Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2004, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2004, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST2004 Fókus DV Á hverju heimili er að finna stafræn tæki einhverrar tegundar. Nú er komið að kaflaskilum: sjónvarpsstöðvarnar hafa í mörg ár tiplað á þröskuldi stafrænnar tækni. Upptökur og vinnsla komust í stafrænt horf fyrir nokkru síðan, fyrir þann tíma voru heimilin byrjuð að tækjavæða sig með diskspilurum, tölvum, myndbandstækjum og ljósmyndavélum og ýmsu fleiru. Hvað olli því að sjónvarpsstöðvarnar voru svona seinar til? Peningaástæður sör! Kostnaður við breytingu á útsendingu á sjón- varpsmerkinu úr hliðrænu merki í stafrænt var lengi vel býsna hár, of hár fyrir íslenskan markað. Þá voru líka áhöld um hvaða leið til dreifingar á merkinu væri hagstæðust: Land- 11 síminn trúði að breiðbandið, kapall í jörð, væri lausn framtíðarinnar. Sömu skoðunar voru ráðamenn hjá orkuveitum Reykjavíkur og því var lagt af stað með hið alræmda fyrir- tæki Línu.Net sem nú hefur verið að hluta til selt til einkareldns súnafyrir- tækis, Og vodafone. Orkuveitan held- ur eftir kaplinum sjálfum en efnir til samstarfs við kaupandann um dreif- ingu. Breiðbandið hefur þegar verið lagt til þúsunda heimila og verður áfram í notkun til dreifingar á hvers- kyns boðum: sjönvarpsdagskrám, sfmtölum og gagnaþjónustu. Aðilar á þeim markaði verða tveir: Orkuveitan og Síminn. Ekki er ólíklegt að þegar fram líða stundir muni þessir aðilar -t~ sameinast um rekstur á kaplinum. Undir gervitunglum Fyrir utan kapalinn voru tveir möguleikar opnir til dreifingar á merki: gervihnöttur, en þeir eru þegar virkir í dreifingu á íslandi, hafa meira að segja náð að dreifa sjónvarpsmerki á staði sem eru svo einangraðir að hvorki RÚV, Landsíminn né Norður- ljós hafa náð til þeirra. Þegar eru þús- undir heimila búin að koma sér upp búnaði til að taka á móti merki frá gervihnöttum. í íslenskum verslun- um má kaupa afruglara fyrir læstar *• dagskrár sem einungis má dreifa á meginlandinu og bresku eyjunum, hér má líka kaupa móttakara sem geta numið ókeypis stöðvar sem dreift er í Evrópu. íslenskir aðilar hófu viðræður við gervihnattafyrir- tæki fyrir mörgum árum og var til- gangurinn sá að skilgreina hversu hátt gjald yrði að greiða fyrir gervi- hnattardreifingu yfir landið og miðin með hugsanlegum leka á útsending- um inn yfir meginlandið. Þegar til kom reyndist þessi þjónusta of dýr. Marconi gamli vann! Menn rak því að gamalli lausn: merkjasendingu gegnum loftið og hún yrði að vera stafræn og vera hér á suðvesturhominu á örbylgjukerfinu sem hrúgað var upp þegar Fjölvarpið hóf göngu sína. Það kerfi jókst til muna þegar slagurinn hófst með til- komu Stöðvar 3 sællar minningar. Ríkið var óvenju seint til aðgerða í þessu mikla hagsmunamáli sjón- varpsstöðva og neytenda og endaði með því að einhver nefndin á vegum ráðuneytis samgöngumála setti sam- an álit sem byggðist á því prinsippi að öll dýrin í skóginum væru vinir og bangsapabbi, geðstirt og þunglama- legt dýr, það er ríkið, réði öllu. Gat samgöngumálaráðuneytinu dottið nokkuð annað í hug? Langminnugir Stöðvar 2-menn vissu sem var frá löngu og kostnaðar- sömu stríði við Landsíma íslands all- ar götur ffá því að Stöð 2 var stofnuð að ríkisfyrirtæki væri þungt í skauti. Hugmynd ráðuneytis var því'feig frá upphafi. Norðurljós voru að auki í vondum málum: afruglarakerfið þeirra var úr sér gengið og hökti á vananum. Nýja ruglara á markaði varð að kaupa staff æna og í þrenging- um fjarvana og skuldugs fyrirtækis var íjárfesting upp á hálfan milljarð bjartur draumur. Ríkið var óvenjuseint til aðgerða í þessu mikla hagsmunamáli sjónvarpsstöðva og neytenda og endaði með því að einhver nefndin á vegum ráðuneytis sam- göngumála setti sam- an álit sem byggðist á því prinsippi að öll dýrin í skóginum væru vinir og bangsapabbi, geðstirt og þunglama- legt dýr, það er ríkið, réði öllu. Gatsam- göngumálaráðuneyt- inu dottið nokkuð annaðíhug? Fjölmiðlafrumvarpið. Rótið sem komst á samfélagið í kringum fjölmiölafrumvarpið hefur vafalítið tafið eitthvað áætlanir um endurnýjun á myndruglarakerfinu og valdið þeim aðilum sem höfðu fjárfest f Norðurljósum og unnið að endurfjármögnun samsteypunnar þungum áhyggjum. Fjárfestir þú fyr- ir hálfan milljarð í fyrirtæki sem þú mátt ekki eiga neitt í eftir tvö ár? Svo fjarri var raunsætt og sanngjarnt mat á íslenskum sjónvarpsrekstri hjá meirihluta Alþingis! Hver mánuður sem leið og varð að misseri, misseri að árum, án þess að ráðist væri í staf- ræna dreifingu þýddi bara verri sam- keppnisaðstöðu íslenskra fyrirtækja á þessum markaði og ávinning er- lendra sjónvarpsstöðva. Ekki að ein- hver þúsund íslenskra heimila skiptu einhverju máli í áhorfsmæl- ingum fyrirtækja í Bretlandi eða á meginlandinu. Hvað selja Norðurljós? Fyrir neytendur á svæðinu ffá Akranesi til Reykjaness skiptir það mestu að þeir fá öruggari móttakara í stað gamla ruglarans. Merkið á að vera skýrara ef örbylgjusending næst á annað borð. Þá fjölgar erlendum stöðvum í boði verulega: þær verða 40 fyrst í stað, en fjölgar enn á næsta ári. Staffæna kerfið ætti að bjóða upp á víðtækari þjónustu. Norður- lýsingar segja að þeir muni bjóða upp á tvo móttakara, einn einfaldan í sniði en hinn með upptökubúnaði sem gerir okkur kleift að horfa á eitt en taka upp annað, gera pásu fyrir piss, krakka og kaffi. Þá ætti að vera boðskiptabúnaður í kerfinu: þú getir svarað tilteknum spurningum á stundinni sem þýðir að fréttastofa Norðurljósa getur verið með hend- ina á þjóðarpúlsinum í stórum og smáum málum á andartaki og nálg- ast skoðanir almennings á örhraða. En Norðurlýsingar eru furðu fámál- ugir um kosti kerfisins að svo stöddu. Frekari dreifing Þeir segja aftur að næsta stig í uppbyggingu kerfisns það er að ná til 95% heimila í landinu kosti 300 mill- ur til viðbótar þeim 400 sem fyrra skrefið kostar, en til þess að hægt sé að ráðast í þá viðbót þurfi samþykki Póst- og fjarskiptastofnunar. Þá má spyrja hvað dvelur það leyfi? Hvaða seinagangur er í þeirri undirstofnun samgöngumálaráðherrans? Er verið að tefja vísvitandi? Skemma svolítið fyrir? A skattgreiðandi utan Faxaflóa- byggða ekld skilið að fá sem fyrst að njóta þjónustu sem hér er í boði? Það verður ekki af þeim Norður- lýsingum skafið að með þessu átaki þá hafa þeir tekið forystu enn einu sinni í íslenskum sjónvarpsiðnaði. En ætli þá renni í grun að aukin styrkur í mynd og gæðum á skjá og aukið framboð erlendra stöðva bæti enn á þær kröfur sem gerðar verða til þeirra sjálfra um betra erlent efni, aukið innlent efni og strangari kröfur um sýnileg gæði. Eða ætía þeir að halda áfram að senda Popp tíví út með tökugæðum t.d. á 70 mínútum sem standast ekki lágmarkskröfur í útsendingu? Hvað verður í boði? Norðurljósa- menn treysta sér ekki til þess á þessu stigi að greina ffá hvaða stöðvar þeir ætía að bjóða upp á umfram þær 14 sem þegar eru á Fjölvarpinu. Vera kann að það sé af ótta við að þá hjóli Síminn í beina samkeppni við þá og bjóði upp á nákvæmlega sama pakka. Virðum þeim það góða. En sölustelpan selur ekkert úr bakkan- um sínum ef vörumar eru aUar fald- ar. Við bíðum og sjáum. pbb@dv.is •> Sigurður G. Guð- jónsson Treystirsér ekki til að segja hvaða sjónvarps- stöðvar verða i boði í hinu nýja stafræna sjónvarpi Norður- Ijósa strax. r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.