Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2004, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2004, Blaðsíða 32
■pj’átictikoZ Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrirhvert fréttaskot sem birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^nafnleyndarergætt. r-1 55D5D9D SKAFTAHLÍÐ24, WSREYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910 ] SÍMIS50S000 vi ‘tb .m. fc IIIAlSli! *\ paper + fnends Rannsóknastofnun b arins Stórskemmdi „Þetta gerðist í morgun. Helvítis bölvuð læti þegar þetta skall á húsinu," segir Kristján Ottós- son, framkvæmdastjóri Lagnakerfamiðstöðvar- innar, sem vandar Rannsóknastofnun bygging- ariðnaðarins ekki kveðjurnar. Kristján segir járnarusl á lóð Rannsókna- stofnunarinnar hafa fokið á hús miðstöðvarinn- ar með þeim afleiðingum að skipta þarf um tvær einingar í húsinu. „Húsið hjá okkur er glænýtt. Það skemmdist nokkuð við þetta enda ekki furða miðað við draslið sem stendur þarna utan við húsið hjá þeirn," segir Kristján sem hefur áður kvartað við stofnunina um laust rusl á lóð þeirra sem hann segir fjúka á víð og dreif þegar vindi, það hafi þó engan árangur borið. Kristján segir það furðulegt að hjá opinberri stofnun sem rannsóknastofnuninni sé það látið viðgangast að rusl og drasl liggi á víðavangi á lóð og fjúki svo í allar áttir þegar hvessi. „Maður hefði ætlað að svona stofnun þyrfti að sýna fordæmi," segir Kristján hjá Lagna- kerfamiðstöðinni sem er sjálfseignarstofnun og útbúin tækjum til þjálfunar fyrir lagnamenn. „Það er bara mikil mildi að enginn skyldi hafa verið nálægt þegar bitarnir fuku hingað Stórskemmt eftir fljugandi rusl Hus Lagnakerfamiðstöðvarinnar við Keidna- holt er ilia farið eftir að stálbitar frá lóð Rannsóknarstofnunar Byggingariönað- arins fuku á það í gær. Rusl Eins og sjá máá myndinni er allt i rusli fyrir utan Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins, en hluti afþvi fauk á næsta hús. yfir,“ segir Kristján en bæði starfsmenn og bílar þeirra sluppu naumlega frá fljúgandi stálbitum Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. Guðrún Ebba áhyggjufull „Ég hef þungar áhyggjur af verk- fallinu og hugur minn er hjá kennur- um,“ segir Guðrún Ebba Ólafsdóttir, borgarfulltrúi og fyrmm formaður Fé- lags grunnskólakennara. Guðrún situr nú hinum megin við borðið sem sveit- arstjórnarmanneskja og horfir upp á gamla félaga sína í vanda. Sjálf tók hún virkan þátt í síðusm samninga- gerð grunnskólakennara sem margir telja ástæðu þess verkfalls sem nú geisar. Þá hafi kennarar samið af sér. Guðrún Ebba vill ekki svara því hvort hún finni til ábyrgðar vegna þessa né heldur hvort hún taki það inn á sig prívat og persónulega: „Ég ber ábyrgð á síðustu kjara- samningum sem formaður samn- inganefndar gmnnskólakennara. En ég get ekki tekið á mig ábyrgðina varð- andi útfærslu samningsins og fram- kvæmd hans í einstökum skólum. Auðvitað fmn ég til með kennurum, nemendum og foreldrum þeirra í þeim vanda sem nú steðjar að vegna verkfallsins. Ég veit að það er ekki auðvelt að vera kennari í verkfalli,“ segir hún. Framsóknarkonur í forleik „Við emm ekkert smeykar um að greiðinn verði innheimtur. Við göngum ekki í neina feita sjóði og þurfum þess vegna að sækja okkur styrki," segir Una María Óskarsdóttir, formaður Landssambands fram- sóknarkvenna, sem er á hringferð um landið til að þjappa konum í flokknum saman. Kon- urnar njóta velvildar Toyota sem leggur til jeppa og Essó sem skaffar eldsneyti. Þegar DV ræddi við Unu Maríu í gær var hún á Bifröst þangað sem hún kom frá Vestfjörðum. Þar reyndist jeppinn vel í snjó og hálku. „Við emm að hitta framsóknarkonur um allt land í framhaldi af stórfundi okkar í Reykjavík 25. ágúst. Konur til áhrifa heitir herferðin og við hvetjum konur til að sækjast eftir áhrifum. Grunnurinn er sá að við konur og karlar erum ólík,“ segir hún. Una María bendir á að konur eru helming- ur þjóðarinnar og áríð- andi að sjónarmið beggja kynjanna komi sem víðast fram. Hún er ákveðin í að klára hringinn sem verði upphaf að öðm og meira. „Hringferðin okkar er forleikur- inn að starfi sem framsóknarkonur munu vinna til að auka áhrif og völd innan Framsóknarflokksins," segir Una María. Una María Óskarsdóttir Fer hringinn og þjappar framsóknarkonum saman. LÆKJARGATA 2a SÍMI 511-5001 OPIÐ 10-22 ALLA DAGA • Bjöm Ingi Hrafnsson er nýorðinn aðstoðar- maður forsætisráð- herra. Honum mun þykja upphefðinmikil og í sainræmi við það svarar hann ekki í síma heldur lætur taka skilaboð. Sagt er að nú sé erfiðara að ná sambandi við hann en sjálfan forsætisráð- herrann... • Sjálfstæðismenn með Guð- laug Þór Þórðarson í forystu hafa barist mjög fyr- ir því að börn fái inni í leikskólum borgarinnar. Nýjasta útspil þeirra em tölur um fækk- un leikskólabama í borginni. Vandinn er sá að fækkunin á við um allt landið. Fæðingartíðni hefur lækkað og innan R-listans er um það rætt að efna jafnvel til Ástarviku að hætti Bolvíkinga... Rannsaka nú! / r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.