Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2004, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2004, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 Fréttir TFV IRKU ÖGUr Mánudagar Heimilislæknirinn Fjölskyldumaðurinn Sálfræðingahjónin Kynlífsráðgjafinn Neytendamál Ertu eitthvað skyld Sigríði Rósu? Það kannast eflaust allir við pistlahöfundinn víðfræga sem endaði pistla sína hjá Ríkísútvarp- inu með þessum orðum „þetta er Sigríður Rósa Kristinsdóttir sem talar frá Eskifirði". Það var hún amma mín sem tal- Sigriður Rósa Kristinsdóttir ætlar að feta í fótspor ömmu sinnar. á Skrifstofumaðurinn segir aði sig inn í hjörtu landsmanna íyr- ir rúmum 10 árum og nú hefur DV ákveðið að yngja aðeins upp og fá sonardótturina og alnöfnuna til að tjá tilfinningar og skoðanir sínar á prenti. Það verður nú örugglega frekar erfitt að standa undir nafni því hún amma gamla hafði svo gott lag á að koma skoðunum sínum til þjóðar- innar. Það er alltaf eins þegar ég er spurð hvað ég heiti, að ef ég segi fullt nafn þá er nánast alltaf spurt að því sama; „ertu eitthvað skyld henni Sigríði Rósu sem talaði frá Eskifirði?". Jú, jú, ég er barnabarn lúnnar frægu Sigríðar Rósu. Hún hélt á mér undir skírn á fimmtugs- afmælisdegi sínum og þótt ótrúlegt megi virðast hefur mér verið sagt að það hafi komið henni mjög á óvart þegar henni var sagt hvað bamið átti að héita. Ég vona að alþjóð eigi eftir að njóta þess að lesa það sem ég á eft- ir að skrifa hér í þessum pistlum. Ég hef jú góða fyrirmynd en það er alveg spurning hvort amma gamla á eftir að vera stolt af nöfiiunni, því ég veit að ég á aidrei eftir að komast með tærnar þar sem hún hefur hælana. En maður gerir auðvitað sitt besta. Þetta er Sigríður Rósa Kristinsdóttir sem skrifar ffá Eski- firði! Þjófar rændu 40 steypumótum frá Sérverki ehf. Friðþjófur Jóhannesson verkstjóri segir helvíti hart að aðrir byggingarvinnumenn séu að ræna verkfærum frá þeim. Hann býður 250.000 kr. fundarlaun. Rændu tveim tonnnm af steypumótum úp úli Þjófar rændu 40 steypumótum úr áli frá Sérverki ehf. frá nýbygg- ingu verktakans við Öfughvarf 8 í fyrrakvöld eða nótt. Friðþjófur Jóhannesson verk- stjóri hjá Sérvefki ehf. segir að vart komi tÚ greiná/annað en að þarna hafi verið einhver byggingaverktaki á ferð. „Flekarnir eru sérsmíðaðir til að steypa upp veggi þannig að þetta hlýtur að vera einhver samkeppnis- aðili okkar sem stal þessu frá okk- ur,“ segir Friðþjófur. Sérverk ehf. hefur ákveðið að bjóða 250.000 kr. í fundarlaun til handa þeim sem get- ur bent á hvar mótin eru niðurkom- in en verðmæti þeirra er hátt á þriðju milljón króna. Sérverk ehf. er að reisa iðnaðar- húsnæði við Öfughvarf 8 rétt við brúna milli Rauðavatns og Breið- holts. „Það er mikil umferð hérna framhjá okkur þannig að einhverjir „Við vorum að steypa lítinn stubb sama dag og þjófnaðurinn varð og þessir þjófar voru svo ákafir að komast yfir flekana að þeir byrjuðu á því að rífa mótin afþess- um stubbi." hljóta að hafa orðið varir við þjóf- ana,“ segir Friðþjófur. „Fivert steypumót vegur um 50 kg og er því tveggja manna tak að koma því fyr- ir á vörubíl eða pallbíl ef viðkom- andi er ekki með krana á bílnum hjá sér." Bagalegt fyrir okkur Friðþjófur segir þennan þjófn- að mjög bagalegan fyrir Sérverk því steypuvinna við iðnaðarhúsið sé í fullum gangi hjá þeim. „Við vorum að steypa lítinn stubb sama dag og þjófnaðurinn varð og þessir þjófar voru svo ákafir að komast yfir flek- ana að þeir byrjuðu á því að rífa mótin af þessum stubbi," segir Friðþjófur. „En hættu svo strax þegar þeir sáu að steypan byrjaði að leka um allt." Helvíti hart Er DV hafði samband við Frið- þjóf í gærmorgun var hann á leið á nokkra staði í borginni þar sem hann taldi hugsalegt að steypumót- in væru. „Það er helvíti hart þegar aðrir bygginarvinnumenn eru að ræna frá okkur steypumótunum," segir Friðþjófur. „Við megum ekk- ert við þessu." Friðþjófur vill hvetja alla sem hugsanlega hafa orðið varir við þjófnaðinn og séð þjófana hlaða mótunum á vöru- eða pallbfl að hafa samband við lögregluna. Hvert mót er 90x279 sm þannig að 40 þeirra hafa myndað dágóðan stafla á bflnum. „Það hlýtur einhver að hafa séð til þjófanna á þriðjudags- kvöld eða um nóttina," segir hann. Segjast vera einn og hálfan tíma á leiðinni til Reykjavíkur með Strætó Álftnesingar neita að borga fullt fargjald Sigtryggur Jónsson á Álftanesi segir ljóst að með nýju leiðarkerfi Strætó bs. sé ætíun fyrirtækisins að sinna ekki innanbæjarakstri þar í sveitarfélaginu. DV hefur áður sagt frá óánægju íbúa við Blikastíg með að börn niður í sex ára aldur á leið í skóla þurfi brátt að ganga nærri einn kflómetra í næsta strætisvagn í stað 200 metra áður. Það sama gildir um þá sem búa við Lamb- haga og við Utlubæjarvör. í kjölfarið bókaði bæjarráðið andstöðu sína við nýtt leiðar- kerfi Strætó sem tekur gildi um ára- mótin. Sigtryggur Jónsson, sál- fræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi, hefur nú blandað sér í umræðuna með innleggi á umræðu- vef Álftaness. Sigtryggur segir ljóst að vagninn sem Sigtry ggur Jónsson „Ekki er ætlunin að sinna innanbæjarakstri á Álftanesi og ekki heldur að sinna þeim ibúum Álftaness sem vinna I Reykjavlk,“ segir Sigtryggur Jónsson íbúi á Álftanesi. ganga á út á Álftanes, leið 23, eigi eingöngu að þjóna þeim íhúum sveitarfélagsins sem séu nemendur við Garðaskóla og Fjölbrautar- skólann í Garðabæ. „Ekki er ætíunin að sinna innanbæjarakstri á Álftanesi og ekki er ætíunin að sinna þeim íbúum Álftaness sem- vinna í Reykjavík. Til þess að vera kominn í vinnu ldukkan átta í miðbæ Reykjavíkur þarf viðkomandi að taka strætó klukkan rúmlega hálfsjö frá Álftanesi. Þetta er sama vegalengd og fyrir þá íbúa, sem búa næst Úlfarsfelli í Mosfellsbæ. Skyldu þeir fá sömu „þjónustu"?" spyr Sig- tryggur, sem vÚl ekki fallast á nýja leiðarkerfið: „Á meðan þjónusta Strætó er ekki meiri en þetta legg ég til að ekki verði miðað við íbúafjölda á Álfta- nesi þegar kostnaðarhlutdeild Álft- nesinga í Strætó bs. er ákvörðuð. Miðað verði við fjölda þeirra Álft- nesinga, sem stunda nám við Garða- skóla og Fjölbrautarskólann í Garða- bæ. Sem útsvarsgreiðandi get ég ekki fallist á annað."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.