Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2004, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004
Fréttir DV
Tíu þúsund
manna stúka
Knattspyrnusamband
íslands heftir sótt um leyfi
fyrir að byggja
tvær nýjar stúkur
við enda núver-
andi stúka á Laug-
ardalsvelli. „Sam-
tals verða um 10
þúsund stúkusæti
eftir stækkun
Þjóðarleikvangs
íslendinga á lóð við Reykja-
veg í Laugardal," segir í
umsókn til byggingafulltrú-
ans í Reykjavík sem frestaði
afgreiðslu málsins í gær.
Auk nýju stúkubygging-
anna vilja knattspyrnu-
menn reisa þriggja hæða
steinsteypta skrifstofu- og
ráðstefnubyggingu við
leikvanginn og endurnýja
þak eldri stúku.
Farþegaferjan Norræna sneri við á leið til íslands. Straumhnútur skall á skipinu á
snúningnum. Verslanir og veitingasalir í rúst. Farþegar sendir með flugi til Dan-
merkur og þaðan til íslands. Einar J. Einarsson farþegi kastaðist fram úr koju sinni.
Norræna kastaoist
íi hliðina í veöorofsa
Hátækni-
setur á
Sauðárkróki
Sveinn Ólafsson, pró-
fessor í eðlisfræði við
Háskóla íslands, hefur
sett
fram
hug-
myndir
um há-
tækni-
setur á
Sauðárkróki. Setrið á að
byggja á nýjustu tækni
varðandi varmaaflsfræði,
meðferð og geymslu
vetnis, ásamt nano-
tækni, að því er segir í
fundargerð atvinnu- og
ferðamálanefndar
Skagafjarðar. Þá segir að
byggja eigi á rannsókn-
arverkefnum meistara-
og doktorsnema í eðlis-
fræði og hátæknigrein-
um. Skagfirðingar vilja fá
Svein til fundar „og ræða
frekar þær áhugaverðu
hugmyndir sem hann
hefur sett fram".
Börn fá meira
morgungláp
Úvarpsráð hefur ákveðið
að lengja morgunsjónvarp
fýrir börn í vetur. Á fundi
ráðsins í gær var einnig
loks samþykktur
rammi að vetrar-
dagskrá sjón-
varpsins almennt.
Á fundinum
kynnti Rúnar
Gunnarsson dag-
skrárstjóri inn-
lendu vetrardag-
skrána. Fulltrúar Samfylk-
ingarinnar í útvarpsráði,
Svanfríður Jónasdóttir og
Ingvar Sverrisson, sögðu
samþykki sitt fyrir vetrar-
dagskránni ekki þýða „sjálf-
krafa stuðning eða sam-
þykki við efriistök eða
áherslur einstakra fram-
leiðanda".
Farþegaferjan Norræna fékk á sig ólag á milli fslands og Færeyja.
Gríðarlegt högg skall á skipinu þegar því var snúið undan veðr-
inu og farþegi kastaðist fram úr kojunni. Allt fór af stað í verslun-
um og veitingasölum skipsins sem hætti við íslandsför og sneri
aftur til Þórshafnar í Færeyjum. Ekki verður farið til Islands fyrr
en eftir viku. Farþegar hundóánægðir með óþarfan viðsnúning.
„Ég var áð reyna að sofna þegar ég
varð þess var að byrjað var að snúa
skipinu undan veðrinu. Þá skail
hnútur á bakborðssíðuna framarlega
og skipið lagðist á hliðina. Ég kastað-
ist fram úr kojunni við höggið," segir
Einar Jóhannes Einarsson, einn far-
þeganna um borð í Norrænu. Þegar
atvikið átti sér stað undir miðnætti á
mánudagskvöld var skipið statt um
150 sjómflur norðvestur af Færeyjum
á leið til Seyðisfjarðar. Samkvæmt
upplýsingum frá Veðurstofu íslands
var þá rok eða ofsaveður á slóðum
skipsins. Einar Jóhannes segir að í
fyrstu eftir brottförina frá Þórshöfn á
mánudag hafi allt gengið eðlilega
fyrirsig.
„Við sigldum á milli eyjanna í
bh'ðu. Fljótlega eftir að við komum út
á opið haf fór dallurinn að höggva.
Það smájókst og um kl. 11 um kvöld-
ið voru orðin mikil læti um borð.
Skipið var létt enda hálftómt því
aðeins 30 bflar og um 40 farþegar
voru um borð. Ðallurinn skoppaði
eins og tómur skókassi á sjónum,"
segir Einar Jóhannes, sem er reyndur
sjómaður og hefur um árabil siglt um
mörg heimsins höf. Eftir að skipið
hafði rétt sig hélt Jóhannes í veitinga-
salinn þar sem hann segir að ailt hafi
bókstaflega verið á hvolfi.
„Aðkoman í veitingasölunum
var dálítið svakaleg. Stólar og borð
höfðu farið af stað og þarna ægði
öllu saman. Frá barnum lagði
ramman þef enda brotnuðu flöskur
með hinum ýmsu áfengistegund-
um og blönduðust í magnaðan
kokkteil. í verslununum tveimur
var þó aðkoman sýnu verst því bók-
staflega allt hafði farið af stað og
lent í einni bendu. Frystiskista í
versluninni hafði tekist á loft og
„Dallurínn skoppaði
eins og tömurskó-
kassi á sjónum."
kastast þvert yfir búðina þar sem
hún lenti á fatarekkum og skorðað-
ist þar,“ segir hann.
Fríar veitingar
Eftir að skipinu hafði verið snúið
undan veðri róaðist allt. Sett var á
ftflla ferð í átt til Færeyja aftur í stað
Allt á hvolf Aökoman I verslunum og veitingasölum var svakaleg enda allt úr lagi gengið.
þess að dóla og bíða þess að veðrið
lægði.
„Það bar ekki á ótta meðal farþeg-
anna enda stóð þetta stutt og skipið
rétti sig strax aftur. Áhöfnin stóð sig
ágætlega þótt sú ákvörðun að snúa
aftur benti til þess að menn væru
óöruggir með skipið. Á bakaleiðinni
haggaðist ekkert," segir hann.
Farþegum Norrænu var tilkynnt í
kallkerfinu að öllum farþegum væri
boðið upp á fh'ar veitingar í kaffiteríu
skipsins.
„Mér finnst illskiljanlegt að skip-
inu skyldi hafa verið snúið við til Fær-
eyja. Það var eins og það væri skrekk-
ur í skipstjóranum. Viðbrögðin voru
handahófskennd. Nú sitjum við
farþegamir sem vorum á leið til
íslands uppi með að þurfa að fljúga
til Kaupmannahafnar og þaðan
heim," segir Einar Jóhannes. n@dv.is
ú®is®iflTiTmTi n im n'
Einar J. Einarsson Kastaðist fram ur
koju sinni þegar skipinu var snúið
undan veðrinu. Botnar ekkert í þeirri
ákvörðum skipstjórans að halda aftur
til Færeyja í stað þess að fara til
Islands. Skipið kom aftur til hafnar i
Færeyjum upp úrklukkan 10 i gær-
morgun. Ráðviiitir farþegar vissu þá
ekkert hvað var framundan.
Leiðtoginn þarf að vera skáld
Svarthöfði fylgdist með eldhús-
dagsumræðum frá Alþingi í eldhús-
inu heima hjá sér. Svarthöfði er ný-
búinn að fá sér sjónvarp í eldhúsið
og þótti því við hæfi að fylgjast með
umræðunum þar. Hellti upp á og
smurði samlokur á meðan stjórn-
málamennirnir töluðu.
Fyrst var það Halldór með
stefnuræðuna. Heldur þótti Svart-
höfða ræðan þurr og smurði því
meira eftir því sem á ræðuna leið.
Ukt og hún væri skrifuð af skrif-
stofumanni úti í bæ. Af framgöngu
forsætisráðherra mátti ráða að hann
var ekki að lesa eigin orð upp af
Íf.____________
Svarthöfði
blaði. Vonandi hefur hann vitað
hvað stóð í ræðunni áður en hann
hóf lesturinn.
Svo kom Davíð. Blaðlaus og tal-
aði út í loftið hjálparlaust. Stórbrot-
inn performance þegar hann bað
andstæðinga sína í pólitík afsökunar
og fyrirgefningar fýrir að hafa verið
til svo lengi. Og þvælst fyrir þeim.
Afsakaði svo stríðið í írak með
nokkrum vel völdum orðum sem
enginn gat mótmælt.
Davíð er skáld og getur talað blað-
laust. Halldór er ekki skáld og verður
því að notast við ræður sem aðrir
skrifa. Þama er mikill munur á og í
raun á þjóðin kröfu á að leiðtogi
hennar sé skáld og geti talað blað-
laust og af viti þegar minnst varir.
Eini stjórnmálamaðurinn sem það
getur án þess að vera skáld er Ólafur
Ragnar Grímsson. En það er sérgáfa
hans og hvorki öðrum æduð né gefin.
Steingrímur J. Sigfússon var sjálf-
um sér líkur. Hraðmælskur og jafii-
laus við stam og hross við hala.
Svarthöfði hefur aldrei trúað svona
mælskum mönnum. Enginn talar
hraðar en hann hugsar.
Þegar fulltrúi Fijálslynda flokks-
ins frá Sauðárkróki hóf upp raust
sína yfirgaf Svarhöfði eldhúsið og
sjónvarpstækið sitt þar. Þessi frjáls-
lyndi Sauðkrækingur er hvorki skáld
né stjórnmálamaður. Sumir eru bet-
ur geymdir í eldhúsinu heima hjá sér
en í eldhúsdagsumræðum annarra.
Svarthöföi
Hvernig hefur þú það?
„Æ, gigtin er alveg að drepa mann, að ekki sé talað um bölvaða támeyruna og fótsvepp-
inn sem er farinn að fikra sig upp eftir kálfunum og innra lærið, alla leið upp í gyllin-
æðina,"segir Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður.„Nei, svona grínlaust, þá hef-
ur maður undan engu að kvarta, þvert á móti. Það er gott að vera Islendingur árið 2004,
einkum efmaður mátar sig til dæmis við árið 1704, eða ber saman kjör okkar 300 þús-
und manna nútímasamfélags við kjörþúsunda milljóna íbúa þriðja heimsins."