Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1984, Blaðsíða 27

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1984, Blaðsíða 27
að hver „salvi” hryndi niður í göngin og væri mokað þaðan út. Þegar þessari miklu borun var lokið var byrjað að hlaða og sprengja en svo illa tókst til að „salvarnir” hreinsuðu sig ekki niður í göngin heldur brann á milli hola og þær eyðilögðust. Eftir að sprengt hafði verið þrisvar sinnum var gefist upp við þessa aðferð. Þá var valinn sá kostur að þræða stál- vír ofan af fjalli niður í gegn um heila holu og karfa hengd i hann. Úr körf- unni var borað upp fyrir sig með „fót- borum” og sprengdur strokkur, 2,0 x 2,0 m alla leið upp úr. Tæplega 2ja m „inndrift” náðist í hverri sprengingu. Gerð þessa strokks var tafsöm. Síðan var jöfnunarþróin boruð út og sprengd ofan frá í rétt mál (014 m í efri hluta og 05 m í neðri hluta) og fór allt efni í gegnum áðurgerðan strokk niður i göngin þaðan sem því var mokað út. Við gerð stærri strokksins (014 m) var Bröyt-gröfu slakað niður í strokkinn eftir hverja sprengingu og mokaði hún efninu niður í miðstrokkinn. Áfram var haldið með aðrennslis- göngin ofan við greiningu í nokkuð sprungnu basalti. í beygjunni ofan við greiningu var farið í gegnum nokkuð stóra leirfyllta sprungu, gekk hún langs með göngunum og kom talsvert vatns- rennsli úr henni. Síðar var steypufóðrað upp fyrir þessa sprungu. í efsta (syðsta) hluta aðrennslisganga er túff í gólfi og veggjum en basalt i hvelfingunni. Algeng sprengiefnisnotkun þar var 1,2 kg/mJ og borun 2,1 lm/mJ. Lokustrokkur við greiningu var unn- inn á sama hátt og jöfnunarþróin og gekk það verk áfallalítið. Þó var vinna þar erfið vegna mikils vatnsaga og sóttist seint. Inntaksmannvirkin eru inni í fjallinu, stutt þvergöng inn yfir aðrennslisgöngin liggja að mestu í góðu basalti og gekk sprenging þeirra vel. Varnarstífla var gerð út í inntakslónið áður en aðrennslisgöngin voru opnuð út í lónið. Göngin voru ýmist ófóðruð (basalt), fóðruð með steypuásprautun í bendinet (túff og kargalög) eða heilfóðruð með 60 cm steyptum veggjum og kemur skiptingin fram á mynd 3. Þegar litið er til baka er óhætt að segja að jarðgangagerð við Laxárvirkj- un hafi gengið vel og að fátt hafi komið á óvart í því verki. Mynd 6. Stöðvarhús. Gólf í 73.200. Grunnmynd. TÍMARIT VFÍ 1984 - 85

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.