Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2004, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2004, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 Fréttir DV Mannlausi dagurinn Svo vill til að einmitt helstu and- ans menn í Reykjavík stýra samfé- lagi höfuðborgarbúa styrkri hendi. Hver hugmyndin annarri snjaUari á rætur að rekja í Ráðhúsið. Nýjasta uppgötvun ráðhúsaðals- ins ástsæla er sú að íbúar borgarinn- ar séu býsna óskemmtilegar vörtur á yfirborði jarðar. Þeir séu ósamrým- anlegir tilgangi lífisins. Reyndar sýn- ist Svarthöfða niðurstaðan vera sú að hann sjálfur sé framúrskarandi mikill skíthæll. Margir Reykvíkingar hafa lengi talið fólksbfla vera hið mesta þarfa- þing. Á þeim sé hægt að komast í vinnuna til að puða fyrir útsvarinu. Svarthöfði Og hægt sé að aka á þeim út úr bæn- um svo fleiri tignir gestir frá útlönd- um komist fyrir á Listahátíð og á Menningarnótt. En þetta er ekki rétt. Einkabflinn er óvinur lífsins í al- heiminum og þótt víðar væri leitað. Það hefur jafnframt verið að renna upp íyrir leiðtogunum að flest það sem íbúar Reykjavíkur taka sér fyrir hendur sé ljóður á ráði plánet- unnar jörð. Gott ef ekki bara allt sem við gerum. Og erum. Allan Uðlangan daginn og nóttina Geir í New York Geir H. Haarde fjármálaráðherra sinnti í gær störfum Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra á aUsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna. Hann stýrði óformlegum fundi utanrfldsráðherra Norðurlandanna. Þeir fjöU- uðu um framboð íslands til setu í Öryggisráði Samein- uðu þjóðanna. Ennig var fjaUað um umbætur á skipulagi samtakanna, ástandið í Darfur og ráð- stafanir til að tryggja öryggi starfsmanna Sameinuðu þjóðanna á átakasvæðum. Geir ávarpar aUsherjarþing- ið á morgun, föstudag. Vilja lögfræð- ing úr nefnd Eiríkur Jónsson formað- ur Kennarasambands ís- lands segist ekki geta séð hvernig lögmaður Sam- bands íslenskra sveitarfé- laga geti setið í undanþágu- nefnd vegna kennaraverk- fallsins. Sigurður Óli Kol- beinsson lögfræðingur sambands sveitarfélaga sagði í fyrradag að heimUt væri að sveitarfélög nýttu skólahús í kennaraverkfaU- inu. Kennarar eru ósam- mála og vilja Sigurð Óla úr undanþágunefnd sem á að leggja hlutlaust mat á und- anþágur frá verkfaUinu. Þjálfaðir samningamenn segja upp samningi við Ríkislögreglustjóra. Einn þeirra Ragnar Jónsson segir auðveldara að semja við snaróða byssumenn en yfirmenn hjá Ríkislögreglustjóra. Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn segir aðra sérsveitarmenn fást við að semja við hættulega menn. líka eru íbúar Reykjavíkur í önnum við að spiUa sköpunaverkinu. Þeir eru síétandi og fretandi, hrein móðgun við fegurðina. Smátt og smátt verður auðvitað komið böndum á þessa öfugþróun öfugugganna í Reykjavík. Ekki verð- ur látið nægja að vera með einn og einn bfllausan dag. Vel mætti ímynda sér kjötlausa daginn og vatnslausa daginn. Líka tölvulausa daginn og hnífaparalaus daginn. Þetta finndist Svarthöfða reyndar vera létt, svona einn og einn dag. Sérstaklega finnst honum vam vera ofmetið. En það færi að harðna á dalnum þegar tUskipun kæmi úr Ráðhúsinu um kvennmannslausa daginn. Og lokahnykkurinn skelfilegi yrði svo tærasta mynd nýju hugmyndafræð- innar um mannkyniö sem viðbjóð: Hægðalausi dagurinn. Honum verður erfitt að kyngja. Svaithöfbi Torfkofi á rústunum Hrafn Gunnlaugsson hyggst reisa nýtt sumarhús á rústum bústaðar fjöl- skyldunnar við Helluvatn. Gamla húsið brann í febrúar á þessu ári. Nýja húsið á að vera á kjaUara og sökklum gamla hússins. Það á að hluta að byggja úr steinsteypu með torfi á þaki og að hluta úr timbri með vatnsklæðningu að utan. Borgaryfirvöld hafa samþykkt áætlun Hrafns með því skilyrði að iokið verði við að setja upp rot- þró fyrir nýja sumarbú- staðinn áður en húsið verði tekið í notkun. erekki erfiöara en áður," segir Eiríkur Jónsson formaður Kennarasam- bandsins.„Krafturinn heigast afþví hvernig stétt maöurhefur á bak viö sig og þaö er mikill kraftur i kennarastéttinni núna. Maður finnur hann I verkfallsmiðstöðinni. Fólkiö þar veit hvað það vill og vill að ég komi þvíá framfæri. Ég er sammáia þeim, ‘ segir hann. Níu lögreglumenn sem hafa fengið sérstaka þjálfun hér á landi og í útlöndum til að takast á við menn sem eru taldir hættulegir sjálfum sér og öðrum, hafa hætt að vinna fyrir sérsveit Ríkislög- reglustjöra. Yfirlögregluþjönn segir að ekki hafi komið til þess að semja nánar við mennina og að málin verði leyst öðruvísi. „MæUrinn er bara fuUur á sam- skiptunum við þessa menn. Við höf- um beðið um það í nokkur ár að koma skipulagi á þessi mál,“ segir Ragnar Jónsson sem er næstráðandi í samningateyminu og kennir samn- ingatækni f lögregluskólanum um. „Þetta snýst að hluta tíl um launamál þvf við báðum um að fá greitt fyrir að vera stöðugt á vakt. Það hefur aUtaf verið óljóst hverjir eru á bakvakt og bara hringt í einhvem. Við erum titl- aðir sérfræðingar en það hefur aldrei verið komið fram við okkur sem slflca," segir hann. Komið fram með herfyrir- komulagi „Það sorglegasta við þetta er að það er ekki talað við okkur, heldur komið fr am með einhvers konar her- fyrirkomulagi sem þekkist ekki ann- ars staðar í íslensku lögreglunni," segir Ragnar sem hefur starfað hjá lögreglunni í fjórtán ár. Hann segir dæmigert að Jón Bjartmarz yfirlög- regluþjónn hafi ekki talað við neinn eftir að upp úr sUtnaði, heldur sent ópersónulegt bréf. „Þetta er dapurlegt því það er ný- búið að birta starfsmannastefnu en hér er slegið á hönd hóps manna sem hafa aUtaf verið tfl taks í næstum átta ár,“ segir Ragnar „Það vom þung skref að hætta en manni leið eins og Don Kíkóta sem var aUtaf að beijast við vindmyUur. Nú er nóg komið og þótt mér hafi þótt þetta bæði spenn- andi og gefandi, fer maður nú að ein- beita sér að öðrum þáttum lögreglu- starfsins." Auðveldara að semja við byssumenn „Það er kaldhæðnislegt fyrir okkur Við getum talað við snaróða byssumenn og fólk í sjálfsvígs- hugleiðingum en ekki við yfirmenn okkar. þrautþjálfaða samningamennina að reka okkur svona á vegg hjá mönnum sem hafa engan áhuga á að semja. Við getum talað við snaróða byssu- menn og fólk í sjálfsvígshugleiðing- um en ekki við yfirmenn okkar. Það segir kannski ýmislegt." Ragnar segir aðbúnaðinn að samningamönnunum varla við- unandi. Það hafi komið fyrir að samningamenn hafi verið kaUaðir út seint og iUa og að óljóst sé hver beri ábyrgðina ef Ula fer. Samninga- menn hafa óskað eftir því í nokkur ár að fá þessi mál á hreint hvað varðar öryggisbúnað og fleira. Ragnar segir að eðlilegast væri að lögreglan í Reykjavflc kæmi upp sínu eigin samningateymi. Verið að endurskipuleggja starfið Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, sem fer með málefni sérsveitarinnar, segir að samningamennirnir hefðu sent bréf og tilkynnt að þeir hefðu ákveðið að hætta. „Við skrif- uðum þeim tíl baka og þökk- uðum fyrir störf þeirra. Það var ekkert um það að ræða að semja við þá um annað. Þeir óskuðu eftir því fyrri hluta árs- ins að fá sérstaklega greitt fyrir álag en við höfnuðum því í maí,“ segir Jón. Hann segir samn- ingamennina ávaUt hafa fengið greitt fyrir útköU og æfingar. „Þeim þykir þetta vanmetið starf og hafa ákveðið að hætta en við verðum að fá aðra í staðinn," segir hann. „Þetta gerist á sama tíma og við höfum verið að ræða hér að endur- skipuleggja þetta starf þar sem það hefur kostað röskun fyrir þá sem vinna hjá Lögreglunni í Reykjavflc." Jón segir að tfllögur séu á borðinu um að byggja störf samningalögreglu- mannanna inn í tengslum við eflingu sérsveitarinnar hjá Rflcislögreglu- stjóra. Jón segir upphaf hópsins megi rekja tíl þess þegar hann fór á námskeið hjá FBI árið 1992 og í framhaldinu hafi hann látið halda námskeið fyrir flölda lögreglumanna. Samninga- mennimir hafa verið til staðar þegar þurft hefur að ræða við menn sem taldir eru hættulegir umhverfi sínu eða eru með sjálfsvígstílburði. Þeir eru einnig þjálfaðir tíl að takast á við gíslatökur og flugrán. kgb@dv.is Jon Bjartmarz TiHögurá teikniborðinu um að breyta fyrirkomulagi samningamanna í sérsveit. Ragnar Jónsson Yfir- mennirnir höfðu engan áhuga á að semja. Hvernig hefur þú það? Þjálfaðir samningamenn segja upp samningum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.