Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1890, Side 80

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1890, Side 80
rujer eins og í hitt eð fyrra, að þegar jeg losaðist við eitt, þá korau tvö í staðin. * * * pú ert svo áhyggjufullur laxmaður, yfir þessum hraðfrjetta- miða, er einhver ættingi þinn nýdáinn? Nei! þeir lifandi eru ef til vill fremur ofmargir en of í'áir — tvíburar. * * * — Með leyfi! er þetta ekki frú Jensen? — Nei! jeg er frú Jakobsen, en jeg hefi samt haft þá ánægju að sjá yður áður, beld jeg, eruð þjer ekki frú Petersen? — Nei, jeg er frú Sörensen. Ó fýrirgefið þjer! pá er það hvorug okkar. * * * Slátrafakonan: Hvernig líður litla drengnum yðar? Móðirin: Hann er altaf lasinn, og er ekki þyngri en 7 pd. ennþá. Slátrarakonan: Er það með beinunum, eða án þeirra. * * * Kristján: Pabbi! strákurinn hann Jakob kallaði mig hálvita. Jakob: Ja! en hann kallaði mig fyrst fábjána. Faðirinn: Verið þið ekki að fijúgast á í illu útaf þessu strákar, þið hafið báðir rjett. * Kennarinn: þið vitið börn mín góð, að bræður Jósefs Israel seldu hann í útlegð. Getið þið nú sagt mjer, að hverju leiti, að þeir eru mest ásökunarverðir fyrir þao? Kaupmannssonur átta ára: Já, jeg get það, — þeir seldu hann of ódýrt. * Ivennarinn: J)ið hafið líklega börnin góð tekið eptir því, í landafræðinni, hversu öllu er vísdómslega niðurraðað í náttur- unni; til dæmis að taka, sjáið þið, að allar stæztu og skipgengu árnar eru látnar renna fram hjá fjölb^'ggðustu og stæztu verzlunarborgunum. •S , * . * Atta atriði xítheimtast til að vinna mál. 1. margir peningar, 2. mikil þolinmæði, 3. góður málstaður, 4. góður málafærslumaður, 5. heimskur mótpartur, 6. dugleg vitni, 7. velviljaður dómari og 8. heppni. * A. Er hljóðið lengi að berast? B. það fer mikið eptir því hvert hljóðið fer. {ii gar liringt er til að kalla á rnenn til máltíða, þá fer klukknaldjóðið mílu á sekúndunni, en sje hringt til þess að menn fari úr rúminu á morgnana, þá kemst hljóðið ekki nema fáa faðma á kl. tímanum. Dómarinn: þú lilærð að dómnum sein ákveður að þú sknlir vera 10 ár í betrunarhúsinu, með 10 ára ærumissi. (66)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.