Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1984, Blaðsíða 10
STRÁKAGÖNG
Vegurinn um Siglufjarðarskarð var
opnaður til umferðar haustið 1946 og
þótti mikil samgöngubót á sínum tíma,
en fljótt kom í ljós, að vegasamband
þetta var ófullkomið því vegurinn var
oftast aðeins opinn 4—5 mánuði á ári.
Á árinu 1955 var byrjað að athuga
aðra möguleika til að koma Siglufirði í
öruggara vegasamband, og niðurstaða
af því voru tveir valkostir.
a) Núverandi vegur með sjó frá Hrauni
um Mánárskriður, Sauðanes, Stráka
og til Siglufjarðar.
b) Úr Nautadal í Fljótum um 3,5 km
löng jarðgöng gegnum Siglufjarðar-
fjall og í Fjarðarbotn (sjá mynd 1).
Fyrri tillagan var áætluð um 10
m.kr., en seinni 27 m. kr., og var sú
fyrri valin. Hér er um að ræða tölur á
verðlagi þess tíma og í gömlum krónum.
Á árunum 1957—58 var lagður vegur
frá Siglufirði að væntanlegum jarð-
göngum. Árið 1959 voru sprengd um 30
m löng tilraunagöng, en síðan gerist
ekkert í framkvæmdum fyrr en veturinn
1964—65, að vinna við jarðgöngin er
boðin út. Alls bárust 4 tilboð í verkið.
Lægstu tilboð voru frá Efrafalli sf. 18,2
m.kr. í einbreið göng og 20,4 m.kr. í tví-
breið göng. Framkvæmdir hófust
haustið 1965 og stóðu yfir í 2 ár.
Heildarkostnaður við jarðgöngin var
um 41 m.kr. á verðlagi þess tíma, eða 65
millj. nkr. á verðlagi í apríl 1983.
Miklar undirbúningsathuganir voru
gerðar, áður en framkvæmdir hófust,
en Þorleifur Einarsson jarðfræðingur sá
um jarðfræðilega hlið málsins, og gerir
hann grein fyrir því annarsstaðar í þessu
riti.
Aðalvandamálið, sem við bjuggumst
við, var hinn mikli fjöldi bergganga,
sem göngin lágu í gegnum, en sjálfir
berggangarnir reyndust harðir og
stæðnin góð, en í næsta nágrenni við
berggangana var bergið morkið og
lélegt. Á framkvæmdatímanum
þurfti að breyta legu ganga einu sinni,
m. a. vegna nýrra upplýsinga um jarð-
fræði bergsins, sem fengust með fram-
vindu verksins.
Af þessum ástæðum o.fl. tók spreng-
ing ganganna lengri tíma en áætlað var.
Víða voru göngin styrkt með stálbogum
á meðan á vinnu stóð, og síðan voru
þessir kaflar fóðraðir með steinsteypu.
Eftir að búið var að sprengja göngin
voru um 150 m af þeim fóðraðir með
steinsteypu, og á nokkrum stöðum voru
festir upp stálbogar í þak til að bægja
vatni, sem lekur úr fjallinu, af akbraut
út til hliðanna. Þar sem ekki eru stál-
bogar eða fóðrað með steinsteypu, er
öryggisnet fest upp í loftið til að grípa
lausa steina, sem annars gætu dottið
niður á akbrautina.
Göngin eru 4,3 m á breidd og 5,3 á
hæð í miðju ganganna (sjá þversnið á
mynd 3). Akbraut er steypt 3,2 m milli
kantsteina. í göngunum eru 4 útskot,
þar serr bifreiðar geta mæst. Heildar-
lengd ganga er 783 m.
Þegar verið var að undirbúa jarð-
göngin á Siglufirði, var mikið rætt um
hvort þau ættu að vera einbreið eða tví-
breið. Umferðin um þau réttlætir ekki
að þau séu tvibreið, en ef umferð á eftir
að aukast og nauðsyn krefði að breikka
þau, þá er nokkuð dýrt að gera það eftir
á því sprengdur rúmmetri í tvíbreiðum
göngum er miklu ódýrari ef það er gert
strax. Við útboð var óskað eftir til-
boðum í göng, sem voru annars vegar
4,3 m á breidd og hins vegar 7 m, og var
aukakostnaður við breiðari göngin ekki
nema unr 10,2% og þvi freistandi að
gera öll göngin 7 m breið. Tilrauna-
göngin sem gerð voru 1958, voru 7 m á
breidd. Endanlega var samt ákveðið að
1-
430
Mynd 3. Hönnunarþversnið af veggöngutn gegnum Stráka og Oddsskarð.
Oddskark
72 — TÍMARIT VFl' 1984