Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1984, Blaðsíða 28

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1984, Blaðsíða 28
Tveir frumherjar í íslenskum fiskiðnaði Jón Gunnarsson i byggingaverkfræðingur f. 15.2.1900, d. 4.6.1973 Guðni K. Gunnarsson efnaverkfræðingur f. 25.10.1925, d. 10.7.1984 Áratugum saman sóttu margir náms- menn og aðrir sumarvinnu til Siglu- fjarðar. Ég var einn af þeim og var þar flest sumrin á háskólaárum mínum 1934—42. Siglufjörður var sem kunnugt er um langt skeið miðstöð síldveiða og síldariðnaðar hér á landi. Að loknu námi og rannsóknum erlendis 1942 gerðist ég fastur starfsmaður Síldar- verksmiðja ríkisins og var það til árs- loka 1956. Fyrsta sumarið á Siglufirði 1934 fékk ég vinnu við byggingu einnar síldarverk- smiðja ríkisins, þeirrar, er síðar nefndist SRN. Árið 1937 réðst ég aðstoðarmaður Trausta Ólafssonar efnaverkfræðings á rannsóknastofu verksmiðjanna og í lok ársins var ég ráðinn til að veita rann- sóknastofunni forstöðu á sumrin og gegndi ég því starfi þannig til 1942, að undanskildu einu sumri, jafnframt náminu. Ég hefi því oft sagt við sjálfan mig og aðra að í raun hafi ég verið alinn upp með Síldarverksmiðjum ríkisins, en þær tóku til starfa 1930. Frá þessum árum er margs góðs að minnast og ekki síst margra ágætra manna, er ég átti samleið með í starfi. Ég vil hér minnast tveggja þeirra, mikil- hæfra dugnaðar- og athafnamanna, er mörkuðu djúp spor í þróun íslensks fiskiðnaðar. Þeir eru Jón Gunnarsson forstjóri og Guðni K. Gunnarsson verk- smiðjustjóri. Þegar ég kom til Siglufjarðar sumarið 1935 hafði ég ekki fengið trygga vinnu, en sótt um hana hjá Ríkisverksmiðjun- um, en ekki fengið svar. En það stóð ekki á svarinu, er ég kom. Ég ræddi við forstjórann, Jón Gunnarsson, og fékk stuttu síðar boð um að koma. Það var áliðið dags á laugardegi, næturverk- stjóri k-ominn á vakt og bræðsla hafin í verksmiðjunum. Jón fór með mér til verkstjórans í SRP-verksmiðjunni og tjáði honum, að þar ætti ég að vinna, en verkstjóri svaraði þá, að ég skyldi koma á mánudagsmorgun, en Jón svaraði um hæl: „Getur hann ekki byrjað strax?” Ég vann þá fram á sunnudag. Ég tel mig muna þessa för okkar á fund verkstjór- ans eins og hún hefði gerst í gær. Maður gleymir ekki slíkri stundu. Þetta voru fyrstu kynni mín af Jóni Gunnarssyni, en þau áttu eftir að verða allnáin eða til ársloka 1944, er Jón hætti störfum hjá Síldarverksmiðjum ríkisins til þess að taka við starfi hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna í Bandaríkjunum, sem síðar verður getið. Við gengum hratt eins og Jón gerði oftast og það sópaði að honum. Flann var kvikur í hreyfing- um, fyrirmannlegur og ákveðinn. Jón var harðduglegur maður, áhugasamur og gjörhugull, hreinn í öllum viðskipt- um og fljótur að taka ákvarðanir. Á okkar samstarf bar aldrei skugga og það kom aldrei til ágreinings okkar á milli. Það var miklu fremur að hann hreif mann með sér með dugnaðinum og áhuganum. Svo var um fleiri en mig. Þegar ég hafði starfað nokkra daga í verksmiðjunni, var mér falið eftirlit með verki sem verktaki var að vinna fyr- ir verksmiðjurnar, svo að kynni okkar Jóns urðu talsverð þetta sumar. Síldveiðin brást illa þetta sumar, en undir haustið var farið að bræða karfa á Sólbakka og síðar á Siglufirði. Var það að frumkvæði dr. Þórðar Þorbjarnar- sonar og með styrk frá Fiskimálanefnd, en Þórður hafði sýnt fram á að lýsi úr lifrinni var sérstaklega vítamínauðugt. Stóð þessi starfsemi fram að stríði. Þó að hún væri ekki tiltakanlega stór í snið- um hafði hún mikla þýðingu á erfið- leikatímum. Farið var innan í allan karfann og lifrin hirt og brædd sér. Karfinn var svo að öðru leyti unninn í mjöl og lýsi. Það gekk á ýmsu þá um haustið og veturinn hjá forráðamönn- um verksmiðjanna. Jóni Gunnarssyni var sagt upp starfinu og stjórn verk- smiðjanna sett af með bráðabirgðalög- um, þar sem hún var talin óstarfhæf vegna rifrildis innan hennar, eins og haft var eftir einum helsta þingmanni stjórnarflokkanna, og ný stjórn skipuð. Hún sat til 1938, er ný stjórn var kosin samkvæmt nýjum lögum og var þá Jón aftur ráðinn forstjóri og var það í 7 ár eða til ársloka 1944 eins og áður er getið. í tíð Jóns Gunnarssonar var yfirleitt góð og oft mjög mikil síldveiði nema 1935. Var þá oft helsta vandamálið að ráða við hina miklu síld. Á þessum ár- um voru allar ríkisverksmiðjurnar á Siglufirði stækkaðar og endurbættar og ný 5000 mála verksmiðja reist frá grunni á Raufarhöfn á mjög skömmum tíma, en þar var lítil verksmiðja fyrir. Til stækkana verksmiðjanna á Siglufirði voru keyptar notaðar bræðsluvélar frá Bandaríkjunum og munu þær hafa fengist fyrir gott verð. Jón var kunnug- ur vestra, því að hann hlaut sína verk- fræðimenntun við University of Minne- sota og Massachussetts Institute of Technology, sem eru meðal kunnustu háskóla Bandaríkjanna. Hann starfaði þar og að verkfræðistörfum í nokkur ár. Eins og sjá má af því, sem nú hefir verið rakið voru þau ár, sem Jón starf- aði hjá Ríkisverksmiðjunum, mikil framkvæmdaár og mikil aukning á starfseminni. Verður þetta ekki rætt nánar hér en starfi Jóns verða eflaust gerð verðug skil í þeirri sögu íslenskra síldveiða og síldariðnaðar, sern nú er unnið að. Af mörgum góðum samstarfsmönn- um, er ég hafði á rannsóknastofunni er Guðni K. Gunnarsson í hópi þeirra minnisstæðustu. Hann var samstarfs- maður minn tvær vertíðir laust eftir stríðið. Guðni var afburða starfsmaður, duglegur, fær og ákveðinn. Hann var vel gefinn, samviskusamur og reglusam- ur og hafði til að bera óvenju góða framkomu í öllu. Það duldist engum, 86 — TÍMARIT VFl 1984

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.