Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2004, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2004, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 Fréttir DV Sigurjón er metnaðarfullur, útsjónarsamur og duglegur. Hann hefur frjóa hugsun og fylgist vel með á öllum sviðum. Sigurjón er ekki gallalaus. Hann hefur ekki mikið tímaskyn. Hann á það iika til að tala í marga síma í einu. „Hann hefur metnað og er að mörgu leyti mjög framsýnn. Hann er út- sjónarsamur og dugleg- ur. Hann er llka ágæt- iskunningi. Það er eins og með alla þessa menn sem búa í út- löndum að þeir hringja á skringilegum tímum, eðli máls- ins samkvæmt. Hann hefur dá- lltiö mikið að gera þannig að tímasetningarnar eru oft erfið- ar. Hann talar líka oft í marga sima í einu." Magnús Leópoldsson fasteignasali. „Sigurjón hefur afskap- lega frjóa hugsun og fylgist vel með, hvort sem er I kvikmyndum, listum, þjóðfélagsmálum, sjón- varpi eða útvarpi. Hann er ekki eins hlutar maður. Það er gott að leita ráða hjá honum. Það hefur enginn, svo ég viti, farið ósáttur frá hans borði. Sigurjón hefur bara einn galla, hann hef- ur ekki mikið tímaskyn." Sigurður G. Guðjónsson forstjóri. „Sigurjón ermjög áræð- inn, duglegur og hug- myndarlkur maður sem hefur komist langt á sin- um hugmyndum. Hann er mjög fær I sínu fagi. Þegar hann var í Flowers og Ævintýri var hann mjög„groundbreak- ing" bassaleikari og þegar hann spilaði á bassann með okkur I fyrra hafði hann engu gleymt. Það er enginn hér á jörðinni gallalaus." Björgvin Halldórsson söngvari. Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleið- andi er fæddur á Akranesi 15.júní 1952. Hann er menntaður kvikmyndagerðar- maðurog kvikmyndaleikstjóri frá Banda- rikjunum. Hann hefur starfað við kvik- myndagerð I Bandaríkjunum í mörg ár og framleitt fjölda kvikmynda, auk þess sem hann hefur komið að framleiðslu ótal kvik- mynda, þátta og tónlistarmyndbanda. Sigurjón var bassaleikari I hljómsveitunum Ævintýri, Brimkló og Flowers. Hann er af- kastamikill I viðskiptum og á meðal annars hlut í KB banka og Norðurljósum, auk fjölda fasteigna og jarða á íslandi. Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður fékk hjartasviða í fjallgöngu. Lagður inn á Landsspítalann og gert við fjórar kransæðar. Ekki mátti tæpara standa og þing- maðurinn hrósar happi yfir því að hafa getað brugðist við í tíma. Læknir bannar varaformanni fjárlaganefndar að lesa fjárlögin Einar Oddur slapp betur en Clinton Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður var svo stálheppinn að hann fékk viðvörun um hjartastíflu í tíma. Hann fann fyrir verkj- um fyrir brjdsti í fjallgöngu á heimaslóðum í önundarfirði í ágúst og fðr tafarlaust í hjartarannsókn sem leiddi í ljós að fjórar kransæðar voru að stíflast. „Ég er heppnari en Clinton því það tókst að komast fyrir meinið í tíma og ég slapp við hjartaáfall. Ég var í fjallgöngu í Önundarfirði þegar ég fann fyrir skrýtnum sviða í brjósti. Sviðinn hvarf þó strax og ég hvíldi mig,“ segir Einar Oddur Kristjáns- son alþingismaður sem greindist með fjórar hálfstíflaðar kransæðar. Þetta var um svipað leyti og Bill Clinton Bandaríkjaforseti fór í hjartaaðgerð. Einar var þó sýnu heppnari því hann var greindur áður en í óefni var komið og slapp með lágmarksaðgerð. Hann segist hafa tekið viðvörunina í fjallgöngunni alvarlega og þegar farið í rannsókn. „Ég hafði einu sinni áður fundið íýr- ir sams konar sviða í brjósti. Þá var ég sendur í þrekpróf en ekkert fannst," segir hann. Einar Oddur fór á Landspítalann þar sem ákveðið var að senda hann í hjartaþræðingu. Aðgerðin þróaðist útíviðgerð. „I þræðingunni fundust fjórar stíflur í kransæðum. Það var gert við þær á staðnum. Mér er sagt að það sé stundum hægt. Læknarnir sögðu mér að ég væri rosalega heppinn því þetta hefði verið ávísun á hjartaáfall. Einar Oddur segir að reykingar hafi verið taldar aðalorsökin. Sem dæmi um kaldhæðni örlaganna þá hætti Einar Oddur að reykja rúmum mán- uði áður en hann fékk viðvörunina. „Mér er sagt að reykingarnar séu aðalþátturinn í þessu. Reyndar er ég íslandsmeistari í að hætta að reykja. Ég hef reykt í 30 ár af seinustu 45 árum en hef verið hættur í 15 ár." Hann lá aðeins í 30 tíma á spítalan- um. „Ég slapp með 30 tíma á sjúkra- húsinu en var skipað að taka því ró- lega,“ segir Einar Oddur sem eftir aðgerðina hélt í hvíldar- og hress- ingarferð til Krítar. Hann er nú að safna kröftum á heilsuhælinu í Hveragerði, að mestu laus úr arga- þrasi Alþingis. „Mér er sagt að taka því rólega því þetta sé lengi að gróa. Ég hlýði því og æfi mig nú undir eftirliti í Hveragerði. Ég er að vísu með fjár- lögin með mér og les þau á milli þess að ég dett í reyfara. Læknirinn minn bannar mér að lesa fjárlögin og mælir frekar með reyfurunum," seg- ir Einar Oddur sem er varaformaður fjárlaganefndar Alþingis. Hann er ákveðinn í að hlýða læknunum og ná fullum kröftum aftur. „Ég veit að það var glópalán að stíflurnar uppgötvuðust í tíma. Nú er ég ótrúlega þægur og meðfærileg- ur þótt ég gægist í fjárlögin öðru Mér er sagt að reyk- ingarnar séu aðalþátt- urinn íþessu. Reyndar er ég íslandsmeistari í að hætta að reykja. hvoru. Ég geri mér grein fyrir að ég er óskaplega heppinn og er að læra að þakka fýrir það," segir Einar Odd- ur. rt@dv.is Þakjárn fauk í Keflavík Á næturvaktinni í fyrri- nótt var lögreglan í Keflavík þrisvar kölluð út vegna veðurs en bálhvasst var fram eftir nóttu. Þakjárn hafði losnað af fjölbýlishúsi og á skemmu í Keflavík sem og af íbúðarhúsi í Grinda- vík. Björgunarsveitir á þess- um stöðum voru kallaðar út til að sinna þessum til- fellum. Veðrið gekk niður þegar leið á nóttina og ekki kom til stórvandræða af þess sökum. Súlukóngur hreiðrar um sig á Wall Street Bjórstríð í uppsiglingu í Ármúlanum „Við skulum bíða eftir að hann fái leyfin og sjá svo til," segir Herdís Gísladóttir, veitingakona í Ármúl- anum sem nýverið flutti krá sína, Wall Street, um nokkra metra og opnaði Classic Rock á jarðhæð í Ár- múla 5. Wall Street var hins vegar á annarri hæð og þar er Kristján Jó- steinsson, fyrrum súlukóngur í Clinton í Fischersundi, að koma sér fyrir. í Ármúlanum er altalað að Krist- ján ætli að koma Classic Rock á kné með því að bjóða stóran bjór á 350 krónur. Herdís í Classic Rock selur hann hins vegar á 500 krónur og hefur gert lengi. Hún er til í bjórslaginn ef af verður: „Við erum komin í allt annað og betra húsnæði. Hér er betri aðstaða til alls og meira fjör fyrir bragðið," segir Herdís sem er fegin að vera komin niður á jarðhæð: „Ég var alltaf hrædd við stigann í Wall Street. Hann gat verið hættulegur og þarna voru menn að detta nið- ur,“ segir hún. Sá hluti Ármúlans sem hýsir krárnar Wall Street og Classic Rock var um tíma eitt helsta fjármála- hverfi höfuðborgarinnar. Af þeirri staðreynd dró Wall Street nafn sitt. Nú hefur KB banki flutt höfuð- stöðvar sínar niður í Borgartún og þá þótti Herdísi tími til að breyta til. Aðsóknin í Wall Street byggði mikið á ungum verðbréfamiðlurum sem störfuðu í hverfinu en eru nú fluttir annað. Kristján Jósteinsson hefur enn ekki opnað krá sína þar sem Wall Street var. Þar er verið að rífa allt út og byggja upp á nýtt. Gert er ráð fyrir súlum í veitingasal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.