Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1890, Síða 6
í vzta dálki til hsegri handar stendur hih forna ísienaka tímatal;
íptir því er árinu skipt í 12 mánuði þrítugnætta og 4 daga um-
fram, sem ávallt skulu fylgja þriðja mánuði sumars; í því er
aukið viku 5. cða 6. hvcrt ár í nýja stfl; það heitir sumarauki
eða lagníngarvika.
Arið 1890 er Sunmdays bókstafur: E. — Gyllinital. X.
Milli jóla og löngu föstu 7 vikur og 4 dagar.
Lengstur dagur í Reykjavík 20 sl. 55 m., skeuimstur 3st.58m.
Myrkvar.
þessir myrkvar verða á árinu 1890:
1. Sólmvrl'.vi 17. Júni. Hann er sýnilegur í Eurtípu, Asíu og
norðurhluta Afríku, og verður hríngmyndaður f mjóu belti,
sem gengur yfir Afríku norðanvei'ða, Asíu hina minni og
suðurhluta Austurálfunnar. Norðurtakmörk myrkvans ganga
yfir þvert ísland frá Garðskaga til Rauðagnúps. Fyrir norðan
þessa línu sjest myrkvinn alls ekki, en fyrir sunnan hana
verður lítill hluti af neðri rönd sólarinnar myrkvaður kring-
um kl. 8 f. m. Mestur verður myrkvinn milli Hornafjarðar
og Berufjarðar; þar stendur hann yfir 45 mínútur og tekur
yfir ’/es af þvermæli sólar. I Reykjavík stendur myrkvinn
aðeins yfir 15 mínútur og nær ekki einusinni yfir '/íoo af
þvermæli sólar þegar hann er rnestur, kl. 8. 0' f. m.
2. Tunglmyrkvi 26. Nóvember. Hann nær aðeins yfir nokkra
þúsundustu hluta af þvermæli tungls, og sjest einungis í Asíu
og Astralíu.
3. Sólmyrkvi 12. Deeember, almyrkvi, sem aðeins verður sýni-
legur í Ástralíu og Suðurhöfum.