Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1984, Blaðsíða 9

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1984, Blaðsíða 9
Jón Birgir Jónsson yfirverkt'ræðingur: V: . . Yeggöng á Islandi Grein l)y(>t>rt ú erindi sem höfundur flulti ú rúðstefnu um jurð(>önt> ú íslandi 3. apríl 1981. Veggöng cru þau jarðgöng, sem ætluð eru fyrir umferð ökutækja, og mun nú verða reynt að gera þeim veg- göngum skil, sem Vegagerðin hefur staðið að á undanförnum árum. Um allflest mál sem tengd eru hönnun vegganga, gilda sömu reglur og um venjulega vegi væri að ræða, t. d. geometriskar kröfur háboga og lágboga í lóðréttu plani, vegsýn, stöðvunar- lengdir o. fl. En þó reynt sé að fara eftir þeim eins og unnt er, þá má segja að í mörgum tilfellum takmarki jarðfræðin möguleika þess að framfylgja þessum kröfum. Sem dæmi má nefna, að radíus í láréttum boga i Strákagöngum varð óhjákvæmilega um 250 m og vegsýn því um 80 m, en það samsvarar um 40 km/klst. í hönnunarhraða, ef um venju- legan veg væri að ræða, hvað þá um myrk jarðgöng. Annað dæmi er, að há- bogi í göngum í Oddskarði er með 1000 m radíus og 10% halla, þegar komið er úr boganum, en það samsvarar um 45 km/klst. í báðum þessum tilfellum hefði verið æskilegt að hönnunarhraði væri 60—70 km/klst. en þar sem um- ferðin um þessi göng er ekki nema 100—150 bílar/dag yfir sunrarmánuði, er ekki réttlætanlegt að auka verulega á kostnað við verkið til að hækka hönnunarhraða. Haustið 1948 var lokið við að gera fyrstu veggöngin, en þau eru á veginum milli ísafjarðar og Súðavíkur. Fram- kvæmdir við þetta verk gengu mjög illa vegna hörku bergsins, en það er blágrýtisgangur sem gengur í sjó fram, og göngin einungis 20—30 metra löng. Atvinnudeild Háskólans, sem þá var sú rannsóknarstofnun sem flestir sneru sér til, kannaði þetta smástuðlaða og fínkornótta berg, og kom í ljós, að harka þess reyndist vera 250—300 Brinell, miðað við sænskt granit sem er um 150 Brinell, og rúmþyngd um 3,0. Á þessum tíma voru ekki til tímahvellhett- ur, og varð því að sprengja þversniðið í Jón Birgir Jónsson lauk f. hl. prófi í verkfrœði frá Hl 1959, prófi í bygginga- mörgum áföngum (1,1 kg af sprengiefni verkfrœði frá DTH í Khöfn 1962. Fram- fór á m! (Polar-Ammon-Gelignite haldsnám við University of California 30%)). 1963-64 og við DTH, Inslitulel for Til gamans má geta þess hér, að á Anlœgsteknik 1977. Verkfr. hjá Vega- árunum 1973 eða 1974 voru gerð 9—10 Serð ríkisins 1962 og hjá ráðgjafarfyrir- m löng jarðgöng í Hellisvík, sem er við tceki Ramböll og Hannemann prof. clr. Skjálfandaflóa vestan megin. Göng tech. íKhöfn 1962-63. Umdæmisverkfr. þessi eru á fjárrekstrarleið, en sjór hafði ^já Vegagerð ríkisins á Norðurlandi brotið niður þá leið sem áður var farin. vestra 1964-65 og á Suðurlandi 1966-69, Þversnið þessara ganga er um 2—3 m á samhliða því deildarverkfr. vegadeildar hæð og svipað á breidd, en þau eru ein- 1966-74. Yfirverkfr. framkvæmdadeild- göngu ætluð skepnum og gangandi arfrá 1974. mönnum. Göngin opnast inn í helli, sem

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.