Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1890, Page 76

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1890, Page 76
SKRÍTLUR. Biflíu-Björn var maður biflíufastur og kryddaði einatt mál sitt með kjarnyrðum úr biflíunni, en ekki var lanst við, að honum færist það stundum nokkuð klaufalega. Einusinni kom Björn votur og hrakinn úr póstferð til amt- mannsins, sagði hann þá við Björn, að honum mundi ekki veita af að fara til kvennfólksins og íáta það velgja sjer. Bifiíu-Björn svaraði því brosandi: »Skrifað stendur, þú skalt ekki f eista drottins guðs þíns«. sf: Einu sinni var amtmaður á ferð og kom á heimili Bjarnar. Honum þótti vænt um komu amtmanns og tekur á móti honum berhöfðaður, með þessum orðum: »Jeg segi nú eins og hundraðshöfðinginn í Kapernaum, herra minn: þjer eruð ekki þess verðugurað koma innímínhús«. Biflíu!-Björn og Björn Lognhattur mættust eitt sinn í blíðu veðri og blæja logni á Löngufjöru. »það fýkur ekki af þier hatturinn í dag nafni minn, sagði Biflíu-Björn. það fjúka ekki heldur blöðin úr biflíunni þinni nafni minn«, sagði Björn Lognhattur. * Styrbjörn sem fyrir mörgum árum var alþekktur flakkari liafði farið beiningaför um Bárðardal. Á leiðinni þaðan mætir liann öðrum húsgangi, sem ætlar í sömu erindum inn í dalinn. Hann hafði ekki verið þar fyrr og spyr Styrbjörn tíðinda og hvernig fólkið sje. StjTbjörn svarar því og segir: »fólkið er gott, en þú veiður að bera þig hörmulega«. •fí * [jórður á Sporði var _ glimumaður mikill á ýngri árum sínum, en hæglátur jafnan. Á efra aldri kom hann eitt sinn þar er menn glímdu; nokkrir gárungar neyddu hann til að glíma við sig, en það stóð ekki á löngu, þar til hann hafði skellt þeim öllum. Settist hann þá á þúfu, hristi höfuðið ogsagði: »þóttust menn og voru ekki, vildu glíma en gátu ekki«. * »Guð hjálpi mjer, en tilhvers er það —, jeg verð að fara til hans Arngríms míns» (ljáasmiðs) sagði kallinn, þegar hann rak spíkina sina í stein og braut hana. * Jón: Komdu sæll, Páll minn! pú skröltir þó ennþá, gamla hróið. Hvernig líður þjer? Páll: Ó! jeg er orðinn ofurhrumur og rjett á grafarbakkanum. Jón: Ojæja, vesalingur. Við vorum einusinni góðkunnugir, víst er um það. Láttu mig vita þegar þú deyrð; jeg skal fylgja þjcr til grafar, vertu viss um það. Páíl: þakka þjer fyrir Jón minn, það var þín von og vísa. Vertu nú sæll. * * ^ A. [>ú ert nýkominn hingað til Ameriku, hvað ætlar þú nú að taka fyrir þig.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.