Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1908, Page 46

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1908, Page 46
Hákon 'VII- Noregslionungnr. Eftir að slitið hafði verið sambandi þeirra frænd- þjóðanna Svía og Norðmanna, mun margur hafa bú- ist við því, að Norðmenn breyttu alveg um stjórnar- skipun í landi sínu, •— bygðu með öllu út konung- dæminu og settu á stofn hjá sér lýðveldi í þess stað. Það var enginn leyndardómur, að minsta kosti síð- ustu 15 árin, að Norðmenn voru orðnir hjartanlega leiðir á, að eiga með annari þjóð sameiginlegan konung, enda sýndi atkvæðagreiðslan mikla 13. ág. 1905, hvernig þjóðin leit á það »happ«, sem henni hlotnaðist 1814, er hún, losnuð undan Dönum, gekk »af fúsum og frjálsum vilja« í bandalag við Svía. Sjaldan, ef nokkru sinni, hefir vilji einnar þjóðar komið jafn skýlaust fram, sem vilji hinnar norsku þjóðar í skilnaðarmálinu, er á öllu svæðinu frá Hammerfest suður á Líðandisnes ekki fundust nema 184 norskir menn, er halda vildu áfram sambandinu við bræðurnar austan megin Kjalar; en 368,211 greiddu atkvæði með fullum skilnaði. En hinu hefði vissulega mátt búast við, að hjá mörgum þessara sömu manna, er greiddu atkvæði móti því að eiga eftirleiðis yfir sér með Svíum sameiginlegan konung, hefði verið vöknuð sú óbeit á allri konungsstjórn, að sögu hins norska konungdæmis hefði verið með öllu lokið frá þeirri stundu, er Oskar II. lét af kon- ungdómi þar i landi. Það fékk þá ekki heldur dul- ist, að baráttan við Svía hafði aflað lýðveldis-hugsun- inni marga vini meðal Norðmanna, því aö óðar en konungdómi Oskars var lokið þar í landi, heyrðust ýmsar raddir í landinu í þá átt, að nú bæri að nota tækifærið og breyta algerlega um stjórnarfyrirkomu- (36)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.