Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1984, Blaðsíða 17

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1984, Blaðsíða 17
Laxá III — Jarðgangagerð Grein byggð á erindi sem liöfundur flutti á ráðstefnu um jarðgöng á íslandi 3. apríl 1981. Níels Indriðason verkfræðingur: 1. UMHVERFI Laxá í S-Þingeyjarsýslu á upptök sín við Mývatn og fellur niður Laxárdal ca. 30 km leið niður að Laxárgljúfrum, en þar eru virkjanirnar staðsettar. Áin rennur siðan út Aðaldal og fellur út í Skjálfanda (sjá mynd 1). Á svæðinu neðan virkjana er mikil laxveiði en ofan þeirra nokkur silungsveiði. Fyrst var Laxá virkjuð við Laxár- gljúfur árið 1939, Laxá I, og er hún 4,6 MW og nýtir 38 m fa.Il. Árið 1952 var Laxá II tekin í notkun, en hún nýtir 29 m fall sem er neðan við Laxá I og er sú virkjun 8 MW. Rennsli Laxár er um 45 m’/sek. og er mjög jafnt allt árið. Fall árinnar niður Laxárdal er nokkuð mikið og myndast oft mikill krapi í ánni að vetri til og veldur erfiðleikum við virkjanirnar. 2. AÐDRAGANDI Eftir að Laxá II hafði verið byggð var áfram athugað um fullvirkjun Laxár. Hönnun Gljúfurversvirkjunar var lokið 1969. Fyrirhuguð virkjunarþrep voru þessi: 1. Ein vél 38 m fall 7 MW 2. Ein vél 60 m fall 15 MW 3. Einvél 84 m fall 27 MW 4. Tvær vélar 84 m fall 54 MW Við þessa virkjun hefði myndast 15 km langt lón í Laxárdal. Landeigenda- félag nágrannasveitanna kom í veg fyrir að þessar áætlanir næðu fram að ganga. Eftir að framkvæmdir voru hafnar var reynt að ná samkomulagi um minni virkjun með 60 m fallhæð og 36 MW afköstum en það tókst ekki. Vorið 1970 var samið við Norðurverk hf. um byggingu 1. áfanga Laxár III. Virkjunin var gangsett í október 1973 eða 3'A ári eftir að framkvæmdir hófust. Afköst hennar eru u. þ. b. 9 MW. 3. STUTT LÝSING Á MANNVIRKJUM Mest öll mannvirki eru inni í fjallinu austan árinnar (Geitafelli), sjá myndir 2 og 3. Inntaksgöngin opnast út í inntaks- lón Laxár I en inntaksmannvirki eru inni í fjallinu. Aðrennslisgöngin stefna í norðvestur samsíða gljúfrinu, 60—70 m frá því og á u. þ. b. 50 m dýpi frá yfir- borði. Framhjárennslisgöng ganga út frá þeim og opnast út í gljúfrið í fall- rennu. Við jöfnunarþróna taka göngin beygju í vestur og halli þeirra eykst. Hér eru göngin heilfóðruð með steinsteypu en neðst niður við lokahús stálfóðruð. Leiðin liggur síðan niður í gegn um lokahús og neðri hluta stöðvarhúss og út í frárennslisgöng. Frárennslisgöngin opnast út í inntakslón Laxár II. Spennisstæði er á hlaðinu framan við anddyrisbyggingu aðkomuganganna. Aðkomugöngin liggja inn í stöð og lokahús. í stöðinni er ein Francis túr- bína og framleiðir 9 MW. Helstu Níels Indriðason lauk fyrri hiuta prófi í verkfræði frá HÍ 1967 og prófi í bygg- ingaverkfrœði frá NTH í Þrándheimi 1969. Verkfrœðingur í Verkfrœðistofu Sigurðar Thoroddsen sf. frá 1969, með- eigandi frá 1975. Eftirlitsverkfrœðingur við Laxárvirkjun 1970—73, síðan við burðarvirkjadeild fyrirtækisins. stærðir virkjunarinnar koma fram í töflu 1. 4. JARÐGANGAGERÐIN Haustið 1970 var hafist handa við munna stöðvarhússganga og frá- rennslisganga jafnhliða, borað á öðrum staðnum og mokað burt sprengdu grjóti á hinum. Nokkuð var um bergstyrking- ar í munnunum (perfoboltar) og loks steyptur styrktarbogi í munna stöðvar- hússganga þar sem bergið ofan við hann var nokkuð stórstuðlað basalt með lóð- rétta kleyfni og vildi losna þegar sprengt var inni í göngum. TAFLA 1 Laxá III — Helstu stœrðir Aðrennslisgöng L= 550 m A = 50 m; ófóðruð Þrýstivatnsgöng L = 120 m A = 30 m! fóðruð 05,5 m til 3 m stálfóðruö Leið um lokah. og sth L= 20 m Frárennslisgöng L = 160m A = 60 m’ Vatnsvegur L = 850 m Inntaksgöng L = 30 m A = 50 mJ Framhjárennslisgöng L = 140 m A = 30 m3 4 Stöðvargöng L = 60 m A = 45 m* 1 2 Hjálpargöng L = 50 m A = 25 m2 Öll göng L= 1130 m Lokustrokkur 3x7 m Hæð = 45 m Jöfnunarþró 0 4 m Hæð = 30 m 014 m Hæð = 25 m Lokahús L = 22 m B = 6 m Hæð = 10 m Stöðvarhús L = 32 m B = 11 m Hæð = 30 m TÍMARIT VFÍ 1984 — 79

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.