Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2004, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2004, Síða 24
24 FIMMTDACUR 23. SEPTEMBER 2004 Fókus DV Flugan Ungt fólk í kjallaranum í Vatnsmýrinni Norður og niður í Norræna húsinu Umsjón: Páll Baldvin Baldvinsson pbb@dv.is Allir voða hissa! Guðbergur íhaldskúkur VIBBRÖGÐ hafa veriö nokkuö snöf- urmannleg viö fyrirlestri Guöbergs frá I slöustu viku, en hann má lesa á vefJPV- útgáfu.Á ööru vefsetri, Kistunni, geystist Lára Magnúsdóttir fram og lét Begga hafa þaö óþvegiö, var reyndar standandi hissa hvaö hann væri mikiö ihald I skoö- unum. Á sama vefstökk Hermann Stefáns- son fram skömmu seinna og greindi Grindavikurskáidiö glæsilega sem eftir- hermu á einhverjum Spánverja sem Her- mann hefurheyrt tala en viö hin hvorki heyrt né séö. Væri Hermanni llkt að hafa skrökvaö þeim kalli upp og mulið upp i vit hans gamalt grindviskt taö. Gallinn á Guöbergi er hvaö hann siær úr og i. Hann veður mótsagnir fram og aftur i brimgaröinum, aöfall og frá- fall, en reynir aö sjá til botns eins og lítill drengur I leit aö skelinni sinni. En voru það einhver tlöindi aö hann væri afturhald? Hvar höfum við verið? Er ekki búiö að sullast upp hjá honum f ræðu og riti gallsúrt andvarp yfir öllu sem hefurgerst-.bitlamenningu, rót- tækni, rokki, kvenfrelsisbaráttunni sem var nú alveg aö keyra hann á hvolf? Er þaö eitthvaö nýtt? Bergur er æ meir aö taka á sig hlut- verk Halldórs Laxness. Kennir þolinmæði og kristilegt þolgæöi, ró og Ihygli ihugs- un, þusar um Snorra og yfírgefna hefö. Leyfum honum að eldast. Bara hann láti sér ekki vaxa vörtu. Á föstudaginn, þann 24. septem- ber kl. 20 verður opnuð sýning isýn- ingarsötum Norræna hússins sem er kölluð NORÐUR OG NIÐUR. Þetta er farandsýning ungra finnskra, sænskra og íslenskra listamanna og eftir dvöl hér fer sýningin til Stokk- hólms og Helsinki á næsta ári. Mikii fjölbreytni er í verkum myndlistar- mannanna: skúiptúrar, málverk, grafík, teikningar, vídeó, hijóðverk og innsetningar, svo nóg er að skoða. Sýningin stendur til sunnudagsins 31. október og verður opið daglega kl. 12-17 alla daga nema mánudaga. Listamennirnir eru afislands hálfu: Sólveig Einarsdóttir, Ragnar Jónas- son, Rakel Gunnarsdóttir, Guðný Rúnarsdóttir og Guðmundur Thoroddsen. Frá Sviþjóð eru þau Malin Stáhl, Carl Boutard, Hans And- erson, Matthias Akerfeldt og Sanna Gabrielson. Finnarnir eru: Milja Viita, Timo Vaittinen, Karri Kuoppala, Markus Perala og Marjaterttu Harri. Auk þeirra sýna átta isienskir myndlistarmenn sem gestir: Darri Lorenzen, Dodda Maggý, Hildi- gunnur Birgisdóttir, Huginn Þór Ara- son, Hörn Harðardóttir, Kolbeinn Hugi Höskuldsson, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir og Pétur Már Gunn- arsson. Hugmyndin er að bjóða sænskum krökkum að sýna með i Stokkhólmi og finnskum í Helsinki. Á opnuninni á föstudaginn spila hljóm- sveitirnar Helmus og Dalli, Benni Hemm Hemm og Útburðir. Þjóðleikhúsið frumsýnir um næstu helgi leikrit eftir eitthvert efnilegasta leikskáld Rússa Vassily Sigarev en hann skrifar um ótrúlegan nöturleika og mannlega eymd í Rússlandi nútímans. Nokkuð sem hann þekkir af eigin reynslu. At svikahröppum, gráöngnm og grótum Á föstudagskvöld ffumsýnir Þjóð- leikhúsið á Smíðaverkstæðinu nýlegt leikrit: Svarta mjólk eftir tæplega þrí- tugan rússa: Vassily Sigarev. Hann er einn af nokkrum rússneskum leik- skáldum sem hafa gert það gott á Vesturlöndum á síðustu árum. Tveir aðrir landar hans, Presnjakov-bræð- umir, eiga verk á fjölum Borgarleik- hússins síðar í vetur. Hvað hafa þess- ir menn að segja Vesturlandabúum? Er heimur þeirra svo nálægur okkur að við rötum inn í hann og komum heilli eða sködduð út? Alkóhólismi og eiturlyfja- neysla Sigarev átti framgang sinn í leik- húsi Vesturlanda að þakka leikhús- stjóranum í Royal Court-leikhúsinu, því fornfræga leikhúsi sem fóstraði stóra kynslóð breskra leikskálda á sjötta áratugnum. Þegar Sigarev var verðlaunaður á breskri leikhúshátíð fyrir sitt fyrsta verk Plasticine, féll hann grátandi á hné og blessaði leikhúsið. í beinni útsendingu! Royal Court -leikhúsið hefur sýnt ís- lenskum leikskáldum áhuga síðustu misseri, bæði Þorvaldi Þorsteinssyni Vassily Sigarev Hiö rússneska leikskáld lítur talsvert betur úten lifnaðarhættir hans gefa til kynna. Verk hans eru afar miskunnarlaus. og Jóni Atía Jónassyni. Það fylgir þeirri pólisíu um þessar mundir að Bretar verði að opna leikhús sín fyr- ir verkum frá öðrum þjóðum. Sigarev býr Yekaterineburg í Úralfjöllum. Það er frægur staður í rússneskri sögu: Yeltsin er þaðan ættaður og þar féll Nikulás 2. fyrir aftökusveitum Leníns. Borgin varð síðar mikil iðnaðar- og námuborg en skammt utan við borgina voru einu títannámur Sovétríkjanna í bænum Verkhnaya Salda. Þar er Sigarev fæddur og uppahnn. Þegar námuna þraut og Sovétið var hrunið lifðu bæjarbúar á gríðarmiklum flákum af úrgangi úr námunni. Skrapað var hreinu títani úr úr- gangnum og það selt á opnum markaði. Þegar þessa uppsprettu þraut var ekkert eftir nema fátækt og óregla. Eiturlyfjaneysla snarjókst í borginni og eyðnin kom í kjölfarið. Bróðir Sigarevs er heróínsjúklingur. Leikskáldið og faðir hans báðir alkar. Grimmd og græðgi í kómísku Ijósi Þegar breskur blaðamaður frá Guardian fór í heimsókn til heima- borgar skáldsins hryllti hann við eymdinni sem blasti við í illa hirtum blokkarhverfum. Skáldið fannst hvergi, hann fer á túr og sést þá ekki á skrifstofu tímaritsins sem hann rit- stýrir. Viðtalendur blaðamannsins í borginni voru hissa að hann skyldi hafa komið langa leið til að hitta fyllibyttu, nær væri að tala við skáld sem nytu virðingar og hægt væri að finna. Loksins þegar skáldið kom í leitirnar var okkar maður staffírug- ur: ástandið sem hann lýsti í verkum sínum væri stórum skárra en sá raunveruleiki sem borgarbúar byggju við. Svört mjólk segir frá tveimur ungum spekúlöntum, strák og stelpu, sem ferðast um og selja brauðristar. Þau eru svikahrappar, gráðug, gróf og víla ekki neitt fyrir sér. Það er sagt ríkara af kómík en önnur verk skáldins, en lýsir samfé- lagi sem er í greipum grimmdar og græðgi svika og sölumennsku. Mönnum er tamt að minnast mann- lýsinga Gorkys í frægu verki hans Djúpinu. Persónugalleríið er sam- safn fólks sem lifir á jaðri í flestu til- lití og þegar öfgum er safnað á svið- ið er skammt að bíða átaka, harka- legra og ljótra átaka. Það er sem sagt erindi skáldsins við okkur og Þjóðleikhúsið mun færa okkur flís af rússnesku samfé- lagi á föstudaginn. Kjartan Ragnars- son stjórnar, Ingibjörg Haraldsdóttír þýðir. Þegar okkur er sýnd flísin, þá er bara spurningin hvort við sjáum bjálkann. pbb@dv.is Einn gegn öllum Hjá bókaforlaginu Bjarti kom nýlega út bókin Vernon G. Littíe eftir DBC Pierre en fyrir hana hlaut höfundur hin eftirsóttu Booker- verðlaun árið 2003 og skyldi engan undra. Sögusvið bókarinnar er smá- bærinn Martirio í Texas og aðalper- sónan er Vernon, 15 ára unglings- piltur sem á ekki sjö dagana sæla, svo vægt sé til orða tekið. í upphafi bókarinnar er hann í yfirheyrslu hjá lögreglunni en honum er gefið að sök að hafa myrt bekkjarfélaga sína, sextán talsins. Vernon hefur reyndar góða fjarvistarsönnun en hún er svo neyðarleg að hann kem- ur sér ekki að því að gefa hana upp. Vernon er sumsé saklaus af þessum skelfilega glæp en samfé- lagið er staðráðið í að gera hann ábyrgan með öllum mögulegum brögðum. Vernon er ótrúlega einn í þessum harmleik og fær lítinn stuðning, ekki einu sinni frá móður sinni enda er hún snillingur í að forða sér frá að horfast í augu við veruleikann. Svo fer um síðir að Vernon gefst upp og ákveður að flýja til Mexíkó. Á flóttanum mátar hann sig inn í aðstæður og veröld hetjanna sem hann þekkir úr sjónvarpi og kvik- myndum en þar á drengurinn að sjálfsögðu hvergi heima. Hann er fórnarlamb í úrkynjuðu samsæri spilltra samfélagsafla og þegar hann er aftur gripinn af réttvísinni er hann sakaður um enn fleiri glæpi en áður. Persónur bókarinnar eru farsa- kenndar en samt sorglega kunnug- legar; heimskar, miskunnarlausar, eigingjarnar og dómharðar. Móðir Vernons og vinkonur hennar hafa meiri áhuga á ísskápum og matar- kúrum en hugar- ástandi og aðstæðum stráksins og þótt þær komi saman í nafni vináttunnar krauma öfund og meinfysi undir eins og kolamol- ar í helvíti. Þeir sem fram koma í nafrii laga og reglu eru upp til hópa skítapakk sem þjarmar að drengnum, afvega- leiðir hann, hæðir og úthúðar. Holdgervingur illskunnar er fréttamaðurinn Lally sem skýtur upp kollinum í byrjun sögunnar. Honum tekst á lævísan hátt að koma sér í mjúkinn hjá mömmu Vernons og áður en langt um líður er hann farinn að stjórna heimilinu harðri hendi. Lally er svikahrappur og svindlari sem er staðráðinn í að nýta harmleikinn sér til framdrátt- ar og svífst einskis í ráðabruggi sínu. Þetta skynjar Vernon en af því hann er bara barn verður hann undan að láta í uppreisn sinni gegn Lally. Aðrir sem tengjast Vernon eru kennari hans og geðlæknir sem báðir eru úlfar í sauðargæru, við- bjóðslegar mannfylur sem nýta sér sakleysi barna og tU að bjarga eigin skinni vitna þeir gegn Vernon í réttarhöldunum í lok bók- arinnar. Vernon G. Littíe er sláandi bók og ein áhrifaríkasta samfélags- ádeUa sem ég hef lengi lesið. Bygg- ingin er snUldarvel úr garði gerð, stígandin hæg en ótrúlega mögnuð og frásögnin er svo hrikalega spennandi og óvægin að sá hlýtur að hafa stáltaugar sem ekki verður snortinn af lestrinum. Þetta er erfið bók að lesa, hrika- DBC Pierre Vernon G. Little Þýðandi: Árni Óskarsson Verð: 1980. kr. Útgefandi: Bjartur 2004. Bókmenntir lega erfið, enda er hér að finna absúrdískan samtíning af flestu því sem afvega hefur farið í amerísku og vestrænu samfélagi síðustu ára- tugi. Hér er sjónum beint að byssu- eign almennings, sem býður upp á aukið ofbeldi og jafrivel morð, og vanhæfir og sinnulausir foreldrar fá sinn skerf svo og brotið dómskerfi. Síðast en ekki síst er spjótum beint að vægðarlausri umfjöllun og sterkum áhrifum fjölmiðlanna sem laða fram takmarkalausa dómhörku samfélagsins.En þó höfundur hlífi lesendum lítt hvað spillingu, ruddagang og siðleysi varðar skilur hann samt eftir von- arglætu, sem betur fer ... ella færu viðkvæmir lesendur gjörsamlega á taugum! SigríðurAlbertsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.