Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1984, Blaðsíða 26

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1984, Blaðsíða 26
NW <t%iOO -JOJOJl Mynd 5. Stöðvarhús. Þversnið. geitarbor. Allar sprengingar gengu hér vel enda í góðu bergi (stórstuðlað basalt. Áfram var haldið upp i þrýstivatns- göng og farið í gegnum sama túfflagið og var í stöðvarhúshvelfingu. Á móts við jöfnunarþró lenda göngin í karga- bergi og jókst þá sprengiefnisnotkun úr 1,0 kg/mJ í 1,5 kg/m3. Við borun í kargaberg stífluðust bor- ar nokkuð oft og gekk borun nokkuð brösótt næstu 160 m. Aftur á móti var nær engin öryggishreinsun nauðsynleg á þessu svæði. Sprengiefnisnotkun hafði aftur minnkað niður í 1,3 kg/m3 og var borun 2,4 lm/m3. U. þ. b. 200 m ofan við jöfnunarþró voru göngin komin í jökulberg og gengu þá boranir og sprengingar vel en nokk- uð mikil öryggishreinsun nauðsynleg. Á sama tíma og unnið var við aðrennslisgöng var hafist handa við framhjárennslisgöng og opnaðist á milli þessara ganga í ágúst 1971. Boranir og sprengingar framhjárennslisganga gengu vel, sprengiefnisnotkun var 1,1 kg/m3 og borum 1,8 lm/m3. Á miðju sumri 1971 var byrjað að bora fyrir jöfnunarþró. Unnið var við boranir uppi á fjalli og ætlunin að vinna verkið á eftirfarandi hátt: Bora skyldi ca 27 holur (0100 mm) alveg niður í göng- in (u. þ. b. 50 m). Þessi borun átti að nægja til að sprengja út strokk ca 05 m. Átti að hlaða og sprengja ofan af fjalli, ætíð neðst í holunum, þannig 84 - TÍMARIT VFÍ 1984

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.