Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2004, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2004 Helgarblað DV DÖMSáu (Vtettnn é rnilljóntr Annþóri. Maðurinn vildi ekki koma fram undir nafni - eins og svo margir sem hafa svipaða sögu að segja. Eftirfarandi er frásögn mannsins sem slapp frá Annþóri: „Ég rak fyrirtæki með tveimur öðrum mönnum sem varð gjald- þrota. Það voru margir sem áttu útistandandi skuldir þegar við fórum á hausinn. Fyrirtæki í bænum réði Annþór til að inn- heimta skuld upp á hundrað þús- und kall. Einn daginn fékk ég símtal frá Annþóri þar sem hann sagðist vera á leikskóla dóttur minnar og spurði hvort ég væri ekki á leiðinni að sækja hana. Sem betur fer var ég búinn að sækjahana áður.“ Ofsóknir Annþórs héldu áfram. Hann reyndi hvað hann gat að útvega mynd af viðmæl- anda DV og hótaði fólki út um all- an bæ. „Þetta endaði með því að í einu símtali hélt ég honum í sím- anum og fór svo niður á lögreglu- stöð. Lögga á vakt heyrði því sím- talið og hótanirnar og fyrir hvern Annþór var að rukka. Svo löggan fór til „vinnuveitanda" Annþórs og stöðvaði málið. Ég þakka guði fyrir að ekki fór verr.“ Óttinn við að kæra Fyrir nokkrum árum var hug- takið handrukkari tiltölulega óþekkt á íslandi. Samfélagið hef- ur hins vegar tekið miklum breyt- ingum. Með harðari dópheimi hafa innheimtuaðferðirnar orðið harkalegri. í viðtölum við hand- rukkara sem nær öll hafa verið undir nafnleynd lýsa rukkararnir því hvernig þeir bora í gegnum axlirnar á fólki, brjóta hnéskeljar eða hella bensíni yfir fólk og hóta að kveikja í því. Að sögn kunnugra er Annþór Kristján Karlsson slíkur hand- rukkari. Sögurnar sem ganga af honum eru mun grófari en dóm- arnir yfir honum sýna. Enn og aftur er komið að því að fæstir þekkja Annþór. Kannaðist ekkert við barsmíðarnar og vildi ekkert tjá sig um málið. Erfið barátta Síðasti dómur sem Annþór fékk var fyrir stórfellt fíkniefna- smygl árið 2003, eða sjö mánuði. Hluti af dómnum var samt skil- orðsbundinn. Eftir fréttir vikunn- ar af átökum hans við Friðrik Þór, handrukkaramálinu gegn Birgi Rúnari, og úttekt á ferli hans hafa fjölmargir haft samband við blað- ið og sagt sína sögu. Það er því ljóst að ferill Ann- þórs er mun viðameiri en dóm- arnir segja til um. DVhefur heim- ildir fyrir því að hann hafi staðið í rukkunum ásamt Kio Alexander Briggs á sínum tíma. Það hafi þurft yfir 30 lögreglumenn til að stöðva átök sem hann kom af stað á Sportkaffi fyrir nokkrum árum. Og að hann hafi í sumar farið fjöl- margar ferðir utan til að kaupa eða selja dóp. Allir þeir sem DV talaði við eru sammála um að handrukkara þurfi að stoppa. Leiðin til að stöðva þá sé að vinna á óttan- um. Því hefur DV opnað sérstakt netfang fyrir þá sem vilja segja sína sögu. Það er aðeins með því að draga hlut- ina fram í dagsljósið og hræðast ekki w sem árangur í þessari baráttu næst. Baráttu sem hing- að til hefur legið í t þagnargildi. sem lenda í handrukkurum þora að kæra. Þeir sem kæra draga kærurnar oftast til baka. Þeir fáu sem láta málin standa eru of ótta- slegnir til að tjá sig. Geir Jón Þórisson yfirlögreglu- þjónn sagði í viðtali við DV að eitt helsta vopn handrukkara væri óttinn. Af þeirri ástæðu séu alltof margir sem dragi kærur sínar til baka af ótta við frekara ofbeldi eða barsmíðar. Dæmi um þetta er frá ísafirði árið 1997. Annþór var dæmdur fyrir hrottalega líkamsárás en fram að því höfðu dómar yfir Annþóri einskorðast við innbrot og þjófnað. Fórnarlamb árásar- innar skuldaði pening og Annþór var fenginn til að innheimta. Sú innheimtuaðgerð var afar harka- leg. Fómarlambið var skorið og brotið í andliti eftir fólskulega árás Annþórs og félaga. Fyrir dómi dró fórnarlambið hins vegar vitnisburð sinn til baka. Annþór hafði fengið flmm félaga sína til að mæta í réttarsal- inn. Enn á ný kom í ljós að óttinn getur verið sterkara vopn en hnefarnir. „Tófan bítur ekki í grenið sitt," útskýrði sjómaður sem var að störfum skammt frá heimili Annþórs. Barði mann á sjúkrabeði „Við grátbáðum son okkar um að kæra," sagði móðir Birgis Rún- ars Benediktssonar fyrir héraðs- dómi í vikunni. Annþór hefur ver- ið ákærður íyrir að ganga í skrokk á Birgi með stálkylfu meðan Birg- ir lá mjaðmagrindarbrotinn í rúmi sínu síðasta vetur. Móðirin segir son sinn aðeins hafa sagt: „Nei, nei - þú kærir ekki þessa menn.“ DV reyndi að hafa upp á Birgi sem dró kæru sína á hendur Ann- þóri til baka - að sögn foreldr- anna vegna ítrekaðra hótana. Það tókst ekki. Annþór mætti ekki heldur fyrir héraðsdóm í vikunni en sagði í viðtali við DV: „Er ekki komið nóg?“ Ólafur Valtýr Rögnvaldsson, félagi Annþórs, mætti hins vegar fyrir réttinn og skýrði frá málinu. Hann sagði þetta hafa verið gert í hugsunarleysi. Samkvæmt heimildum blaðsins gekk Annþór mun lengra en ætlað var. Leigusali Birgis, Rúnar - Ragnar Guð- mundsson - á að hafa greitt Ann- þóri fyrir að t | henda Birgi út en ^ Ragnar er frændi Annþórs. Ragnar Guð- "5i mundsson neitaði /k hins vegar stað- /wSjjemÉ fastlega í við- j /fwk tali við ÍI i\ M blaðið irVÍ hans inn á fjölskyldu þekkts dópista í Reykjavík sem skuldaði pening. Þeir tóku fjölskylduna í gíslingu og hótuðu að skera fing- urna af fjölskylduföðurnum. Umsátrinu lauk þegar lögregl- an braust inn á heimilið. Olafur Valtýr fékk eins árs fangelsi og Annþór hálft ár. Annþór og Ólaf- ur Valtýr áttu eftir að koma oftar við sögu í dómsmálum, grófu of- beldisbroti í apríl 2003 og stór- felldum fíkniefnainnflutingi á sama ári. Maður sem sat á Litla-Hrauni með Annþóri segir dæmi um að menn hafi fengið slæma útreið fyrir það eitt að heilsa Annþóri ekki nógu virðulega. Sjálfur fékk hann þúsund krónur lánaðar hjá Annþóri á Hrauninu en þegar út var komið rukkaði Annþór hann um hundrað þúsund krónur. Maðurinn segist hafa borgað enda hafi Annþór mikla ánægju af að ■Pf niðurlægja menn og halda þeim hræddum með hótunum áður en hann lætur til skarar (;;■ skríða. „Hann er einn hatað- Í/ asti bófinn í undirheimun- W um en enginn þorir annað jgj/ en að vera almennilegur við K hann," sagði fyrrum samfangi i t Annþórs. Hataður í undirheimunum Félagar Annþórs segja að á þessum tíma hafi Ann- þór verið orðinn ^ ^ einn helsti handrukk- I * arinn f anum. urðu sífellt 1997 réðust Ann- þór og Ólafur Valtýr Rögn- É valdsson .,> félagi , y '• AaBB Hótar börnum DV hafði ip. upp á einu •3» fórnar- 3» lambi n sem HÉ lenti í Fólk sem þekkti hann sem krakka segir hann hafa verið mjög óþekkan - jafnvel ofvirkan. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn Segir óttann eitt að- alvopn handrukkara. Anni úr Vogunum Annþór Kristján Karisson gengur jafnan undir nafninu Anni úr Vogunum eða Anni handrukkari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.