Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2004, Side 13
DV Fréttir
FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 13
Könnuðuvett-
vangíGufudal
Lögreglan á Selfossi fór í
vettvangskönnun í Gufiidal
fyrir ofan Hveragerði vegna
kröfu Náttúruvemdarsam-
taka íslands um opinbera
rannsókn á vegagerð þar. Að
sögn lögreglunnar er ekki
víst að um skipulega vega-
gerð hafi verið að ræða en
ljóst er að jarðýtu hefur ver-
ið ekið um svæðið. Búið er
að mæla út skemmdir þær
sem ýtan olli og reiknar lög-
reglan með að málið muni
upplýsast undir helgina.
Bakkavör
græðiráTesco
Tesco styrkir stöðu sína
sem stærsta smásölukeðja
Bretlands samkvæmt af-
komutölum sem birtust í
vikunni. Á fyrri árshelmingi
jókst sala í Bretlandi um
8,3% rnilli ára og er þá ein-
göngu miðað við sömu
verslanir. Á sama tíma er
hins vegar samdráttur hjá
Marks&Spencer en þar hef-
ur sala dregist saman um
5,2% á síðustu vikum. Tesco
er stærsti viðskiptavinur
Bakkavarar, en um 63% af
sölu Bakkavarar á fyrri árs-
helmingi var til Tesco. Er
búist við enn meiri vexti hjá
Tesco á næstunni.
Rannsókn lögreglu á meintum brotum
séra Baldurs lokið
Alvarleg brot prests
gegn ungum dreng
Ofbeldisdeild lögreglunnar í
Reykjavík hefur lokið rannsókn á
meintum brotum séra Baldurs
Gauts Baldurssonar gegn ungum
dreng. Samkvæmt heimildum DV
leiddi rannsókn lögreglunnar í ljós
að presturinn hefði gerst sekur um
alvarleg brot. Máhð hefur verið sent
rikissaksóknara sem ákveður hvort
ákæra verði gefin út.
Lögreglan komst á slóð Baldurs
Gauts eftir að rannsókn á brotum
bamaníðingsins Ágústs Magnús-
sonar leiddi hana á braut tveggja
manna. Baldur var einn af þeim
mönnum sem komust í kynni við
unga drengi á spjallrásum netsins og
á textavarpinu. Hann játaði við yfir-
heyrslur hjá lögreglu að hafa haft
munnmök við fimmtán ára dreng á
Akranesi.
Rannsókn lögreglu bendir til þess
að fyrir utan að tæla barn undir lög-
aldri hafi presturinn gerst sekur um
alvarlegri brot. Auk þess að vera
prestur vann hann sem héraðslög-
reglumaður á Kirkjubæjarklaustri.
Baldur var prestur á Kirkjubæjar-
klaustri, vígður tU Þjóðkirkjunnar,
en var ekki þjónandi prestur þegar
hann var handtekinn. Hann dvelur
nú á Norðurlöndunum við nám og
bíður þess hvort hann verði ákærð-
ur.
Yfirlýsingar vegna kjarasamnings sjómanna um borð í
Sólbaki ganga á víxl. Vélstjórafélagið ætlar í mál. ASÍ segir
eiganda Brims hafa beitt hótunum. Áhöfnin á Sólbak kallar
það rakalausan þvætting.
Alpyöusambandið sakar
dtgerðanmann um hotanir
Yfirlýsingar vegna kjarasamn-
ings áhafnarinnar á Sólbak gengu á
víxl í gær. Vélstjórafélagið ætlar í
mál tU að láta reyna á hvort samn-
ingurinn stenst lög. ASÍ segir í yfir-
lýsingu að eigandi Brims hafi beitt
hótunum við að koma samningnum
á. Áhöfnin á Sólbak segir það raka-
lausan þvætting að hótunum eða
þvingunum hafi verið beitt. Guð-
mundur Kristjánsson eigandi Brims
furðar sig á yfirlýsingu ASÍ þar sem
þar sé ASÍ að áfykta um eitthvað
sem þeir hafa ekki kynnt sér nægi-
lega vel.
Forysta ASÍ áttu í gær fund með
forystumönnum Samtaka atvinnu-
lífsins og gerði atvinnurekendum
grein fyrir því að þeir Utu málið
mjög alvarlegum augum. í yfirlýs-
ingu sem ASÍ sendi frá sér um málið
segir m.a.: „Það er óþolandi að for-
svarsmaður Brims skuli leyfa sér að
beita hótunum til þess að ná fram
einhliða ásetningi sínum um breyt-
ingar á gildandi kjarasamningum,
hvort sem hótunin er um tekjumissi
með kvótatilfærslum eða beinlínis
atvinnumissi með uppsögn ráðn-
ingarsambands. Miðstjórn ASÍ h'tur
þetta mjög alvarlegum augum [...]
Miðstjórn ASÍ mun beita sér fyrir
því að verkalýðsfélög verjist slíkri
aðför með öllum tiltækum ráðum.“
Þvættingur
Áhöfnin á Sólbak sendi frá sér
yfirlýsingu síðdegis í gær vegna
fjaðrafoksins. Þar segir m.a.: „Flest
eiga þessi ummæli það sammerkt að
draga okkur, áhöfnina á Sólbak, nið-
ur í svaðið, gera lítið úr okkur og
ítrekað hefur verið fullyrt að okkur
hafi verið stillt upp við vegg af
útgerð skipsins eða „hengdir upp á
snaga", eins og formaður Félags
skipsstjórnarmanna komst svo
ósmekklega að orði í viðtali á einum
vefmiðli í gær. Fullyrðingum um
meintan þrýsting og hótanir af
hendi útgerðarinnar í okkar garð er
harðlega vísað á bug sem rakalaus-
um þvættingi."
Hvort er trúverðugra?
Guðmundur Kristjánsson
eigandi Brims segir að hann sé
undrandi á þeirri yfirlýsingu sem
ASÍ sendi frá sér. „Eg held að ASÍ-
forystan ætti fyrst að kynna sér mál-
ið áður en slík yfirlýsing er send út,“
segir Guðmundur. „Og ég spyr í
framhaldinu hvort
sé trúverð-
ugra, ASÍ
eða áhöfn-
in á Sólbak i
sem
einnig r\
tjáði sig ’
um þetta ■
mál.“
Grétar Þorsteinsson for-
maður ASf „Miðstjórn ASÍ
mun beita sér fyrir þvlað verka-
lýðsfélög verjist slfkri aðför með
öllum tiltækum ráðum."
Guðmundur Kristjánsson.....ASÍ-
forystan ætti fyrst aðkynnasér málið áður
en sllk yfirlýsing ersend út".
• ••
vera í réttunum?
„Það er mjög gaman og
raunar einhver besta skemmt-
un sem hægt er að hugsa sér á
haustin. Réttarstemningin er
einstök en ég get samt ekki sagt
að ég sé góður söngmaður ef út
í það er farið. Ég reyni að kom-
ast í tvær til þrjár réttir á hverju
hausti eftir því sem vinnan og
daglega amstrið leyfa. Það er jú
við hæfi enda starfa ég nú sem
framkvæmda-
stjóri Lands-
samtaka sauð-
fjárbænda.
Alinn upp í
sveit
Sjálfur er ég
alinn upp í
sveit vestur á
fjörðum. Nán-
ar tiltekið á
prestsetrinu
Holti í Önund-
arfirði. Réttar-
stemningin þar
er aðeins öðru-
vísi en hér fyrir
sunnan þar
sem sauðféð er
færra. Á Holti
vorum við ekki
með hefð-
bundinn bú-
skap heldur
hesta og æðarvarp. Æðarvarpið
gaf af sér mesta peninginn en
hestarnir voru svona meira til
skemmtunar. Ég kynntist þó
öllum hefðbundnum búskap í
gegnum vini og kunningja á
næstu bæjum.
Flutti suður
Ég var með lögheimili mitt
fyrir vestan allt fram að 25 ára
aldri er ég flutti það hingað suð-
ur til Reykjavíkur. Ég var hérna í
Reykjavík í skóla frá því að ég
Það sem kannski
stendur upp úr við
réttirnar í ár er að
kunnugir segja að
sauðféð sé rýrara í
holdum en venju-
lega svona nýkom-
ið affjalli. Skýring-
in á þessu liggur að
öllum líkindum í
hinni miklu veður-
blíðu sem var hér
allt síðasta sumar.
var fimmtán ára en öllum
sumrunum eyddi ég á Holti og
tók þar þátt í bústörfunum eftir
því sem þau féllu til. Hesta-
mennskan var í uppáhaldi en
vinnan í kringum æðarvarpið
var svona meira í skorpum.
Blíðan setur strik í reikn-
inginn
Það sem kannski stendur
upp úr við rétt-
irnar í ár er að
kunnugir segja
að sauðféð sé
rýrara í holdum
en venjulega
svona nýkomið
af fjalli. Skýr-
ingin á þessu
liggur að öllum
líkindum í hinni
miklu veður-
blíðu sem var
hér allt síðasta
sumar. Þurrk-
arnir hafa vald-
ið því að grasið
hefur fallið fyrr
en áður og því
ekki eins gott
fóður fyrir féð.
Verð á upp-
leið
Góðu frétt-
irnar á móti eru að verð á
lambakjötinu fer hækkandi og
hefur svo verið undanfarna
mánuði. Við höfum verið að sjá
allt að tveggja stafa tölur í pró-
sentuhækkunum á milli mán-
aða. Þetta er mun betri þróun
heldur en í fyrra er lambakjötið
átti undir högg að sækja í sam-
anburði við aðrar kjötvörur.
Þessi þróun er í rétta átt að
mfnu mati enda er íslenska
lambakjötið það besta í heimi."
ttir standa sem hæst þessa dagana þar sembænd-
heimta fé sitt af fjalli. í ár segja kunnug.r aðsauðfe
í rýrara lagi miðað við venjulega og kenna um goð-
jrinu í sumar. Sökum þurrkanna hafi 9ras Jallið fyrr
i venjulega og skýri það rýrara hold en aður.Goðu
íttirnar eru að verð á lambakjöti hækkar stoðugt