú og varð um stund
einsetumaður, eins og þá var títt. Seinna (árið 383) varð hann
sjálfur kennari í líóm, en að lokum varð hann að hætta við þaö
og fór til Gyðingalands og þar dó hann í hárri elli árið 420.
October. þessi mánuður er af Guðbrandi biskupi kallaðrn'
slátrunarmánuður og er það 10. máuuðurinn hjá oss, en 8. eptu'
tölu Kómveija til forna, eins og nafnið bendir á, því það er
komið af tölunni octo, sem þýðir átta. Mánuður þessi var um
stund kallaður »ÍJ.vius», sem var ættarnafn Tiberiusar keisara, c>’
eptir dauða hans fjell það nafn niður. Domitian keisari skipaði síðar
að kalla mánuðinn upp eptir sjer, en það nafn hjelzt að eins
stntta stund, enda var Domitian grimmur maður og illa þokkaður.
1. Eemigiusmessa er helguð Kemigio postuía Frakka. Á
fæðingu hans var guðdómleg vitran gefin um hann og 21 árs varð
hann byskup í Reiins Hann var mælskumaður mikill og lærður
vel. Hann skírði Klodovik og smurði hann til konungs. Hann
var biskup í 74 ár og gerði mörg kraptaverk; hann dó 545, 9ö
ára gamall.
4. Franciscus er þessi dagur kallaður til minningar um
Franciscus hinn helga stofnara Franciscanareglu. þessi munka-
regla er og kölluð grámunkaregla, sökum þess að munkar af
þessari reglu bera gráan kufl. Franciscus var fæddur í Assisi á
Ítalíu árið 1182 og var verzlunarmaður framan af. Seinna hætti
hann því starfi og lifði rnjög svo kristilega upp frá því. Han»
dó 1226 og var tveimur árum seinna tekinn í helgra manna tölu.
5. er helgaður l'Lacidus nokkrum, sem gerði mörg kraptaverk
í Sikiley. þ>ar var hann ásamt þremnr systkinum sínum og .30
öðrum píslarvottum handtekinn af fjandmönnum kristinnar trúat
og kvalinn á ýmsan hátt. Meðal aunars var skorin úr honum
tungan og taláði hann þó eptir sem áðnr, hughreysti áhangendur