Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2004, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2004, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2004 Fyrst og fremst DV Leikaraparið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Stefán Karl Stefánsson hafa sett hús sitt við Suðurgötu 6 á sölu. Fregnir herma að þau hafi tekið stefnuna á Hollywood eftir frækilega framgöngu Stefáns Karls í hlutverki Glanna glæps í Latabæ. Leikaraparið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Stefán Karl Stef- ánsson hafa sett húseign sína við Suðurgötu 6 á sölu. Gerist það eftir miklar framkvæmdir sem þjóðin hefur getað fylgst með í Innliti - út- liti hjá Völu Matt á Skjá einum. Alls heimsótti Vala Steinunni og Stefán í þrígang á Suðurgötuna og var leik- araparið fyrir bragðið orðið að heimilisvinum fjöimargra íslend- inga. Glanni í Hollywood Steinunn Ólína vill ekki ræða fasteignaviðskipti sín í DV en úr leikhúsgeiranum heyrast þær fréttir að leikararnir og húseigendurnir við Suðurgötu hyggi á flutning af landi brott með stefnuna á Banda- ríkin; jafnvel Hollywood. Stefán Karl hefur sem kunnugt er slegið í gegn sem Glanni glæpur í Latabæ Magnúsar Scheving sem nú fer sigurför um Bandaríkin sem ekki sér fyrir endann á. Tilþrif eins og þau sem Stefán Karl heftir sýnt í Latabæ þykja ávísun á græna kortið í Hollywood og jafnvel stórsamn- inga við kvikmyndver sem alltaf eru í leit að nýjum stjörnum. Röðin gæti verið komin að Stefáni Karli. Steinunn líka Með Stefán Karl sér við hlið gæti Seinunn Ólína einnig átt möguleika í háborg kvikmyndanna. Þeir sem til þekkja vita sem er að íslenskt leiksvið hefur lengst af verið of lítið fýrir Steinunni Ólínu sem bæði hef- ur þá hæfileika og skapgerð sem þarf til að koma sér áfram í hörku bandaríska kvikmyndaiðnaðarins. Sjö svefnherbergi Bæði eru þau Stefán karl og Með Stefán Karl sér við hlið gæti Seinunn Ólína einnig átt möguleika í háborg kvikmyndanna. Steinunn Ólína þögul sem gröfin yfir draumum sínum og ráðagerðum um land- vinninga vestra. Það er Eignamiðlunin í Síðumúla sem er með hús- ið á Suðurgötu á sölu. Brunabótamat þess er tæpar 24 milljónir, fast- eignamat 23 milljónir en söluverð ekki gefið upp heldur óskað eftir tilboð- um. Alls er húsið 217 fer- metrar og í því sjö svefn- herbergi. í fermetratöl- unni er kjallari sem ekki er nýttur í dag. í sölulýsingu fasteignasölunnar á hús- inu á Suðurgötu, segir meðal annars: „Einstaklega heillandi og glæsilegt einbýlishús með mikilli sál og sögu, húsið er staðsett neðst við Suðurgötuna í hjarta Reykjavíkur. Húsið skipt- ist m.a. í forstofu, hol, stofu, borðstofu, eldhús og geymslu/herbergi á neðri hæð. Á efri hæð eru sex herbergi, baðherbergi og snyrting. Undir húsinu er lagnakjallari auk þess sem 17 fm geymsluskúr fylgir. Húsið hefur verið mikið endurnýjað á sl. árum m.a. eldhús, baðherbergi, raf- magn, ásamt því að smíðuð hefur verið ca. 130 fm timb- urverönd með heitum potti og lóðin endurnýjuð í heild sinni á mjög fallegan hátt.“ Útsýnið Elsti hluti hússins við Suðurgötu 6 er frá síðari hluta nítjándu aldar en við það hefur verið byggt og það endurnýjað á áranna rás. Úr stofuglugga er útsýni yfir Vonarstræti og eitt fegursta tré landsins; risahlynur sem slær öðrum trjám í Reykjavík við hvað varðar form og grósku. Vala Matt á staðnum Ræðir hér við Steinunni Ólínu og Stefán Karl í eitt afmörgum skiptum fyrir Skjá einn. Suðurgata 6 Steinunn Ólfna ' ogStefán Karl réðustf mikiarfram- kvæmdir utanhúss sem innan þegarþau V keyptu húsið f fyrrasumar . Túkan-fugl, niðurlútur flskur, baulfroskar og leðjulákar „Þú segir nokkuð. Það eru alls konar fúrðuskepnur til sölu hjá mér,“ segir Ingólf- ur Tjörvi í gæludýrabúðinni Fmöufúglar og fyigifiskar. Ofgnótt er kannski orðið. Blaða- manni líður l£kt og sykuróðum krakka í Það sérstæðasta í búðinni nammibúð við að skrifa þennan dálk. En þessi búð varð fyrir valinu að þessu sinni og ekki aftur snúið. „Það er til dæmis erfitt fyrir mig að gera upp á milli túkan-fugls sem við erum með og svo fisks sem heitir Niðurlútur. Túkaninn er kolsvartur, nei, ekki páfagaukur. Goggur- inn er eins og á lunda, bara lengri, eða 25 sentimetrar. Niðurlútur er hins vegar flatur eins og teiknimyndaffgúra sem klesst hefúr á vegg og lent undir valtara að auki. Þú sérð haim varla ef þú horfir á hann framan frá. Ennið á honum er þó 15 sentimetra langt" Túkan-fúglinn er gríðarlega fallegur og Tjörvi segir ekki kominn verðmiöa á hann enn. Fuglinn er karlkyns, heitir Pontó og mun líklega kosta 400 þúsund. Ingóflur Tjörvi hefiir svo þulu sem ætlar engan enda að takæ „Já, svo má náttúrlega nefna Baul-froska sem geta orð- ið 25 sentimetra langir og vegið 2 kfló. Þeir gleypa mýs og eru tenntir. Bíða pollrólegir efdr bráðinni og svo bara dlúddddd... bráð- in horfin og þeir varla ropa. Svo eru héma leöju-lákar, fiskar sem geta skriðið á land eins og hálfgerðir lungnafiskar. Þeir em með sterka eymgga ogvalhoppa á sandin- um. Geta verið á þunu landi í um klukku- stund Þeir gleypa vatn og anda í gegnum það... IngólfurTjörvi Búðin hans stendur sannarlega undirnafni en þar má finna furðuskepnur aföllum stærðum og gerðum. ______ DV-myndir Valli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.