Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2004, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2004, Side 12
7 2 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST2004 Fréttir DV Ali G hent út af Andy Rooney Breska spaugfuglinum Ali G var hent út af skrif- stofu hins þekkta sjón- varpsmanns Andys Rooney nýlega eftir að Ali G hafði gabbað Rooney með einu af sínum fölsku viðtölum. Rooney mun hafa misst stjórn á skapi sínu er upp komst um spaugið. í miðju viðtalinu mun Ali G hafa kallað Rooney rasista þar sem Rooney var stöðugt að gera athugasemdir við mál- far Ali G. Rooney stóð í þeirri meiningu í upphafi að viðtalið væri fyrir „breskan fræðsluþátt um ungt fólk" og að þeir vildu ræða við Rooney um popp- menningu nútímans. Sá gamli, sem unnið hefur við 60 minutes í 37 ár, hafði víst engan húmor fyrir upp- átækinu. Mótmælir ólympíuklámi Trúarleiðtogi einn í Kúveit hefur gagnrýnt sjón- varpið þar í landi fýrir að sýna fþróttakonur á ólymp- íuleikunum í „afhjúpandi og ósiðlegum klæðum". Klerkurinn Awaad Barad al Enezi segir að sjónvarpsút- sendingar frá kvennaíþrótt- um í Aþenu séu „klúrar og klámfengnar". Raunar gekk klerkurinn svo langt að segja að íþróttakonurnar sem sýndar eru í sjónvarp- inu væru svo léttklæddar að þær hefðu slæm áhrif á siðgæði alls samfélagsins í Kúveit. Sennilega hefur klerkurinn algerlega farið úr límingunum þegar strandblakið var sýnt þar í landi. ’„Viö Vestmannaeyingar erum ánægöir núna enda tókum viö! þátt ímenningarnótt um síð- \ ustu helgi," segir Andrés Sig- '■ urvinsson, framkvæmdastjóri, fræðslu- og menningarsviös Vestmannaeyja.„Viö settum upp sýningu I salnum I Ráð- húsl Reykjavíkur og helmingur hennar veröur Landsíminn opmn fram á mánudag. Liöiö er á pysjutlmann í Eyjum og menn hafa veriö aö bjarga pysjun- um, vigta þær og skrá og börnin hafa aö venju séð um að sleppa þeim. Stöö 2 ætlar aö halda Idol-keppni I bænum i næstu viku.í tengslum við það húllumhæ stendur fræöslu- og menningarsviö bæjarins fyrir upphitun fyrir keppnina." MarkThatcher sonur járnfrúarinnar Margaret Thatcher hefur verið handtekinn í Suður-Afríku vegna meintrar aðildar sinnar að valdaránstilraun í olíuríkinu Mið- baugs-Gíneu. Sagður hafa styrkt málaliðanna sem ætluðu að steypa stjórn landsins með fé og vistum. í Hér er Mark ásamt móður sinni, Margreti barónessu, við útförföður sins Dennis fyrr íár. Handtaka Marks kemur á sama tlma og rétt- arhöld standa yfir i tveimur löndum vegna tilraunarinnar til að steypa stjórninni í Miðbaugs-Glneu. Mark Thatcher sonur Margretar Thatcher fyrrum forsætisráð- herra Bretlands og nú barónessu hefur verið handtekinn af lögreglunni í Suður-Afríku vegna meintrar aðildar að valda- ránstilraun í olíuríkinu Miðbaugs-Gíneu í Afríku en tilraunin fór út um þúfur í mars á þessu ári. Thatcher er sagður hafa styrkt málaliða þá sem stóðu að hinu misheppnaða valdaráni með fé og vistum. Talsmaður lögreglunnar, Maka- hosini Nkosi, segir að verið sé að undirbúa ákæru á hendur Mark um að hann hafi brotið gegn lögum um vopnaaðstoð við erlenda aðila sem er í gildi í landinu. „Þetta er í tengslum við hugsanlega fjárhagsaðstoð og vistaflutninga í valdaránstilrauninni í Miðbaugs-Gíneu," segir Nkosi. „Við höfum þegar útvegað okkur húsleit- ar- og upptökuheimild og rannsakað heimili hans í Höfðaborg." Réttarhöld í tveimur löndum Handtaka Marks kemur á sama tíma og réttarhöld standa yflr í tveimur löndum vegna tilraunarinn- „Þetta er í tengslum við hugsanlega fjár- hagsaðstoð og vista- flutninga í valda- ránstilrauninni i Mið- baugs-Gineu." ar til að steypa stjórninni í Mið- baugs-Gíneu. I höfúðborginni Mala- bo berst meintur höfuðpaur valda- ránsins, suðurafríski vopnasalinn Nick du Toit, fyrir h'fi sínu í réttar- salnum. Hann hefur reynt að bera blak af þeim málaliðum sem þátt tóku í valdaránstilrauninni og segir að þeir hafi ekki vitað til hvaða verks þeir voru ráðnir. Alls eru 18 evrópsk- ir og suðurafrískir menn fýrir rétti í Malabo og eiga þeir yfir höfði sér allt að 86 ára fangelsi. Sjöú'u aðrir málaliðar eru í öðrum réttarhöldum sem fram fara í Simbave. Þar voru þeir allir hand- teknir í mars sl. um það bil sem þeir stigu upp í flugvél sem áttí að flytja þá til Miðbaugs-Gíneu. Einn málaliði enn, Þjóðveiji, lést í fangelsi í landinu fyrr á þessu ári en Amnesty Inter- national segir að grunur leiki á að hann hafi verið pyndaður í hel. Þriðji stærsti olíuframleiðand- inn Oh'uvinnsla hófst undan strönd- um landsins á miðjum síðasta áratug og er þaðan nú pumpað um 350.000 tunnum á dag inn á heimsmarkað- inn. Er landið þar með þriðji stærsti oh'uffamleiðandinn í Afrfku. Yfirvöld hafa sakað oh'usalann Eh Calil og fleiri erlenda fjármálamenn um að hafa staðið á bakvið valdaránstilraunina. Du Toit segir að fjármálamenn hafi staðið á bakvið hið misheppnaða valdarán en ætlunin hafi verið að koma hinum útlæga Severo Moto til valda. Hann dvelur nú á Spáni. Miðbaugs-Gíneu hefur verið stjómað með harðri hendi af forset- anum Teodoro Obiang sem komst til valda 1979 með því að drepa fyrrum einræðisherra landsins sem raunar var frændi hans. Höfuðpaur frá Eton Sá sem sagður er hafa skipulagt valdaránið er Bretinn Simon Mann, fyrrum námsmaður frá hinum þekkta Eton-skóla en nú málaliði í Afríku. Mann er einn af þeim sem er í haldi í Simbabve. Hann ásamt hinum þar í landi er ákærður fyrir tiltraun til að drepa forseta Miðbaugs-Gíneu, ólög- lega vopna- og sprengjueign, hryðju- verk og landráð. Óvænt búbót af ólympíuleikunum Met í töku á kókaíni slegið í Grikklandi Varaforsetinn Cheney ósammála Bush Cheney vill ekki banna hjónabönd homma Gríska lögreglan hefur nú slegið met í töku á kókaíni þar í landi en á tveimur dögum var lagt hald á tonn af kókaíni í bænum Kalamata. Hin mikla öryggis- og löggæsla í kring- um ólympíuleikana hefur gefið af sér óvænta búbót því kókaínsmygl þetta uppgvötvaðist sökum mikillar gæslu sem kom til vegna ótta við hryðjuverk. Á mánudag í þessari viku lagði lögreglan hald á 850 kíló af kókaíni í bát og íbúð í Kalamata. Og á þriðju- dag fundust 205 kíló í viðbót í kjall- ara í bænum. Gríska lögreglan hefur handtek- ið sjö manns vegna málsins. Fimm þeirra eru Grikkir, einn er ítali og Kókafn Grlska lögreglan hefur lagt hald á mikið magn afkókaíni. einn er Albani. Leitað er að einum manni í viðbót. Hann er sagður vera Rússi með falsað, grískt vega- bréf. Dick Cheney varafor- seti Bandaríkjanna er nú kominn upp á kant við George W. Bush forseta hvað varðar hjónabönd homma og lesbía þar í landi. Cheney hefur gef- ið út yfirlýsingu um að hann sé alfarið á móti því að alríkisstjórnin banni þessi hjónabönd. Cheney kom með þessa óvæntu yfirlýs- ingu á kosningafímdi þar sem hann var ásamt dóttur sinni Mary sem hefur komið út úr skápnum sem lesbía. Þessi erkiíhaldsmaður er eft- ir sem áður á móti hjónaböndum meðal samkynhneigðra. Hann vill bara ekki að al- ríkisstjórnin sé að blanda sér í þau mál hjá einstökum fylkjum í Bandaríkjunum. Fylkin sjálf eigi að fá að ráða hvort Þau leyfi þessi hjónabönd eða ekki en málið þykir mjög við- kæmt pólití'skt séð þar í landi. George W. Bush aftur á móti vill banna þessi hjónabönd með öllu og hefur sagt að slíkt bann eigi að setja inn í stjórnarskrá landsins. Hann hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir þá afstöðu sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.