Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2004, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2004
Fréttir DV
..... ■,
Sigríður Anna
Þórðardóttir, til-
vonandi umhverf-
isráðherra „Jafn-
réttismál eru mér
mjög hugfólgin."
Siv Friðleifsdóttir
umhverfisráð-
herra Ólgan innan
Framsóknar virðist
ekki ætla að hjaðna.
Sleginn á
Lundanum
Nokkur erill var hjá lög-
reglunni í Vestmannaeyj-
um í síðustu viku eftir
nokkrar rólegar vikur. Ein
líkamsárás var kærð eftir
skemmtanahald helgarinn-
ar og átti hún sér stað á
veitingastaðnum Lundan-
um. Þarna hafði gestur á
Lundanum ráðist að manni
og slegið hann í andlitið.
Ekki var um alvarlega
áverka að ræða. Árásar-
maðurinn var handtekinn
og fékk að gista fanga-
geymslu lögreglu þar til
víman rann af honum en
hann var nokkuð við skál.
Góð ávöxtun
hjá Framsýn
Raunávöxtun Lífeyr-
issjóðsins Framsýnar
fyrstu sex mánuði ársins
2004 nam 18,4% á árs-
grundvelli og hefur hrein
eign sjóðsins hækkað
um tæplega 7,8 milljarða
króna frá áramótum.
Góða ávöxtun má rekja
til góðrar ávöxtunar á
hlutabréfamörkuðum en
einnig hefur náðst ár-
angur við að stýra geng-
isáhættu í tengslum við
erlendar eignir sjóðsins.
Rekstrarkostnaður sjóðs-
ins lækkaði milh ára, var
0,8% af eignum fyrri
hluta síðasta árs en 0,6%
fyrstu sex mánuði þessa
• árs og er það með því
lægsta sem þekkist hjá
íslenskum lífeyrissjóð-
um.
SPRON slær
afkomumet
Sparisjóður Reykjavikur
og nágrennis tilkyimti um
afkomumet í gær. „Afkoma
SPRON fyrstu sex mánuði
ársins 2004 er sú besta í
sögu sjóðsins", segir Guð-
mundur Hauksson spari-
sjóðsstjóri SPRON. „Starf-
semi SPRON hefur styrkst
mikið undanfarin ár og er
eigið fé nú að nálgast 6
mUljarða króna. Utíán hafa
aukist um 18% og innlán
um 12% það sem af er ár-
inu. VanskilahlutfaU
SPRON er nú mun lægra en
síðustu ár, þannig að þróun
mála hefur verið SPRON
einkar hagstæð. Fjárfest-
ingar sparisjóðsins í hluta-
bréfum eru þó sá liður sem
mestri ávöxtun skilar."
Framsóknarkonur eru æfar yfir því að Siv Friðleifsdóttir var rekin úr umhverfis-
ráðuneytinu. Sigríður Anna Þórðardóttir mun taka við embætti hennar. Hún segir
að ekki megi gleyma því að þótt Siv fjúki þá fækki ekki konum í ríkisstjórn. Deil-
urnar innan Framsóknar séu innanflokksmál og hún óttist ekki að þær muni
skaða ríkisstjórnarsamstarfið.
Ekki gleyma því að
ég er kena
„Jafnréttismál eru mér ofarlega í huga,“ segir Sigríður Anna
Þórðardóttir tilvonandi umhverfisráðherra. Ólgan innan Fram-
sóknarflokksins með brottfall Sivjar Friðleifsdóttur stigmagnast
enn. Lítið hefur samt heyrst í Sigríði Önnu sem mun í næsta
mánuði verma hið umdeilda sæti kynsystur sinnar í Framsókn-
arflokknum.
„Mér finnst mjög
gott að það fækki
ekki konum í
ríkisstjórn.
„Það gleymist kannski í umræð-
unni að það fækkar ekki konum í
ríkisstjórn," segir Sigríður. „Það er
bara þannig og þetta snertir ekki
neitt hvernig ég kem inn í ráðuneyt-
ið. Þarna eru menn að ræða saman
innan flokks. Þetta er mál framsókn-
armanna."
Sigríður vill ekki tjá sig um hvort
hún hefði viljað sjá annan ráðherra
Qúka en Siv Friðleifsdóttur. Hún tek-
ur hins vegar skýrt fram að jafnrétt-
ismál séu eitthvað sem stjórnmála-
flokkar þurfi að hafa í huga.
Jafnrétti mikilvægt
„Jafnréttismál eru mér mjög hug-
fólgin. Ég var kosin í sveitarstjórn
árið 1978 þegar mun færri konur
voru í stjórnmálum en í dag. það
hafa oröið miklar breytingar en
menn verða samt alltaf að halda
vöku sinni."
Spurð um ástandið í Sjálfstæðis-
flokknum segir Sigríður að þar hafi
skipst á skin og skúrir.
„í dag eru samt færri konur í
þingflokknum eftir síðustu kosning-
ar en á kjörtímabilinu þar á undan,"
segir hún. „Það er eitthvað sem við
þurfum að bæta.“
Ríkisstjórnin í hættu
Ástandið í Framsóknarflokknum
hefur ekki verið upp á marga fiska.
Óánægjuþingmenn eins og Kristinn
H. Gunnarsson og Jónína Bjartmarz
hafa sett spennu í ríldsstjórnarsam-
starfið. Er Sigríður Anna hrædd við
að Siv muni bætast í þennan hóp og
setja ríkisstjórnarsamstarfið íhættu?
„Nei, ég hef ekki trú á því að þetta
skaði ríkisstjórnarsamstarfið," segir
Sigríður. „Þetta er innanflokksmál
hjá Framsókn og þeir takast á við
það á sínum forsendum. Mér finnst
Siv hafa staðið sig afar vel og mun
taka við ágætu búi."
Það verður því öflug kona sem
kemur inn fyrir konu í umhverfis-
ráðuneytið. Jafnrétti verður því við-
haldið þrátt fyrir að innan Fram-
sóknarflokksins kraumi eldar.
„Mér finnst mjög gott að það
fækki ekki konum í ríkisstjóm," seg-
ir Sigríður. „Það hefði verið áhyggu-
efni ef það hefði gerst."
simon@dv.is
Björn Bjarnason svarar engu um hæfnisskilyrði hæstaréttardómara
Björn taldi sig og Jón Steinar í sama liði
„Starfið hefur verið auglýst, ferliö
við skipun dómara er ljóst, ég tek
mína ákvörðun í samræmi við það."
Þannig svaraði Bjöm Bjamason
dómsmálaráðherra sex spumingum
DV um hvað hann myndi hafa að leið-
arljósi við skipan hæstaréttardómara.
Umsóknarfrestur um stöðu dóm-
ara rennur út á morgun. Aðeins einn
hefur tilkynnt að hann hafi sent inn
umsókn um starfið, Jón Steinar
Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður.
í Ijósi þess hversu umdeild síðasta
Hvað liggur á?
skipan Bjöms í embætti hæstaréttar-
dómara var, hafði DV áhuga á að
spyrja Bjöm hvaða sérþekkingu hann
teldi nú að nauðsynlegt væri að nýr
dómari tæki með sér inn í Hæstarétt.
Síðast skipaði hann Ólaf Börk Þor-
valdsson þvert á álit Hæstaréttar og
fór á svig við bæði jafnréttislög,
að mati kærunefndar jafméttis-
mála, og góða stjómsýslu að mati
umboðsmanns alþingis. Þá rétt-
lætti hann ákvörðunina með því að
hann hefði talið rétt að fá inn
þekkingu á Evrópurétti, v
„Það liggur á að vinna tvær heimildarmyndir sem ég er að gera, “ segir Þorsteinn Jónsson
kvikmyndagerðarmaður.„Önnur heitir Annað lifÁstþórs og fjallar um ungan bónda á
Rauðasandi sem missti fæturna I umferðarslysi fyrir tveimur árum. Flann er búinn að vélvæða
allt hjá sér með nútímagræjum og stendur sig rosalega vel í búskapnum; er að heyja hund-
rað hektara i sumar. Hin myndin er um gamla fólkið inni á vistheimilinum og ergerð í sam-
vinnu við Hrafnistu. Svo er ég að fara að kenna í Kvikmyndaskólanum í vetur. *
sem Ólafur Börkur hefði eftir Meist-
aranám við háskólann í Lundi.
Meðal þeirra sem komu frarn til að
verja ákvörðun Bjöms var Jón Steinar
Gunnlaugsson. Sérstaklega var hann
harður í vöminni gegn kærunefnd
—-i.. 0g vitnar Bjöm til
þess á heimasíðu sinni.
Bjöm vildi ekki svara spum-
ingum DV um til hvaða sjónar-
miða hann liti við skipan dómara
að þessu sinni eða að hve miklu
leyti hann myndi taka tillit
til umsagnar Hæstarétt-
UL
Jón Steinar Gunn-
laugsson Sá eini
sem hefur sótt um
starf hæstaréttar-
dómara. Umsóknar-
frestur rennur út á
morgun.
ar í þetta sinn.
Hann vildi
heldur ekki
svara því hvort
það væri lík-
legra en síðast
að hann skip-
aði konu í
embættið.
Þá spurði DV hvort til greina kæmi
að hann viki sæti við skipunina vegna
tengsla við Jón Steinar. Bjöm svaraði
því ekki. í hita fjölmiðlamálsins skrif-
aði Bjöm á heimasíðu sína um um-
fjöllun fjölmiðla: „Höggin á okkur
Davíð, Hannesi
Hólmsteini og
Jóni Steinari
em líklega látin
dynja til að
hafa áhrif á
sáiir í liði
stuðningsmanna
okkar."
kgb@dv.is
Björn Bjarnason Taldi að skrif Frétta-
blaðsins og DV væru til þess fallin að hafa
áhrifá sálir íliði stuðningsmanna Davíðs
Oddssonar, Hannesar Hólmsteins, Jóns
Steinars og sinna.