Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1984, Blaðsíða 8

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1984, Blaðsíða 8
Mynd3. Brolið andesít í Oddsskarðsgöngnm. Takið eflir samsiða sprungukerfi nær þverl á göngin. — Ljósm. Björn A. Harðarson. að lengd og var breidd þeirra ákveðin 4,3 m og hæð 5,3 m. Gert var ráð fyrir að jarðgöngin lægju nær alla leið í andesíthraunlagin AN, þ. e. a. s. andesíthraunlaginu, sem liggur undir setlaginu Asö. í því er öskulag, 10—15 cm þykkt, og er það eina kennilagið sem unnt er að rekja með nokkurri vissu í andesítsyrpunni í Oddsskarði. Andesít- hraunlögin sjálf eru svo keimlík að þau verða ekki greind hvert frá öðru úti við né með bergfræðilegum rannsóknum. Þykkt andesítlagsins AN er 10,4 m í stáli við suðurmunna, 12,8 m í borholu 1, 9,5 m í borholu 11 og 9,3 m í sniði við þáver- andi fyrirhugaðan norðurmunna. Mið- að við hæð jarðganganna, 5,3 m, má segja að þetta hraunlag sé í þynnsta lagi, en á öðru betra var ekki kostur og að auki var þetta eina hraunlagið sem talið var ná í gegnum fjallið. Við jarðganga- gerðina kom svo í ljós að jarðgöngin héldust alla leið í þessu lagi. í jarðfræðilegum útboðsgögnum var greint frá því að andesíthraunlögin væru glerkennd, hörð og straumflögótt, sjá mynd 3. Andesítið í Oddsskarði er ferskt, þ. e. óummyndað, þrátt fyrir háan aldur (11,9 milljón ár). Verktaka gekk illa að bora skotholur í bergið, enda má segja að handstýrðir borar henti ekki til að bora svo hart berg. Einnig vildu bor- stengurnar festast í holunum vegna hörku bergsins. Til viðbótar þessum erfiðleikum kom og að löngum unnu við þetta verk óvanir menn og þá einnig að mannaskipti voru tíð. Allt leiddi þetta til þess að verkið sóttist seint. Þá kom og til að fjárveitingar til verksins voru stopular og lá verkið niðri lang- tímum saman. Vinna við Oddsskarðs- göngin hófst vorið 1972 og henni lauk ekki fyrr en 1977. Að tillögu verktakans féllst Vegagerð ríkisins á að breyta legu jarðganganna þegar komið var um 250 m inn í göngin frá suðurmunna. Var norðurmunni færður um 25 m til austurs frá áður ákveðnum munna og halli aukinn. Jarð- göngin styttust við þess breytingu úr 595 m í 441 m. Vegna breytingarinnar varð að sprengja mikla gryfju inn í fjallið og að auki varð að steypa 195 m Iangan forskála við norðurmunna ganganna í stað áætlaðs 75 m skála, enda snjó- þyngsli meiri við hinn nýja munna. Breytingar þessar voru gerðar án samráðs við jarðfræðing verksins. Það kom fljótt í ljós að berg á þessari leið var mun verra en verið hafði í göng- unum til þessa. Gólf gangan fór niður úr andesítlaginu AN í 365 m og var komið í hlíð hins forna dals sem þarna er úr líparíttúffi. Síðan hélst túffið í gólfi og veggjum allt að norðurmunna í 441 m. Þetta líparíttúfflag stóð tiltölu- lega vel í veggjum, en það var síðan fóðrað með steinsteypu. Má segja að þessi berglagaskipun hafi ekki komið á óvart, því að færsla jarðgangann um 20 m til vesturs frá upphaflegri gangaleið var einmitt gerð til þess að forðast jarð- lögin sem andesítlögin skarast á móti í hlíð hins forna dals. Tvennt óvænt kom fram við gerð jarðganganna, annars vegar tveir litlir hraunhellar og hins vegar ein opin sprunga. Hraunhellarnir voru ofarlega í< gangasniðinu í 115 m og 125 m fjarlægð frá suðurmunna. Þeir voru 1—2 m á hæð og 4—5 m á breidd. Þeir voru því sem næst tómir nema á gólfi þeirra var leirkennt, rauðleitt set. I raun urðu hell- arnir, sem lágu skáhallt í jarðganga- stefnuna til NV, til lítils trafala þótt hreinsa þyrfti úr þaki þeirra losaralegar flögur. Þá var 5—10 cm víð, opin sprunga um 50 m frá suðurmunnanum og lá hún þvert yfir göngin. Ekki hafði verið gert ráð fyrir opnum sprungum í svo gömlu bergi og er í Oddsskarði. Lík- lega er þessi sprunga til komin vegna jökulfargs á ísöld. Úr sprungunni kom nokkurt vatn og seytlar vatn úr henni enn. Úr barrni sprungunnar hrundu 2—3 m1 og voru því settir styrktarbogar við hana. í heild má segja að jarðlög og aðstæður i jarðgöngunum í Oddsskarði hafi verið svipuð því og gert var ráð fyr- ir við jarðfræðilegan undirbúning verksins. Jarðgöngin héldust í andesít- hraunlaginu AN mest alla leið. Stæðni andesítlagsins var svipuð og gert var ráð fyrir. Smávægilegt hrun varð aðeins við opnu sprunguna, sem áður var getið. Steinlos úr lofti og veggjum var smá- vægilegt og ekki meira en búast má við í jarðgöngum á íslandi þegar þau eru ekki styrkt jafnóðum. Leki í jarðgöng- unum er lítill og reyndar aðeins á einurn stað náttúrlegur en það er úr opnu sprungunni. Annar leki kemur úr holu eftir skotholubor sem boruð var haustið 1973 til að kanna jarðlög. Af jarðgangagerðinni í Oddsskarði má draga ýmsa lærdóma eins og jafnan þegar meiriháttar mannvirki eru gerð neðanjarðar. í sambandi við jarðfræði- rannsóknir má segja að þurft hefði eina kjarnaholu i viðbót og þá 30—40 m sunnan áætlaðs norðurmunna. Borhola þar hefði sennilega komið í veg fyrir breytingu á legu jarðganganna eftir að verkið var hafið. Um verkið sjálft má ýmislegt segja en helstu vandkvæðin voru vafalítið eftir- farandi: Bortæki voru ekki nægjanlega hentug fyrir svo hart berg sem andesít er og þá alls ekki þegar við verkið vinna óvanir menn og mannaskipti eru tíð. Einnig var eftirlit verkkaupa með verk- inu stopult og olli það ýmsum óþörfum misskilningi. Enginn vafi er á því að með þeirri vinnutækni og bortækjum, sem nú eru notuð við gerð neðanjarðarmannvirkja í Blönduvirkjun og með vönum mann- skap, mun jarðgangagerð á íslandi í framtíðinni verða auðveldari og ódýrari en hingað til. En til þess að svo megi verða, þurfa verkefnin að taka við hvert af öðru svo að verkþekking og reynsla glatist ekki. 70 _ TÍMARIT VFÍ 1984

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.