Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1890, Síða 60
14. marz. Neðrí málstofan samþykkir frumvarp Bradlaugh’s um
að guðsneitendum skuli leyft að afleggja eið.
2S. apríl. Enska þingið fellir frumvarp um sjerstaka stjórn Ir-
lands með 282 atk. gegn 195.
27.júní. Enskaþingið fellir vantrausts atkvæði Morley’s til Salis-
bury ineð 336 atk. gegn 273.
15-júlí. Lesið upp bijef frá páíá í kirkjum írlands móti aðferð
íra í frelsisbaráttu þeirra.
Um sumarið framin mörg hryllileg morð á kvennmönnum í
þeim part af London, sem heitir Whitechapel.
22. okt. Byrjar dómsnefndin i máBnu milli Parnell’s og blaðsins
Times’ störf sín.
18. des. Grenfell hershöfðingi vinnur sigur við Suakim.
21. Bijef frá Stanley frá 21. ág. að hann sje heill á hófl og hafi
skilið við Emin pascha í bezta gengi, áður var kominn fregn
um að Osman Digma hefði tekið þá báða höndum.
Frakkland.
ö.jan. Kosið til öldungaráðsins, 61 þjóðveldisinna og 21 af
íhaldsflokkunum.
27. marz. Boulanger hershöfðingja vildð frá herforustu.
30. Káðaneyti Tirard’s segir af sjer.
3. apríl. Floquet myndar nýtt ráðaneyti.
15. Boulanger valinn til þings í kjördæminu Nord með 172528 atk.
4. júní. Boulanger’s frumvarp um breyting á ríkislögunum fellt
með 377 atk. gegn 186.
12. Boulanger segir af sjer þingmennsku, Floquet skorar hann á
hólm. Jþeir berjast daginn eptir, Boulanger særist.
8. ág. Einn af hershöfðingum frá Parisarupphlaupinu 1871 Eudes
grafinn, miklar róstur á kirkjugarðinum, 15000 fylgdu.
19. Boulanger valinn í þremur kjördæmum.
15. sept. Floquet framsetur endurskoðunarfrumvarp.
25. oktbr. Derouléde lýsir yfir, að Boulanger sje hinn eiginlegi
foringi franska þjóðvinaíjelagsins (patriotligunnar).
15. des. þingið neitar að styrkja Panamaskurðarijelagið.
Pýzkuland.
14.jan. Byijar þing Prússa.
4. febr. Auglýstur sambandssamningurinn frá 1879 milli Austur
ríkis og þýzkalands.
6. Samþykkir þingið eptir langa ræðu frá Bismarck að tekið sje
lán 180 mill. Rkm. til aukningar hersins.
8. Samþykkt herlögin.
17. þingið lengir gildi sósíalista laganna um 3 ár.
9. marz. Deyr Vilhjálmur keisara hinn fyrsti, 91 árs.
17. Ávörp Friðriks keisara þriðja til þjóðarinnar eru birt ogvekja
mikla gleði hjá framfaraflokknum. í lok þess mánaðar mikið
tjón af vatnavöxtum í Norður þýzkalandi.
8. júní. Puttkammer innanríkisráðherra einn af svæsnustu íhalds-
mönnum verður að segja af sjer.