Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2004, Síða 13
DV Fréttir
Frítt í strætó
á Akureyri
Allir Akureyringar fá
ókeypis mánaðarkort í
strætó sent á heimili sín
næstu daga. Með þessu er
verið að vekja athygli á
hagkvæmni þess að nýta
sér strætóferðir. Mánaðar-
kort í vagnana kostar 3.500
krónur en fastur kostnaður
við lítinn einkabíll er 4-500
þúsund krónur á ári. Þar
að auki hafa sum heimili
aukabíl. Á sama tíma og
gefins er í strætó tilkynnist
að leiðum verður fækkað
úr 10 í 4, mörgum stoppi-
stöðvum lokað og að einn
strætó verður á ferð á
kvöldin í stað tveggja áður.
Póstkortvar
42 árá
leiðinni
Póstkort sem sent var
frá París fyrir 42 árum
hefur loks borist réttum
viðtakanda í Þýskalandi.
Fyrir mistök setti send-
andinn írskt frímerki á
póstkortið og er það talin
orsök þess að kortinu
seinkaði svo mikið. Þýski
sjómaðurinn Klaus Phil-
ippi sendi systur sinni
kortið sem ber mynd af
Eiffel-turninum. Móðir
Klaus hefur enn sama
heimilisfangið og var á
kortinu en systir hans er
flutt í aðra borg. Móðirin
hringdi í Klaus um leið
og kortið barst og þakk-
aði honum sendinguna
fyrir hönd systurinnar.
Bakarífyrir
hunda
Bakarí í Sao Paulo í
Brazilíu selur, kökur, brauð
og snúða fyrir hunda.
Panetteria di Canni-bakarí-
ið er orðið geysivinsælt
meðal hundaeigenda og
selur um 8.000 kökur og
snúða í hverjum mánuði.
Allar uppskriftirnar eru
með súkkulaði og hunangi
en án sykurs og
hveitis. Dýra-
læknar hafa
lagt blessun
sína yfir afurð-
imar. Eigand-
inn Angelo
Carotta Neto segir í samtali
við blaðið Estado de Sao
Paulo að bakkelsið sé
einnig borðað af hundaeig-
endunum sjálfum. „Sumir
viðskiptavinimir deila snúð
með besta vini sínum."
—---—
Hass í Njarðvík
I upphafi vikunnar var
tvítugur karlmaður hand-
tekinn af lögreglunni í
Keflavík þar sem hann var í
bifreið sinni í Njarðvík. Við
leit í bifreiðinni fundust 68
grömm af hassi og þá hafði
hann einnig lítilræði af
hassi innanklæða. Að sögn
lögreglunnar telst málið
upplýst.
Fólk í lautarferð gekk fram á hross sem gengu hreinlega á
beininu vegna ofvaxinna hófa sem voru farnir að klofna og
brettast upp. Hestarnir farnir að beita fætinum rangt og orðn-
ir hjólbeinóttir og skakkir.
Illa hirt hross en
feit og pattaraleg
Þau fá nóg aö bíta
og brenna en ekki er
hugsað um þau að
öðru leyti en eins og
sjá má er faxið farið
að trosna og lafa.
Hófarnir farnir að
springa og fótur-
inn skakkur Hérmá
sjá h ve illa hófarnir
eru vaxnir fram og
hesturinn gengurá
beininu.
Gunnar Jónsson var með fólki í lautarferð í Hvalfirði þegar hann
gekk fram á illa hirt og kvalin hross. Hófar þeirra voru ofvaxnir
og hestarnir farnir að ganga á beininu. Helgi Sigurðsson
dýralæknir í Mosfellsbæ segir það gígantískt sárt fyrir
hrossin.
„Okkur blöskraði gjörsamlega og
ekkert annað okkar hafði séð
nokkxu þessu l£kt áður á hrossum.
Það var greinilegt að þeim leið ekki
vel því fætur þeirra voru farnir að
beygjast inn og þeir áttu ekki gott
með gang,“ segir Gunnar Jónsson
sem var á ferð innst í Brynjudalnum
um liðna helgi. Hann var þar ásamt
fleira fólki í góða veðrinu þegar þau
komu auga á hross á beit. Þegar
hestarnir nálguðust sáu þau hvernig
hófarnir vom ofvaxnir, klofnir og
farnir að brettast upp. „Við gáfum
þeim brauð sem við vomm með
þannig að þeir vom augljóslega
vanir mönnum og gæflr. Þetta voru
ekki nein stóðhross og því mætti
enn frekar ætla að eigendur þeirra
vissu af ástandi þeirra," segir Gunn-
ar sem sjálfur er alinn upp norður í
Húnavatnssýslu og vanur þaðan að
umgangast hross. Hann segir að
hestamenn sem hann hafi talað við
hafl allir verið sammála um að for-
kastanlegt væri að láta hófana vaxa
svona og skafa þá ekki þannig að
hestarnir gætu gengið eðlilega.
Gunnar segir að hrossin hafi verið
vel í holdum, en fax hafi líka verið
illa hirt og farið að lafa neðan úr því.
Helgi Sigurðsson dýralæknir í
bergljot@dv.is
Gunnar Jónsson Hon-
um blöskraði alveg að
sjá hvernig hrossin voru
og þekkti ekki slika með-
ferð úr sinni heimasveit.
Mosfeilsbæ tekur undir
skoðun Gunnars og segir
að menn verði að sinna
hrossunum sínum. „Ef
þetta er eins slæmt og sagt
er þá er þetta afleitt fýrir
dýrið og biðji menn fyrir
sér, hestarnir kenna til,“
segir Helgi. Hann bendir á
að það þurfi að skafa hófana
og snyrta þá en oft hlaupi of-
vöxtur í hófana vegna hóf-
sperm, sem er sjúkdómur
sem erfitt sé að eiga við. „Ég
veit ekki hvort sú er raunin í
þessu tilfelli en ofvaxnir hófar
valda því að hesturinn fer að
beita fótunum á annan hátt og
hann finnur gígantískt til,“ segir
Helgi. Ekki náðist í Gunnar Örn
Guðmundsson héraðsdýralækni í
gær, þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir.
Sameining Háskólans í Reykjavík og
Tækniháskólans veldur deilum.
Þorgerður gælirvið
skólagjöld
Háskólinn í Reykjavík og Tækni-
háskólinn hafa hafið viðræður um
sameiningu. Háskólinn í Reykjavík
er einkaskóli en hinn ríkisskóli. í há-
degisfréttum Bylgjunnar í gær játaði
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra því að trúlega
þyrftu nemendur hins sameinaða
skóla að borga skólagjöld.
Þessu mótmælir Björgvin G. Sig-
urðsson alþingismaður sem segir
Þorgerði vera að lauma skólagjöld-
um inn bakdyramegin.
„Hún hrpkklaðist ffá því að setja
á skólagjöld í Háskóla íslands en nú
virðist annað uppi á teningnum,"
segir Björgvin sem finnst sameining
Þorgerður Katrín Björgvin G. Sig-
Gunnarsdóttir urðsson alþingis-
menntamálaráð- maður Vill ekki
herra Er sökuð um að skólagjöld iháskóla.
koma að skólagjöld-
um bakdyramegin.
skólanna ágætur kostur en tekur
fram að það komi ekki til greina að
setja á skólagjöld.
„Ef af verður þyrflu nemendur að
borga 200.000 krónur í stað 35.000,"
segir Björgvin. „Það er óásættan-
legt."
Stríðssýning á
Akureyri
Á laugardag verður opnuð í
Minjasafninu á Akureyri sýning á
munum og ljósmyndum úr leið-
öngrum að flaki breskrar sprengju-
flugvélar af gerðinni Fairey Battle
sem fórst 26. maí 1941 á hálendinu
milli Eyjafjarðar og Öxnadals. Þetta
voru einshreyfils sprengjuflugvélar
og úreltar nánast áður en þær voru
teknar í notkun. Þær biðu oft mikið
afliroð í árásarferðum sínum og eru
kannski frægastar fyrir það, sem og
að flugmenn þeirra sýndu oft á
tíðum mikið hugrekki. Sýningin
stendur einungis þessa helgi.
IRKUIV
ÖGUM
Heimilislæknirinn
Þriðjudagar
Fjölskyldumaðurinn
Miðvikudagar
Sálfræðingahjónin
Kynlífsráðgjafinn
Neytendamál