Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2004, Blaðsíða 31
DV Síðast en ekki sist
MIÐVIKUDACUR 6. OKTÓBER 2004 31
Komið er að uppgjöri um írak
Stjómarandstöðuílokkamir þrír
sameinast nú um að leggja fram
þingsályktunartillögu í Alþingi um að
ísland dragi til baka stuðning sinn við
hið ólöglega árásarstríð „viljugra"
þjóða í írak, þar sem Ijóst sé að þetta
stríð hafl brotið í bága við alþjóðalög
allt frá upphafi. Einnig leggur stjómar-
andstaðan til að Alþingi skipi nefiid
sjö þingmanna sem fái það hlutverk
að rannsaka hvers vegna ríkisstjómin
ákvað að lýsa yfir stuðningi við stríðið
sem hófst með innrás Bandaríkjanna
og Bretíands í írak 20. mars árið 2003.
Þetta gerðist án nokkurs samráðs við
Alþingi. Samkvæmt tillögunni á
nefndin að fá aðgang að öllum gögn-
um stjómvalda sem leiddu til þess að
Davíð Oddsson, þáverandi forsætis-
ráðherra, og Halldór Ásgrímsson,
þáverandi utanríkisráðherra, ákváðu
að gera íslenska þjóð í fyrsta sinn í
sögu hennar ábyrga fyrir drápum á
þegnum annarrar þjóðar.
Stríð án tilgangs
Ekki sér fyrir endann á þessu við-
bjóðslega stríði. Tugir þúsunda hafa
særst og fallið. Saklausir líða mestar
þjáningar. Rúmlega 1.000 hermenn úr
innrásarliðinu hafa fallið. Þar af um
800 eftir að Bush Bandaríkjaforseti
lýsti því yfir að „verkefhinu væri
Hlálegt var að sjá
skósvein Halldórs for-
sætisráðherra lýsa því
yfir í Kastljósþætti í
fyrradag að einhver
þingmaður hefði
gerst brotlegur...
Magnús Þór
Hafsteinsson
þ ingflokksformaöur Frjáls
lynda flokksins, heimtar
rannsókn á aðild Islands ,,
að innrásinni I Irak. H
Kjallari
lokið". Upplausnarástand ríkir. And-
spymuhópar stunda skæruhemað
sem færist stöðugt í aukana með árás-
um á innrásarliðið, starfsmenn þess
og saklaust fólk. Villimennskan ræður
ríkjum á báða bóga. Ástandið versnar
eftir því sem nær dregur forsetakosn-
ingum í Bandaríkjunum og fýrirhug-
uðum kosningum í Irak eftir áramót.
Innrásin í Irak var mjög umdeild
ákvörðun á sínum tíma. Otal margt
benti til að ekkert réttlætti slíka aðgerð
og lögmæti hennar. Nú er vitað að for-
sendur sem gefriar vora upp fyrir inn-
rásinni vom í raun ekki fyrir hendi.
Engin gereyðingarvopn og engin
tengsl stjómvalda í írak við hryðju-
verkahópa sem staðið höfðu fyrir
glæpaverkum gegn vestrænum þjóð-
um. Fyrir þremur vikum lýsti Kofi
Annan, framkvæmdastjóri Samein-
uðu þjóðanna, síðan því yfir að inn-
rásin hefði ekki staðist alþjóðalög.
Útúrsnúningur og skætingur
Þrátt fyrir ofangreindar staðreyndir
kjósa báðir þeir menn, sem hljóta að
bera höfuðábyrgð á aðild íslands, að
svara gagnrýnisröddum meðal eigin
þjóðar með þögn, útúrsnúningi og
skætingi. Halldór Ásgrímsson, fyrrver-
andi utanríkisráðherra og núverandi
forsætisráðherra, reynir að tala sem
minnst um þetta mál og tuldrar bara
eitthvað sem túlka má að hann hafi
verið plataður. Davíð Oddsson, fyrr-
verandi forsætisráðherra og núver-
andi utanríkisráðherra, er forhertari.
Hann notaði tækifærið við eldhús-
dagsumræður í Alþingi sl. mánudags-
kvöld til að hreykja sér af aðild íslands
að innrásarglæpunum í írak. Davíð
sagði: „Það er þannig að í 800 byggðar-
lögum í írak er friður í 795. Það er óró-
leiki mikill í 4-5 byggðarlögum. Sú er
breytingin sem hefur orðið frá því sem
áður var að óttanum hefur verið bægt
burtu úr þessum 795 byggðarlögum.
Þar á fólkið von, líka litíu bömin sem
áður dóu vegna vanrækslu og þess
háttar. Þar eiga þau núna von. Vonin
var eklá fyrir hendi áður en vonin hef-
ur skipt sköpum. Einum versta harð-
stjóra aldarinnar var bægt í burtu og
hýstur þar sem hann á heima. Þess
vegna er þar áfram von. Þess vegna
hljótum við að vera stolt yfir því að
hafa haft atbeina að því að þessi þróun
yrði."
Utanríldsráðherra lét þó ósagt með
hvaða hætti hann skilgreinir ömgg
byggðarlög í írak. Em borgir á borð við
Samarra, Fallujah, Ramadi, Baquba,
Bagdad, Najaf, Karbala, Kirkuk, Mosul
og Basra meðal þeirra „byggðarlaga"
sem utanríkisráðherra telur ömgg í
dag? Væri hann tilbúinn að heimsælqa
þessa staði á morgun?
Gleymska Davíðs
Utanríkisráðherra gleymdi því líka
að fyrir daga innrásar íslands, Banda-
ríkjanna, Bretíands og annarra, ríkti
miskunnarlaust viðskiptabann gegn
írak. Viðskiptabann sem svipti þús-
undir bama lífi, m. a. vegna þess að
ekld var hægt að kaupa handa þeim
nauðsynleg lyf. Hann gleymdi líka að
geta þess að Saddam Hussein komst
upp með öll sín verstu glæpaverk gegn
eigin þegnum, einmitt vegna þess að
stjómvöld í þeim löndum sem nú
standa fyrir innrásinni í frak héldu yfir
honum vemdarhendi og horfðu
aðgerðalausar á.
Ekkert bendir til þess að sú að-
gerð, að ráðast inn í írak með tæplega
200.000 manna herafla með þeim af-
leiðingum að landið er nú í rústum,
þúsundir liggja í valnum og landið nú
orðið vígvöllur sem getur af sér
hryðjuverkaöfl sem blómstra sem
aldrei fyrr, hafi verið lausn á þeim
vanda sem blasti við í írak. Hér helltu
menn oh'u á eldinn.
Lögbrot
Aðild íslands að árásinni á frak sem
nú hefur staðið yfir í rúmlega eitt og
hálft ár, era mestu mistök sem okkur
hafa orðið á í utanríkismálum. Þessi
mistök verðum við að leiðrétta með
því að draga okkur frá þátttöku í þess-
um voðaverkum. Síðan verður að
rannsaka orsakir þess að rfldsstjómin
braut lög með því að gera okkur að
stríðsaðila með því að skrá þjóðina á
Usta yfir hinar „viljugu" þjóðir.
Samkvæmt þingsköpum Alþingis
sem era lög, skal rfldsstjómin ávallt
bera meiriháttar utanrfldsmál undir
utanrfldsnefnd þingsins. Þetta var ekki
gert og lögin því brotin. Hlálegt var að
sjá skósvein Halldórs forsætisráðherra
lýsa því yfir í Kastíjósþætti í fyrradag
að einhver þingmaður hefði gerst
brotíegur við þessi sömu þingskapalög
með því að leka stefnuræðu forsætis-
ráðherra í DV um síðastliðna helgi. Ég
ætía ekki að veija þann sem lak þessari
ræðu. Það ber að fordæma. En það
hlýtur þó að teljast skömminrii skárra
að brjóta þingsköp með því að leka
innihaldslausri ræðu sem ekkert nýtt
hefur fram að færa í fjölmiðla, en að
skrá þjóðina til þátttöku í stríðsglæp-
um að henni forspurðri.
Hvað segir
mamma
„Hún er alveg yndisleg mann-
eskja og stórkostlegur listamaður,"
segir Jóhanna Ammundardóttir,
móðir Eddu
Heiðrúnar Back-
man leikkonu sem
nú hefursestíleik-
stjórastólinn.
„ÍJún var alveg
stórkostíegt barn,
örlát og fjölhæf
manneskja, þá
eins og nú. Við
fluttum frá Akra-
nesi þegar hún var
rúmlega þriggja ára
og bjuggum fyrst í Barmahlíð, síðar
vestur í bæ. Hún fór hér í Mennta-
skólann við Sund og kenndi í
Ólafsvík áður en hún fór í leiklistar-
skólann. Síðan þá hefur verið mjög
mikið að gera hjá henni. Hún hefur
alltaf verið mjög listhneigð og lærði
á píanó komung, var góður teikn-
ari og gekk alltaf ofsalega vel í
skóla. Þau eru samrýmd systkinin
og öll ákaflega listhneigð. Þau
komu saman alltaf á laugardögum
þegar Ammundur sonur minn var
veikur, það var ólýsanlegur harmur
að missa hann. Þau syngja fallega
bömin mín. Edda syngur eins og
engill, hún er mikið yndi. Hún er
afskaplega dugleg og góð við sínar
vinkonur og vini. Þau styðja hana
nú andlega í hennar eifiðu veik-
indum."
Edda Heiðrún Backman hefur sest í leik-
stjórastólinn I fyrsta skipti eftir farsælan
feril á sviðinu. Hún leikstýrir nú verkinu Svik
hjá Leikfélagi Akureyrar og hefur fengið
frábæra dóma fyrir. Edda Heiörún hefur
veriö ein ástsælasta leikkona þjóöarinnar I
mörgárauk þess aðhafa sungið margar
sígildar dægurperlur. Edda Heiðrún greind-
istmeð ólæknandi taugahrörnunar-
sjúkdóm fyrir skömmu.
Edda Heiðrún
Backman fær
frábæra dóma
fyrir leikstjórn
verksins Svik.
Slysahætta við
Þjóðminjasafn
ElIiUfeyrísþegi hríngdi:
Nýju tröppurnar við Þjóðminja-
safriið era stórhættulegar. Það er
bara eitt handrið í miðjunni og
enginn annar staður til að halda sér
í. Við systkin-
in, sem bæði
erum öldrað
og höfum
gaman af því
að skoða
söfn, fórum
að skoða
þetta nýja fal-
lega safn dag-
inn eftir
breyting-
ar og leist
nokkuð
vel á, en
þama féll
Lesendur
skuggi á. Það era engar merkingar
til að sýna hvar tröppurnar enda,
þannig að maður sér ekki hvar
maður á stíga. Þetta er mjög vont
fyrir sjóndapurt fólk. Ég er mjög
hræddur um hvemig þetta verður í
vetur þegar hálkan kemtu, því þá
geta orðið stórsfys á fólki. Mér hefði
fundist að menn hefðu mátt vanda
sig betur við þennan þátt þessara
dýru framkvæmda.
Á sunnudaginn klukkan 14 var
ég á leið frá Hafnarfirði til Reykja-
víkur. Ók þá fram úr mér svartur
Land Cruiser-jeppi á minnst 120
kílómetra hraða. Aftur í sat Ólafur
Ragnar Grímsson forseti og jeppinn
var með skrásemingarnúmerið 3
eins og um forsetabfl númer þrjú
væri að ræða. Nú kann að vera að
forsetanum hggi stundum á eins og
okkur hinum en þetta var stór-
hættulegt ökulag og engum þjóð-
höfðingja sæmandi.
Þjóðminjasafnið
Innhringjandi hafði áhyggj-
urafvarasömum tröppum
við endurbætt safnið.
Launin voru fyrir skatt
Iviötali við tvo nýútskrífaða kenn-
ara sem birtist í DV á mánudag var
rangt haft eftir þeim að laun þeina,
MOþúsundog 160þúsund,væru
útborguö laun. Hið rétta erað upp-
hæöirnar sem þær Brynja Dögg og
Karólína fá I mánaðarlaun og til-
greindar eru I greininni eru upp-
hæðir fyrir skatta. Stúlkurnar fá
því 140 og lóOþúsundnýút-
skrifaðarí laun á mánuði, fyrir
skatta. Beðist er velvirðingar á
þessu.
Bárugata 19, mhl. 01-0201, fastanr. 210-2458, Akranesi, þingl.
eig. Marý Sigurjónsdóttir, gerðarbeiðendur Ibúðalánasjóður og
Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 11. október 2004 kl. 14:00.
Háholt 12, mhl. 01-0101, fastanr. 210-1580, Akranesi, þingl.
eig. Ingibjörg Ösp Júlíusdóttír og Aðalsteinn Davlð Jóhannsson,
gerðarbeiðendur Landssfmi fslands hf.innheimta og Samskip hf,
mánudaginn 11. október 2004 kl. 14:00.
Heiðarbraut 65, fastanr. 210-0364, Akranesi, þingl. eig.
Asthildur Helga Sölvadóttir, gerðarbeiðandi Ylrækt-Heildsala
ehf, mánudaginn 11. október 2004 kl. 14:00.
Höfðabraut 10, mhl. 01-0301, fastanr. 210-0926, Akranesi,
þingl. eig. Halldór Kristinn Haraldsson og Hjördfs Edda
Olgeirsdóttir, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður og fbúðalá-
nasjóður, mánudaginn 11. október 2004 kl. 14:00.
Höfðabraut 14, mhl. 01-0103, fastanr. 210- 0987, Akranesi,
þingl. eig. Leigufélagið ehf, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin
hf, mánudaginn 11. október 2004 kl. 14:00.
Höfðabraut 14, mhl. 01-0203 og 03-0106 (b(lskúr),fastanr.
210-0989, Akranesi, þingl. eig. Leigufélagið ehf, gerðarbeiðen-
dur Ibúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 11.
október 2004 kl. 14:00.
Höfðabraut 14, mhl. 01-0304 og 03-0103 (bllskúr), fastanr.
210-0992, Akranesi, þingl. eig. Leigufélagið ehf, gerðarbeiðandi
Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 11. október 2004 kl. 14:00.
Höfðabraut 14, mhl. 01-0104 og 03-0107 (bílskúr) fastanr.
210-0988, Akranesi, þingl. eig. Leigufélagið ehf, gerðarbeiðen-
dur fbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 11.
október 2004 kl. 14:00.
Höfðabraut 14, mhl. 01-0204 og 03-0105 (bflskúr), fastanr.
210-0990, Akranesi, þingl. eig. Leigufélagið ehf, gerðarbeiðandi
Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 11. október 2004 kl. 14:00.
Höfðabraut 14, mhl. 01-0303 og 03-0104 (bflskúr) fastanr.
210-0991, Akranesi, þingl. eig. Leigufélagið ehf, gerðarbeiðandi
Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 11. október 2004 kl. 14:00.
Höfðabraut 14, mhl. 01-0403 og 03-0102 (bllskúr) fastanr.
210-0993, Akranesi, þingl. eig. Leigufélagið ehf, gerðarbeiðandi
Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 11. október 2004 kl. 14:00.
Höfðabraut 16, mhl. 01-0102, fastanr. 210-0996, Akranesi,
þingl. eig. Leigufélagið ehf, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin
hf, mánudaginn 11. október 2004 kl. 14:00.
Höfðabraut 16, mhl. 01-0201 og 04-0102 (bflskúr) fastanr.
210-0997, Akranesi, þingl. eig. Leigufélagið ehf, gerðarbeiðandi
Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 11. október 2004 kl. 14:00.
Höfðabraut 16, mhl. 01-0202 og 03-0109 (bflskúr) fastanr.
210-0998, Akranesi, þingl. eig. Leigufélagið ehf, gerðarbeiðandi
Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 11. október 2004 kl. 14:00.
Höfðabraut 16, mhl. 01-0301 og 04-0101 (bflskúr) fastanr.
210-0999, Akranesi, þingl. eig. Leigufélagið ehf, gerðarbeiðan-
di Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 11. október 2004 kl.
14:00.
Höfðabraut 16, mhl. 01-0401 og 03-0111 (bflskúr) fastanr. 210-
1001, Akranesi, þingl. eig. Leigufélagið ehf, gerðarbeiðandi
Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 11. október 2004 kl. 14:00.
Höfðabraut 16,mhl. 01-0302 og 03-0110 (bflskúr), fastanr. 210-
1000, Akranesi, þingl. eig. Leigufélagið ehf, gerðarbeiðandi
Tryggingamiðstöðin hf, mánudaginn 11. október 2004 kl. 14:00.
Reynigrund 24, fastanr. 210-2754, Akranesi, þingl. eig. Jóhanna
Baldursdóttir, gerðarbeiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf,
mánudaginn 11. október 2004 kl. 14:00.
Sandabraut 6, mhl. 01-0001 m fastanr. 225-5237, Akranesi,
þingl. eig. Guðmundur Þór Pálsson, gerðarbeiðendur Frjálsi fjár-
festingarbankinn hf og Ibúðalánasjóður, mánudaginn 11.
október 2004 kl. 14:00.
Skagabraut 24, mhl. 01-0101, fastanr. 210-1701, Akranesi, þingl.
eig. Helga Oddrún Sævarsdóttir, gerðarbeiðendur Akranes-
kaupstaður, Llfeyrissjóður sjómanna og Vátryggingafélag fslands
hf, mánudaginn 11. október 2004 kl. 14:00.
Skólabraut 2-4,mhl. 01-0202, fastanr. 210-2215, Akranesi,
þingl. eig. Guðni Hjalti Haraldsson og Marie Ann Butler, gerðar-
beiðendur Akraneskaupstaður og (búðalánasjóður, mánudaginn
11. október 2004 kl. 14:00.
Tindaflöt 1, mhl. 01-0103, fastanr.225-9891 , Akranesi, þingl.
eig. Bryndls Guðmundsdóttir, gerðarbeiðendur Landsbanki
Islands hf.aðalstöðv og Lífeyrissjóður verslunarmanna,
mánudaginn 11. október 2004 kl. 14:00.
Vlðigrund 1, fastanr. 210-2833, Akranesi, þingl. eig. Berglind
Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Akraneskaupstaður, mánu-
daginn 11. október 2004 kl. 14:00.
Sýslumaðurinn á Akranesi,
5. október 2004.
Esther Hermannsdóttir, ftr.
Sýslumaðurinn á Akranesi
Stillholti 16-18, 300 Akranes, s: 431 1822
UPPBOÐ
Uppboð munu byrja á skrifstofu embæt-
tisins að Stillholti 16-18, Akranes, sem hér segir á eftir-
farandi eignum: