Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2004, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2004, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst FIMMTUDACUR 23. SEPTEMBER 2004 3 Verkfallsstemning á Suðurnesjum Kennarar á Suðurnesjum Héldu fund I gær með launa- nefndinni,stemningin varmikil eftir fundinn þar sem Þorvaldur náttúrufræði kennari tróð upp. Merki barnakennaranna Þegar ég vakna á morgnana og þarfað fara að kenna hugsa ég oft til barnanna sem hreint engu nenna. Þau eru oftast að öskra hátt eins og heyrist i IJánum. I skálanum læra flestir fátt og fara inn á druilugum skónum. j Efég klikkast - klikkast I dag og kennslunni hættl. „Ég held að þetta verði langt verkfall," segir Þorvaldur Öm Ámason, náttúrufræðigreinakennari í Vogum á Vatnsleysu- strönd, sem toppaði verkfallsstemninguna hjá kennurum á fttndi WTVfparrpK þeirra á Suðurnesjum í gær með j V. f f J baráttusöngvum. Þorvaldur kom með gítarinn og texta sem hann hafði ljósritað með bar- áttusöngvum kennara í verkfalli. „Þetta er það sem ég get gert, ég kem með gítarinn og syng svo komu aðrir með kökur og kex," segir Þorvaldur en veit ekki hver samdi nýja textann við lag Bubba Morthens „Stál og hmfur“ sem hann söng hástöfum. „Þetta var samið í einhveiju kennaraverkfalli á síðustu öld, ég veit ekkert hver samdi þetta en lagið er gjaman sungið með þess- um texta í verkföllum kennara," segir Þorvaldur sem náði upp skemmtilegri stemningu á meðal kennaranna sem sungu hástöf- um með. „Þetta lag er svona háðleg lýsing á starfi bamakennara," segir Þorvaldur sem segist vera með betri laun en margir kennar- ar enda með mikla reynslu og langa menntun. „Ég held að ég sé með svona 240.000 krónur í grunnlaun, það er heldur meira en flestir kennarar þar sem ég hef langa starfs- reynslu. Þetta em náttúrulega lág laun, ekki síst fyrir mann sem er kominn á minn aldur og treystir sér í minni yfirvinnu en marg- ur annar," segir Þorvaldur sem er 57 ára og fiimst vinnan í kring- um kennsluna hafa aukist verulega á síðustu árum án þess að launin hafi breyst í samræmi við það. freyr@dv.is Spurning dagsins Er skipulögð barnagæsla fyrirtækja, stofnana og foreldrafélaga verkfallsbrot? Sitja negldir við samningaborðið „Nei, svo framarlega sem ekki ergengið I störfkenn- ara, þá er það sjálfsagt og eðlilegt að launþegar og fyrirtæki reyni að bjarga sér undir þessum kringum- stæðum. Hitt er svo annað mál að þeir sem nú deila - kennarar og fulltrúar sveitarfélaga, ættu allra helst að sitja negldir við samningaborðið þar til þeir hafa náð niðurstöðu sem báðir geta sætt sig við." Björn Malmquist, fréttamaður og faðir. „Það fereftirþví hvernig að mál- umerstaðið.Á minn vinnustað kom í gær- morgun ung stúlka,öllum till ánægju. Hægt er að haga starf- semi fyrirtækja þannig að börn geti notið þess að vera á vinnu- stað foreldra. En það gengur ekki nema í takmarkaðan tíma því að gæsla og kennsla er tvennt ólíkt." Arnþór Helgason, fram- kvæmdastjóri ÖBI. „Mérfinnst hæpið að skipulögð barnagæsla geti verið verk- fallsbrot. En hinsvegarerég ekki svo vel að mér í þessum samningum að geta kveðið upp einhvern úrskurð." Sigrún Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri RKÍ. „Það fer nú eft- ir því hvað ver- iðeraðgera með börnun- um. Efverið er að fara inn á verksvið kenn- ara og börnunum er kennt eitt- hvað sem þeir sjá um þá er það verkfallsbrot. En efverið erað kenna þeim að tefla eða leið- beina þeim í leiklist þá er það ekki verkfallsbrot." Birgitta Jónsdóttir skáldkona. „Égtelþað verkfallsbrot ef fyrirtæki og stofnanir eiga beinan hlut að málienöðru máligegnium foreldrafélög. Þar hlýtur þó alltaf að vera spurning um hvernig framkvæmdin er. Eðlilegt erað hafa samráð við verkfallsstjórn kennara." Einar Ólafsson bókavörður. Verkfall grunnskólakennara sem hófst aðfaranótt mánudagsins síðasta hefur áhrif á flestallar fjölskyldur í landinu.Tæplega fimm þúsund grunnskólakennarar eru í verkfalli og um flörutíu og fimm þúsund grunnskólanemendur hafa lítið við að vera. Höfðingi hogginn Árið 1220 kom út hingað eftir tveggja ára dvöl I Noregi skáldið, rit- höfundurinn, fræðimað- urinn, goðorðsmaðurinn og lögsögumaðurinn Snorri Sturluson. Þessi rúm- lega fertugi höfðingi hafði I försinni vingast við Hákon konung Hákonarson og Skúla jarl og telja menn næsta víst að hann hafi tekið að sér að koma Is- lendingum undir Noregs- kóng. Þvisinnti hann litt eða ekkert en tók virkan þátt í vaidabaráttu höfð- ingja á Sturlungaöld, jók veidi sitt og lét skrifa sög- ur á bækur. Hann kvænt- ist sjálfur til fjár ungur og dætur sínar þrjár gifti hann með áhrifsín og völd I huga, fremur en hamingju þeirra, eins og titt var í þá daga. Hann fór enn utan árið 1237 og dróstþá inn í deilur Hákonar kóngs og Skúla jarls. Tveimur árum síðar hélt hann hingað út í óleyfi konungs og var þar með orð- inn landráðamaður. Ári síðar gerði SKúli jarl misheppnaða tilraun til upp- reisnar og féll fyrir konungsmönnum. Þá taldi Noregskóngur rétt að hegna sínum íslenska iénsmanni sem farið hafði úr landi í hans banni og líklega verið í vitorði með jarli. Gissur Þor- valdsson, fyrrum tengdasonur Snorra, varð hirðmaður kóngs og bauð kóngur honum að fara að Snorra. Sturla Þórðarson sagnaritari og frændi Snorra segir svo frá í Islendinga sögu sinni:„Þeir Gissur komu i Reykja- holt um nóttina eftir Máritiusmessu. Brutu þeir upp skemmuna er Snorri svafi. En hann hljóp upp og úr skemmunni og I hin litlu húsin er voru við skemmuna. Fann hann þar Arn- björn prest og talaði við hann. Réðu þeir það að Snorri gekk I kjallarann er var undir loftinu þar I húsunum [...] Eftirþað urðu þeir varir við hvar Snorri var og gengu þeir i kjallar- ann Markús Marð- arson, Slmon knút- ur, Árni beiskur, Þor- steinn Guðinason, Þórarinn Ásgrims- son. Símon knútur bað Árna höggva hann. „Eigi skal höggva, “ sagði Snorri. „Högg þú," sagði Sfmon. „Eigi skal höggva," sagði Snorri. Eftir það veitti Árni honum banasár og báðir þeir Þor- steinn unnu á honum." Messa Máritíusar úr Efra-Egypta- landi er 22. september svo Snorri Sturluson var hogginn í Reykholti 23. september árið 1241 - fyrir 763 árum. LIST ER AÐBÚA wk l t i TIL EITT- HVAÐÚR ENGU OG SELJA ÞAÐ. - FRANK ZAPPA 1940-1993 Gunnar Örn Örlygsson, alþingismaður Frjálslynda flokksins, og Teitur Örlygsson sem lengi var lykilmaður í körfuknattleiksliöi Njarðvíkinga og I landsliðinu eru bræður. Gunnar var kosinn á þing íseinustu alþingiskosn- ingum en hefur um árabil keppt I körfubolta; meöal annars meö unglinga- landsliðum. Sturla er þriðji bróðirinn enhann lék um árabil með landsliðinu i körfu- bolta rétt eins og Teitur. Allir þrír hafa nú gengið til liðs við nýtt félag sem heitir Ljónin í Njarðvfkunum. Foreldrar þeirra bræðra eru Örlygur Þorvaldsson flugumsjónarmaður og Erna Agnarsdóttir matráðskona. Þegar sólin lækkar á lofti lækkum við verðið! Frábær hausttilboð í öllum verslunum í Mjódd Opiðtil 21 í kvöld í tilefni af haustdögum í Mjódd 23. september -1. október verður verður opið til kl.21 íkvöld. Skemmtilegar uppákomur, spennandi tiiboð og margt, margt fleira.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.