Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2004, Blaðsíða 25
DV Menning
MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 25
Coltrane-djass á fimmtudagskvöli
Múlinn í
Gyllta salnum
Á fimmtudagskvöldið verð-
ur samkoma á vegum djass-
klúbbsins Múlans í Gyllta saln-
um á Hótel Borg.
Kvartett Kára Árnasonar
flytur þar tónlist eftir John
Coltrane. Verður lagavalið
samsett af ópusum sem
Coltrane samdi á árunum milli
1961 og 1966. Á þessum árum
rak hann band með Tyner,
Garrison og Jones, sem skóp
sér glæsilegt orðspor og
sérstöðu í djassheiminum
sem enn kveikir eld í öllum
áhugamönnum um djass.
Flytjendur verða Kári
Árnason - trommur, Sigurð-
ur Flosason - saxófónn,
Agnar Már Magnússon -
Hammondorgel, Ómar Guð-
jónsson - gítar. Tónleikarnir
heíjast kl. 21 og er aðgangs-
eyri stillt í hóf.
Norræna akvarellsafnið í Skarhöfn
Bera Nordal með fína dagskrá
Bera Nordal listfræðingur er forstöðumað-
ur safns í Skarhöfn í Svíþjóð. Þar hefur hún
verið í forsvari á annað ár. Dagskrá safnsins er
aðgengileg á vef safnsins - akvarellmuse-
et.org.
Dagskráin er afar fjölbreytt: námskeið iyr-
ir fullorðna, tónlistarflutningur og ljóðalest-
ur, dans og fyrirlestrar, sýningar úr eigu
safnsins og einstaklingssýningar.
Forvitmlegast á dagskrá safhsins eru opin
hús, bæði sérstaklega fyrir börn og síðan fyrir
fullorðna. Þar er boðið upp á leiðsögn í notk-
un vatnslita, kennt á pappír, vatnsnotkun og
pensla.
Molinn góði f Parfs
Umdeildur ísjaki fluttur
til Parísar frá Islandi.
SnHB
Sú jaðarhstin sem hvað mest eft-
irspum er eftir er ísskúlptúrar.
Vinsældum í listum er yfirleitt
náð ef listamennskan fer fram í
beinum tengslum við skemmtiiðn-
aðinn eða viðteknar afþreyingar-
venjur fólks. í veislum og vörukynn-
ingum má þannig, ef mikið Uggur
við, sjá bráðnandi ísskúlptúr á miðju
borði oftar en ekki með ímynd sem
hefur táknræna skírskotun í tilefnið.
Sjálfstæðir listamenn
Stundum vinna íslistamenn sjálf-
stætt og sjást þá ábúðarmiklir
munda keðjusögina á götum úti
með mannhæðarháan ísmolann fyr-
ir framan sig. Áhorfendur fylgjast
gagnteknir með því þegar, á innan
við tiu mínútum, listamaðurinn sag-
ar út með tilheyrandi hávaða örn
með þanda vængi, munúðarfullan
kvenlíkama og jafnvel kvenlíkama
með vængi. Þegar áhorfendur koma
út úr búðinni eða kaffihúsinu, sjá
þeir hálfbráðnaðan ísskúlptúrinn í
miðjum polli upplýstan af nokkrum
útikertum. Og fólkið hugsar þá með
meiri andakt en fyrr, að allt sé í
heiminum hverfult. Einn og einn
heyrist hafa á orði, að vonandi hafi
listamaðurinn tekið mynd af verk-
inu. Enn sem komið er hafa íslend-
ingar lítið sem ekkert kynnst galdri
fsskúlptúrsins.
Nýr farvegur
En þetta kann að breytast því nú
virðist hafa verið fundinn réttur far-
vegur fyrir íslist íslendinga. íslands-
kynningarnar eru á hverjum tíma
eins konar opinbert hástig íslenskrar
menningar. Reyndar miklu meira en
það því þær hafa sjálfar öll einkenni
sjálfstæðra Ustaverka. í íslandskynn-
ingum er verið að sýna öðrum það
sem við viljum sjálf sýna sem vill
ávallt svo heppilega til að er það
sama og sagt er að hinir (útlending-
amir) vilji einmitt líka sjá.
fslandskynningar eru innblásnar
af því sem kaUa má þjóðernis-kitsch.
Áður fyrr varið með innblásinni
hugmyndfræði, nú með trúarsetn-
ingum markaðsfræðinnar. Eins kon-
ar upphafinn túristabæklingur þar
sem þó er ekki verið að kynna neina
sérstaka vöru og ekki einu sinni ver-
ið að halda upp á afmæli eins né
neins og því veislugleðin jafnan
heldur blendin.
Miðilsfundir
íslandskynningarnar eru nefni-
lega eins og miðUsfundir, þær lifa
fyrst og fremst í gegnum afspurnina
og fréttatilkynningarnar af því sem
fram fór. Það er misskUningur á
íslandskynningunum sem listrænu
Hannes Lárusson myndlistarmaður hefur
kenningar um erindi okkar á erlendan
vettvang, is og kúltúr í Parísarborg, í viku-
legum pistli sínum um myndmenningu.
/
nppgotvar
ísskúlptúpim
framlagi að reyna að sjá þær með
eigin augum, það væri eins og að
horfa á leiksýningu aftan frá.
íslandskynningarnar eru að jafn-
aði dýrustu amatörleikleiksýningar
sem þjóðin setur upp, en ólíkt öðr-
um slflcum sýningum sem jafnan fá
misjafna dóma slá þær aUtaf í gegn.
Hin opinbera hvíta lygi er líka
viðtekið einkenni í umgjörð þessara
sýninga. Þessi staðleysa Islands-
kynninganna gerir þær að eins kon-
ar óefniskenndu útfrymi sem á að fá
útlendingana og þá ekki síður okkur
landsmenn til að gleypa fyristöðu-
laust. Og jafnvel þótt útffyminu fylgi
sjónhverfing líkamnings, fá menn
loft í magann, ropa og reka við.
Ævintýri í París
Nú stendur yfir ævintýrið Hvíti
ísinn í París, eins konar Neander-
thalsútgáfa af Disneyworld. íslands-
kynningar felast í því að utanrflds-
þjónustan og stjórnmálamenn
bjóða nokkrum góðum íslending-
um, og slæðist þá einn og einn lista-
maður með í partí í útlöndum.
í París urðu á dögunum alvöru-
tímamót og nýr tónn sleginn. HaU-
dór Ásgrímsson forsætis- og fyrrver-
andi utanríkisráðherra og Sigríður
Snævarr sendiherra í París, sem eru
hinir raunverulegu sýningarstjórar
og gestgjafar yfirstandandi íslands-
kynningar í Frakklandi, ákváðu að
virkja ónýtta möguleika íslistarinn-
ar. ísmoli var sendur frá íslandi og
settur niður út á götu í París.
Allir biðu spenntir
Hér má ef til vill greina áhrif frá
einni af frægustu senum úr kvik-
myndinni 2001 eftir Stanley
Kubrick. Áhorfendur biðu í ofvæni
eftir því að listamennirnir, þau Sig-
ríður og Halldór, stigju nú fram
með keðjusagirnar og söguðu út
eitthvað með tilþrifum, byðu fólki
svo í glas og ísmola í drykkinn, því
viðstaddir héldu að hér væri á ferð-
inni veisluglens hjá nýríkum nýbú-
um eða vörukynning þó vöruna
virtist vanta.
Kalt og blautt
En öllum á óvart var ísinn látinn
afskiptalaus, en áhorfendur nálg-
uðust hann varlega og feimnislega
og potuðu í hann, kalt og blautt,
sögðu þeir. Mínimalisminn hafði
greinilega hvíslað í eyru listamann-
anna: „minna er meira". Jafnvel
enn meira en halda mætti, þegar
bent var á að sólin myndi á endan-
um bræða ísinn. Kunnugir þóttust
greina Ólaf okkar Elíasson í hópn-
um, aðrir bentu á að hér væri um að
ræða sjónhverfingu sem orsakaðist
af ísaldargufu frá ísnum. Eftir
Parísarævintýrið verður alltaf settur
ísmoli í íslandskynningarpakkann
og sólin verður þá vonandi líka á
sínum stað ef á þyrfti að halda.
*
t