Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2004, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2004, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÚBER 2004 Fréttir DV Strætó aki um Hamrahlíð Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðis- flokks í samgöngu- nefhd Reykjavíkur, seg- ir rök R-listans fyrir því að hætta akstri strætis- vagna um Hamrahlíð fallin út gildi með andstöðu R- listans við mislæg gatnamót á mötum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Áður hafi verið sagt að erfitt yrði að koma við strætisvagna- akstri um götuna vegna mis- lægu gatnamótanna. Kjartan bendir á mikla umferð sjón- skertra um Hamrahh'ð sem og menntaskólanema. Veltumet Mikil velta hefur verið á hlutabréfa- og skulda- bréfamarkaði á árinu og hefur hvert veltumetiö á fætur öðru fallið. Við- skipti í Kauphöllinni voru 1.515 áfyrstu níu mánuðum ársins og hafa aldrei verið fleiri. Heild- arvelta hlutabréfa á ár- inu nemur 465 milljörð- um sem er 24% aukning frá því í fyrra. September var veltumesti mánuður frá upphafí og var veltan 99 miÚjarðar. Vildi brenna aðdáendur í fyrsta bindi af þremur af ævisögu Bobs Dylan kemur fram að Dyl- an hafi reiðst mjög ágangi aðdáenda sinna að heimili sínu í Woodstock og langað helst að bera eld að þeim. Þá kemur einnig fram að Dylan var mjög hrifinn af söngkonunni Joan Baez og fannst hún vera hin fullkomna kona. Hlustaðir þú á stefiiurœðuna? Arnar Þór Gfslason rekstrarstjóri. „Nei, ég hlustaði ekki á þessa ræðu ertda var ég að vinna á þeim tíma sem Halldór talaði. Ég kem til með að fá fréttir úr ræðunni, efeinhverjar eru, úr fjölmiölum." Hann segir / Hún segir „Nei, ég gerði það ekki. Ég er eiginlega komin með leið á þessu pólitíska þrasi. Hins vegarheyri ég í fólki sem hlustaði aö það er ekkert sérlega ánægt með það sem Halldórsagði." Framkvæmdastjóri Klæðningar ehf., Sigþór Ari Sigþórsson, segir Reykjavíkurborg mismuna verktökum í útboðum. Innkauparáð svari ekki fyrirspurnum um verk- lagsreglur. Borgarstjórn verði að tryggja að allir sitji við sama borð. Andúð í garð Klæðningar er rakin til eldri samskipta gatnamálastjóra við Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi eiganda Klæðningar. Borgin sökuð um að mismuna verktökum í sumar efndi innkauparáð Reykjavíkurborgar til útboðs vegna dælustöðvar við Vesturhöfnina. láæðning ehf. átti lægsta tilboð- ið, 167 milljónir króna. Upphæðin var 16% yfir kostnaðaráætl- un. Fjögur önnur tilboð bárust. Niðurstaðan varð sú að hafna öllum tilboðum. Samkvæmt fund- argerð innkauparáðs var tilboði Klæðingar hafnað þar sem upplýs- ingar um fjárhagsstöðu væru ófull- nægjandi. öðrum tilboðum var hafnað þar sem þau væru of há. Verkið hefur nú verið boðið út aft- Önnur fyrirtæki verr stödd Sigþór Ari Sigþórsson, fram- kvæmdastjóri Klæðningar, hefur sent borgarstjórn harðort bréf og kvartað undan skýringum inn- kauparáðs. Þær standist ekki. Áður en að bréfaskrifum Sigþórs til borg- arstjórnar kom mun hann hafa mætt á fund innkauparáðs og út- listað dæmi um nafngreind fyrir- tæki sem hann teldi hafa verið mun verr stödd fjárhagslega en Klæðn- ingu en engu að síður fengið samn- ing um verk fyrir Reykjavíkurborg. Sigþór er sagður hafa talað fyrir daufum eyrum. Til dæmis hafi hann árangurslaust reynt að fá upplýst hjá borginni hvaða reikn- ingsskilavenjum ætti að beita til að draga upp mynd af fjárhagsstöðu fýrirtækisins. Hann hefur áður kvartað undan því að þess sé getið í fundargerð innkauparáðs að upplýsingar um fjárhags- stöðu Klæðingar hafi verið ónógar. Slíkt eigi ekki að leka út. „Innkauparáð og forstjóri Innkaupastofnunar neita að trúa því sem sagt er, svara helst ekki efnisleg og vísa ýmist á inn- kauparáð, Innkaupa- stofnun, skrifstofu borgarstjórnar eða gatna- málastjóra," segir í bréfi Sigþórs til borgarstjórnar. Deilur við fyrrverandi eiq- anda Það var einmitt gatnamálastjóri sem hafði úrslitaorðið um það að ekki var samið við Klæðningu í sumar um verkefnið vegna dælu- stöðvarinnar. Sigurður Skarphéð- insson gatnamálastóri og Gunnar I. Birgsson, fyrrverandi eigandi Klæðningar, munu eitt sinn hafa troðið illsakir vegna verks sem Klæðning vann fyrir borgina. End- aði með því að Klæðning lauk því verki ekki -.vegna ágreiningsins. Horft er til þessara gömlu sam- skipta Gunnars og Sigurðar með skýringar vegna þróunar útboðs- málsins £ sumar Sakaður um lygar „Á fundi með innkauparáði var ég sakaður um lygar, snúið dæmum sem nefnd voru og allt gert til að horfa fram hjá aðalatriðum málsins. Aukaatriði voru gerð að aðalatriðum og enn og aftur hamr- að á hlutasannleik með mjög ein- földum og afgerandi hætti," segir Sigþór í bréfinu til borgarstjórnar. „Málið snýst ekki um að réttlæta af hverju Klæðingu ehf. var hafnað, heldur hvers vegna borgin, með innkauparáð í forsvari, mismun- ar, að okkar mati, fyrirtækjum hvað varðar sömu grein inn- kaupareglna. Fyrir mig sem leikmann í stjórnsýslu er eiginlega ómögulegt að skilja þetta. Ég bauð í verk hjá borginni og hlýt að eiga þá kröfu að menn leysi mál £ stað þess að vi'sa hver á annan og hamra á Sigþór Ari Sigþórsson Framkvæmdastjór Klæðingar segir borgina mismuna fyrirtækjum sem taka þátt i útboð- um. „Fyrir mig sem leik- mann I stjórnsýslu er eiginlega ómögulegt að skilja þetta/segir Sigþór Ari Sigþórsson. hlutasannleik til að dreifa athygli frá erindi minu," segir Sigþór £ erindinu til borgarstjórnar Reykja- vfkur. Bréfi Sigþórs hefur ekki enn verið svarað. gar@dv.is Draugar fortfð- ar Gamlardeilur Gunnars I. Birgis- sonar, fyrrverandi eiganda Klæðn- ■ ingar, og Sigurðar Skarphéðissonar gatnamdlastjóra eru sagöar undir- rótillvilja Inn- kaupardðs Reykjavlkur gagnvart Klæöningu. Slagsmál á Ölstofunni draga dilk á eftir sér Friðrik vill frið Jóna Marfa Jónsdóttir nuddkona. „Ég er búinn að segja það sem ég hafði að segja," segir Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri sem vill frið til að ná áttum eftir að ráðist var á hann af átta manna hópi á ölstof- unni siðastliðið föstudagskvöld. Friðrik Þór ætlar að leggja fram kæru á þann sem hann telur höfuðpaur hópsins - parkettslip- unarmanninn Annþór Kristján Karlsson. Annþór á að baki langan feril sem handrukkari og ijj hefur fengið á H sig dóma fyrir vafasamt at- hæfi. í viðtali við DV i gær ; neitaði hann hins vegar að hafa ráðist á Friðrik Þór, þrátt fyrir framburð sjónarvotta, en játaði þvf að hafa verið á staðnum umrætt kvöld. „Ég hef ekkert á móti Friðrik Þór,“ sagði Annþór sem rekur parkett- sh'punarfyrir- tæki i Vogun- um. Friðrik Þór ’ hefur neitað að! leggja fram1 kæruna fyrr en lögreglan tryggt öryggi hans. Hann hefur sagt að sé ekki af hræðslu. Hann Borgin úrskurðuð sek Má veita vín í Egilshöll leggja fram kæruna hvernig sem fer. Úrskurðamefnd um áfengismál hefur fellt úr gildi ákvörðun borgar- stjómar um að heimila ekki vínveitingar í Sportbitan- um í Egilshöll. Eftir hálfs árs reki- stefnu í borgarkerfinu var Sportbitanum í maí í vor synjað um vínveitingaleyfi. Þó hafði borgarlögmaður sagt að slikt bann ætti sé ekki stoð í gild- I Friðrik Þór I I riksson leikstjóri I Ætlar að kæra hand- 1 rukkara fyrir að ráð- | ast á sig. andi reglum. Úrskurðar- nefndin sagði mörg dæmi vera um að Reykjavíkur- borg hefði veitt áfengis- veitingaleyfi í íþróttahúsum þangað sem I Egilshöll Borgin braut á eigendum I Sportbitans með þv! að synja þeim I um vlnveitingaleyfi. böm og unglingar venji komur sínar. Dæmi um það séu golfskálar i Grafar- holti og á Korpúlfsstöðum, keilusalir í Mjódd og við Flugvallarveg, félags- heimili Fáks og veitingastaðurinn Laugakaffi í Laugardal. ' „Ekki verður séð að slíkur eðlis- munur sé á ffamangreindri starfsemi og þeirri starfsemi sem fram fer í Eg- ilshöll að réttlætt geti mismunandi afgreiðslu Reykja- víkurborgar gagn- vart þeim aðilum," segir úrskurðar- nefndin sem sagði borgina hafa skert atvinnufrelsi eig- anda Sportbitans og brjóta gegn jafnræð- isreglu og meðal- hófsreglu stjórn- sýsluréttar. Þórólfur Árnason Borgar- stjórnin gerö afturreka með vlnveitingabann ÍEgilshöll.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.