Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1984, Blaðsíða 11
göngin skyldu ekki vera nema 4,3 m á
breidd, og var það ekki síst gert eftir til-
lögum jarðfræðingsins.
Fyrsta veturinn sem Strákagöngin
voru opin kom í Ijós að ekki mátti
frjósa inni i þeim, bæði vegna þess að
vatn sem lak úr þaki og fraus gerði ak-
brautina mjög leiðinlega til umferðar,
og svo einnig að bergið í göngunum,
sem er nokkuð lélegt, þoldi ekki þá
veðrun að þiðna og frjósa á víxl, þ.e.
hrunhætta mundi aukast að mun. Þess
vegna voru settar upp hurðir í ganga-
munna, sem unnt er að opna og loka
með því að ýta á hnapp sem er aðgengi-
legur úr bílstjórasæti. Jafnframt er
einnig möguleiki á að kynda þau, þ. e.
a. s. hitablásari er í báðum endum og
fara þeir af stað, ef einhver hefur svikist
um að loka á eftir sér.
Strákagöngin voru óupplýst í byrjun,
sem vakti mikla óánægju hjá vegfarend-
um, en samkvæmt norskum stöðlum
um lýsingu er það mjög kostnaðarsöm
framkvæmd og dýr í rekstri. Þess vegna
var fallið frá að setja upp lýsingu sam-
kvæmt þessum stöðlum, en í stað þess
voru sett upp nokkurs konar ratljós, og
hefur reynslan sýnt að vegfarendur eru
sæmilega ánægðir með þau.
ODDSSKARÐ
Jarðgöngin í Oddsskarði komu fljót-
lega til umræðu, eftir að lokið var við
jarðgöngin á Siglufirði. Jarðgöng þessi
liggja i Oddsskarði, en þar liggur vegur-
inn á milli Eskifjarðar og Neskaup-
staðar. Vegur þessi var einn af hæstu
fjallvegum landsins en göngin lækkuðu
hann um rúma 100 m. Á þessum síðustu
100 m í hæð lá vegurinn utan í fjallshlíð,
þar sem hann var skorinn inn i hlíðina
og fylltist þar að jafnaði af snjó í fyrstu
snjóum.
Jarðfræðiathuganir við þessi göng
voru allmiklu viðameiri, en við Siglu-
fjarðargöng, og voru m. a. boraðar
þrjár kjarnaborholur.
Þorleifur Einarsson sá um jarðfræði-
legu hliðina eins og áður og er vísað í
grein hans í þessu riti urn þær athuganir.
1 útboði var staðsetning jarðganganna
ákveðin að mestu í einu andesítlagi
(9,3—12,8 m þykku), sem er í 30—40 m
þykkri syrpu af andesítlögum, en þar
ofan á er um 45 m þykk syrpa af blá-
grýtislögum (sjá mynd 2). Ekki var gert
ráð fyrir berggöngum, sem niikið var af
í Strákagöngum, eins og áður hefur
verið greint frá. Þann 22. febr. 1972 var
verkið boðið út og náði útboðið yfir
byggingu á:
a) 595 m löngum jarðgöngum.
b) Byggingu á tveimur gangamunnum,
forskálum (65 m löngum Norðfjarð-
armegin og 10 m löngum Eskifjarð-
armegin) og lagningu á steyptum vegi
í gegnum göngin.
c) Styrkingu á gangaþaki og veggjum
og uppsetningu á hlífðarneti í loft
jarðganga, þar sem þau yrðu ófóðr-
uð, ásamt smíði og uppsetningu á
hurðum.
d) Byggingu á 710 m löngum vegarkafla
Norðfjarðarmegin og 1595 m löng-
um kafla Eskifjarðarmegin.
Gert var ráð fyrir að þversnið jarð-
ganga yrði það sama og í Strákagöngum
og var gert ráð fyrir þremur útskotum
með ca. 150 m millibili. Styrkingu í
þaki og veggjum skyldi hagað á sama
hátt og í Strákagöngum (sjá dæmigert
hönnunarþversnið á mynd 3).
Tilboð voru opnuð 11. apríl 1972 og
buðu þrír aðilar í verkið:
a) Gunnar og Kjartan sf. og Húsiðjan
hf. Egilsstöðum.
b) ístak hf., Reykjavík.
c) Norðurverk hf., Akureyri.
Tilboð Gunnars og Kjartans sf. og
Húsiðjunnar hf. reyndist lægst, eða 57
m.kr., og var þvi tekið. Verktaki réð ís-
tak hf. sem undirverktaka við jarð-
gangagerðina og hófst sprenging ganga
og vegagerð að göngunum þegar á árinu
1972.
Þegar byrjað hafði verið á ganga-
munna Eskifjarðarmegin og það verk
nokkuð komið af stað, var einnig
byrjað á munna Norðfjarðarmegin.
Kom þá í ljós, að jarðfræðilegar
aðstæður voru ekki eins og gert hafði
verið ráð fyrir. Á síðustu 150 m gang-
anna Norðfjarðarmegin kom í ljós eftir
nákvæmar jarðfræðirannsóknir, að
gangalína lá á mörkurn andesítlagsins
og setlags, og í framhaldi af þeim rann-
sóknum var ákveðið að færa ganga-
munnann Norðfjarðarmegin um 25 m
til austurs og breyta stefnunni og stytt-
ust þá sjálf göngin í 441 m.
Lengd forskála breyttist við þetta i
195 m. Einnig reyndist andesítlagið ekki
eins þykkt yfir þaki og búist var við
þannig að sums staðar var það ekki
nema um 1 m. Einnig komu fram hellar
og opnar sprungur. Nokkuð var því um
hrun úr veggjum og lofti meðan á
gangagerðinni stóð, og einnig kom fyrir
að stórar fyllur féllu niður úr lofti eftir
að gangagerð lauk.
Vatnsagi var töluverður en á afmörk-
uðum svæðum.
Vegna þess að berglögin voru óhag-
stæðari til jarðgangagerðar en gert var
ráð fyrir, varð framkvæmdin umfangs-
meiri og dýrari en áætlað var. í upphaf-
legri áætlun var gert ráð fyrir að verkið
kostaði um 1.015 m.g.kr. en endanlegur
kostnaður varð um 2.280 m.g.kr.,
hvorttveggja á verðlagi 1980, þ.e. um 77
millj.nkr. í apríl 1983. Munar þar mestu
um að forskálar lengdust úr 75 m í 195
m, svo og varð styrking og fóðrun all
miklu meiri en gert var ráð fyrir. í
Brei&adalshei&i
Borhola
TÍMARIT VFÍ 1984 — 73