Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1890, Side 23

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1890, Side 23
V'enug. 23. Febr.. 24. Júni og 15. Okt. er íiaim Íenggf'Testöf frá sói, en kemur fyrst upp um sólaruppkomu, nema 15. Okt.; )iá kemur hanii upp 2!/i stundum á undan sól, og má því þá leita hans fyrir sólaruppkomu á austurhimni. Fenus gengur 18. Eebr. bak við sól og sjest tyrst í byrjun Aprílmánaðar sem kvöldstjarna. Fyrst í Júní er hún sýnileg 3 stundir eptir sólarlag. I miðjum Júlímánuði er hún komin svo langt suður á við að hún hverfur sýnum og er ósýnileg þangað til hún í miðjurn Deeember kemur í ljós sem morgunstjarna, eptir 4. Dec. að hafa gengið milli sólar og jarðarinnar; við árs- lok kemur hún upp næstum því 4 stundum á undan sól. Murs kemur upp við byrjun árs kl. 2‘,/a f. m. og er þá 10 mælistigum fyrir austau björtustu stjörnuna í Meyjarmerki, Spica (Axið). þaðan gengur hann til suðausturs gegnum Vogarmerki inn í Sporðdreka; hann kemur þá æ fyr og fyr npp en lækkar jafnframt á lopti. 22. Apríl nemur hann staðar í Sporðdreka- tnerki og hefur síðan göngu sína vestur á við; 27. Maí er hann gagnvart sól; hann er þá næst jörðunni og er í hádegisstað um tniðnætti, en ekki nema 3 stigum fyrir ofan sjóndeildarhring í Reykjavík; það ber því naumast mikið á konum þrátt fyrir hina skæru, rauðleitu birtu hans þegar þar á ofan bætist að nóttin er björt. 4. Júlí nemur hann staðar aptur, og er enn þá í Sporð- dreka; síðan gengur hann austur eptir gegnum Bogmann, en er ekki sýnilegur fyrri en um hina tvo síðnstu mánuði ársins; þá gengur hann gegnum Steingeit norðaustur á við upp í Vatns- beramerki og sjest á kvöldin eptir sólsetur; við árslok gengur hann undir kl. 9. 13. Nóv. gengur hann einn mælisligi fyrir sunnan Júpíter. Jújntcr er ósýnilegur fyrri helming ársins á meðan hann gengur austur eptir frá Bogmanni inn í Steingeitarmerki. Hjer nemur hann staðar 31. Maf, snýr síðan vestur á við og er 30. Júlí gagnvart sól; hann er þá hæst á lopti um miðnætti, en ekki nema 7 mælistigum fyrir ofan sjóndeildarhring í Keykjavík. Seinast í Sept. er hann í hádegisstað kl. S á kvöldin; hann stendur þá kyr og gengur þar eptir til ársloka austur á við í Steingeitarmerki. Haun kemur þá æ fyr í hádegisstað, við árs- lokin kl. 2'lt, en er ætið mjög lágt á lopti. Satúrnus stendur gagnvart sól 19. Febr. og sjest nærri því alla nóttina hina fimm fyrstu mánuði ársins. Sumarmánuðina er hann hulinn í geislum sólarinuar, en í miðjum September kemur hanu f ljós fyrir sólaruppkomu á austurlopti; hann kemur síðan fyr og fyr upp, svo að hann undir lok Nóvembermánaðar kemur upp um miðnætti. Hann heldur sig allt árið í Ljónsmerki; þar er hann fyrst á vesturferð, en frá 28. Apríl til 28. December er hann að þokast austureptir. 28. Marts og 30. Maí gengur hanu liðugu mælistigi fyrir norðan björtustu stjörnuna í Ljóni, fUgulus (Ljónshjartað).

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.