Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2004, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004
Sport DV
Tap hjá
Tottenham
Forráðamenn enska úrvals
deildarliðsins Tottenham, til-
kjnntu í gær að félagið hefði
tapað rúmri milljón pimda á
síðasta ári, sem náði frá 1. júlí
2003 til 30. júm' á þessu ári.
Almennur rekstur félagsins
skOaði 9,7 milljón punda
hagnaði en dýr kaup leikmanna
á borð við Frederic Kanoute,
Jermain Defoe, Michael Brown
og Paul Robinson gerðu það að
verkum að tap varð á
rekstrinum. David Levy,
stjórnarformaður félagsins,
sagði ekki vera réttlætaniegt að
halda áfram á sömu braut í
leikmannakaupum en þó væri
ljóst að þessar miklu
breytingar sem félagið f
hefði gengið í gengum á \
síðasta ári væru /00*.
félaginu til l 'tkT
framdráttar í I ■ Z
framtíðinni. „Það Sjf ^
hafa orðið gífur- /
legar bre>i- j
jngará
hópnum
á síðasta ári, ÆZÍ ... )
sautján
leik- f"J \ I \
menn j
hafa farið |
og21 komiðí
staðinn,“ V
sagði Levy. *■ "
Meðal þeirra sem hafa yfirgefið
félagið er Gar>' Doherty, Helder
Postiga, Stephen Carr, Darren
Adnerton og Christian Ziege en
þeir sem hafa komið eru Pedro
Mendes, Sean Davis, Paul
Robinson, Timothee Atouba,
Erik Edman, Noureddine Nay-
bet, Michael Carrick, Noe
Pamarot og Calum Davenport
auk þeirra Freddie Kanoute,
Jermahi Defoe og Michael
Brovvn. Auk þess var Frakkinn
Jacques Santini ráðinn sem
knattspymustjóri iiðsins.
Mourinho
bálreiður út
í van Basten
Jose Mourinho. knattspymu-
stjóri Chelsea, er bálreiður út í
Marco van Basten, landsliðs-
þjáifara Hollendinga, fyrii að
velja ;\rjen Robben í hoilenska
landsliðshópinn fyrir leikina
gegn Finnlandi og Makedóníu f
undankeppni HM. Robben hefur
átt við meiösli að stn'ða á ökkla
að undanfömu en Hoilendingar
vilja fá að rneta ástand hans
janfvel þótt Robben geti ekki
hlaupið eins og sakir standa,
hv'að þá æft. „Robben getur ekki
hlaupið, hann getur ekki skotið
og harrn getur svo sannarlega
ekki æft. Þess vegna skil é-g ekiá
hvemig hægt er að velja hann í
landsliðshópinn. Haxm verður
þama og klappar félögum sínum
á öxlina því það eru meira en
tvær vikur þar til haiui verður
biiinn að ná sér af
meiðslunum,” sagði Mourinho
sem er ekki par hrifinn af
vhmubrögðum holienska
knattspymusambandsins og
þjálfarans Marco van
Basten. „Við töíum Lí
reglulega við nánast ' j
alla landsliðsþjálf- n
arana sem eiga
leikmenn hjá okfcur, frá
Englandi, Þýskalandi og
íslandi en ég hef aldrei
talað við neinn frá Hol-
Iandi.“ Mourinlto getíir í r
þó glaðst yfir því að
Robben sjálfitr hefur tfii- k
kynnt van Basten að
hann sé ekki heilí og
geti ekki spilað þessa
tvo landsleiki.
:« \
^ h
Andy Johnson, framherji Crystal Palace, hefur skorað fimm mörk í ensku
úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og er fjórði markahæsti maður deildarinnar á eftir
Thierry Henry, Jose Antonio Reyes og Nicolas Anelka.
Hver er þessi Andy
Johnson ?
I
R Andy Johnson er sennilega sá leikmaður sem hefur komið
p hvað mest á óvart í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
Johnson leikur með nýliðum Crystal Palace og hefur skorað
fimm af átta mörkum liðsins það sem af er leiktíðinni.
Það lætur kannski furðulega í
eyrum í dag en Andy Johnson kom
til Crystal Palace frá Birmingham í
júlímánuði 2002 sem skiptimynt
fýrir annan ffamherja, Clinton
Morrison. Steve Bruce, sem hafði
verið stjóri hjá Crystal Palace í
stuttan tíma haustið 2001, tók við
Birmingham-liðinu seinna sama ár
og var ekki lengi að ná Morrison frá
gömlu vinnuveitendunum. Stuðn-
ingsmenn Paiace voru brjálaðir yfir
því að missa Morrison sem var
mikið uppáhald þeirra og helsti
markaskorari en þeir vom fljótir að
taka Johnson í sátt en hann heillaði
þá með hraða sínum og baráttu-
gleði.
Johnson, sem er 23 ára gamall,
gekk til liðs -við Birmingham þegar
hann var sautján ára gamall, spilaði
44 deildarleiki fýrir félagið og
skoraði í þeim átta mörk. Félaga-
skiptin til Crystal Palace áttu hins
vegar eftir að breyta ferli hans og
gera hann að því sem hann er í dag.
Þrenna gerði hann vinsælan
Hann varð eftirlæti stuðnings-
manna Palace nokkmm mánuðum
eftir að hann gekk til liðs við félagið
þegar hann skoraði þrennu í
grannaslag gegn Brighton og síðan
aðra þrennu í næsta leik gegn
Walsall. Hann missti af mörgum
leikjum vegna meiðsla þetta tímabil
en náði samt að skora fjórtán mörk í
1. deildinni. Á sfðasta tímabili héldu
honum hins vegar engin bönd og
„Þegar lelkmaður er fljótur, sterkur
og hugrakkur, og hreyflngarnar eru
mjög góðar, þá skorar hann mörk. Ég
tel hann [Andy Johnson] vera elnn af
bestu framherjum ensku úrvalsdelld-
arlnnar."
Ian Dowie, knattspyraustjóri Crystal Palace, um
framherja sinn Andyjohnson.
Það er skemmtileg
staðreynd að hann er
markahæsti enski
leikmaðurinn í
deildinni.
hann skoraði 28 mörk fyrir Palace
sem tryggði sér sætí í ensku
úrvalsdeildinni eftir sigur á West
Ham í úrslitaleik í umspili um sæti í
deildinni.
Markahæsti Englendingurinn
í ljósi þess að hann skaraði fram
úr í 1. deildinni þarf frammistaða
hans í ensku úrvalsdeildinni á þessu
tímabili kannski ekki að koma á
óvart. Hann var þó algjörlega
óreyndur á meðal þeirra bestu og
það er skemmtileg staðreynd að
hann er markahæsti enski leik-
maðurinn í deildinni.
„Það er gaman að skora en það
mikilvægasta er þó að vinna leiki.
Við unnum okkar fyrsta leik í kvöld
og það skemmir ekki fyrir að hafa
skorað," sagði Johnson eftir leikinn
gegn Fulham á mánudagskvöldið en
þar skoraði Johnson eitt mark í 2-0
sigri Palace. oskar@dv.is
Varnarmaöurinn Rio Ferdinand er með sjálfstraust á við heila þjóð þessa dagana.
Ég hefði stoppað Maradona 1986
Varnarmaðurinn frábæri Rio
Ferdinand hélt upp á endurkomu
sína í enska landsliðið með því að
gefa út þá yfirlýsingu að hann hefði
komið í veg fyrir einleiksmarkið
1 sem argentínski snillingurinn
Diego Maradona skoraði gegn
^ Englendingum í heimsmeistara-
H keppninni í Mexíkó árið 1986,
mark sem gerði það að verkum að
Englendingar duttu út en
Argentínumenn héldu áfram og
urðu heimsmeistarar. Markið var
stórkostlegt en Maradona sólaði
háift enska liðið áður en hann fór
framhjá markverðinum Peter Shil-
ton og renndi boltanum í netið.
„Ég hefði viljað spila á móti
Maradona. Það var nánast ekki hægt
að koma í veg fyrir markið sem hann
skoraði gegn okkur árið 1986 því
hann fór ffamhjá hálfu liðinu. Ég
hefði hins vegar ekki rennt mér fyrir
hann og hann hefði ekki komist
framhjá mér,“ sagði Ferdinand
fullur sjálfstrausts.
Það er kannski ekki skrýtið að
Ferdinand skuli vera með sjálfs-
traustið rétt yfir meðallagi því Luis
Felipe Scolari, þjálfari Portúgala og
fyrrum þjálfari heimsmeistara
Brasilíu, lýsti því yfir á dögunum að
Ferdinand væri besti varnarmaður
heims.