Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2004, Page 10
10 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2004
Helgarblað DV
immmB á meöan rök Bandaríkjamanna fyrir stríðinu í írak falla hvert á fætur öðru vex fylgis-
mönnum al-Kaída og öðrum uppreisnarmönnum fiskur um hrygg. Rumsfeld, varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, viðurkennir nú að engin tengsl hafi verið á milli Saddams Hussein og Usamas bin
Laden. Ekki talið skipta lengur máli hvort bin Laden sé lífs eða liðinn.
Skiptip Usama bin
Laden lengur máli?
Frá því að 9/11-árás-
irnar voru gerðar
árið 2001 hafa fjöl-
miðlar og sumir
stjórnmálamenn
haft tilhneigingu til
að persónugera
Usama bin Laden
sem leikbrúðustjórn-
anda er hélt í alla
taumana í heimsneti
hryðjuverkamanna.
Á meðan rök Bandaríkjamanna fyrir stríðinu í írak falla hvert á
fætur öðru vex fylgismönnum al-Kaída og öðrum uppreisnar-
mönnum fiskur um hrygg. Nú í vikunni viðurkenndi Donald
Rumsfeld svo að engin tengsl hefðu verið milli Saddams Hussein
og Usamas bin Laden. Það hefur lengi verið á huldu hvort bin
Laden er lífs eða liðinn en sérfræðingar segja nú að það skipti
ekki máli lengur. Lífs eða liðinn breiðist boðskapur hans eins og
vírus um heiminn og hugmyndafræði hans á meir og meir upp á
pallborðið hjá þeim sem telja það æðsta verkefni sitt í lííinu að
slátra Bandaríkjamönnum og stuðningsmönnum þeirra.
síðu BBC nýlega segir hann m.a. að
þótt bin Laden hafl ekki látið í sér
heyra nú í haust megi ekki skilja sem
sem svo að hann sé látinn eða sestur í
helgan stein. „Hann gæti vel verið að
bíða eftir stórárás sem yfirvöld í
Bandaríkjunum telja að verði reynd í
kringum forsetakosningamar." segir
Corera. „Frávera hans vekur þó mikil-
vægar spumingar um hvert sé ná-
kvæmlega hlutverk hans innan al-
Kaída og í þeirri baráttu sem geysar
víða um heim."
En hvað hefur gerst með Usama
bin Laden? Er hann látinn? Er hann á
flótta? Er hann að undirbúa nýja stór-
árás á Bandaríkin? Þessar spurningar
hafa ítrekað vaknað undanfarin þijú
ár en öðluðust aifldð gildi í síðasta
mánuði á þriggja ára afinæli 9/11-
árásanna. Á eins árs og tveggja ára af-
mæli 9/11 lét Usama bin Laden
heyra frá sér, í fyrra með
vídeótökum af sér á gangi í
fjaUalandslagi og á eins árs
afmælinu mátti heyra rödd
hans hrósa þeim sem fram-
kvæmdu árásimar. f ár hef-
ur hins vegar ekkert heyrst
eða komið ff á bin Laden.
Yfirlýsing í apríl
Það síðasta sem heyrðist ffá
bin Laden var hljóðupptaka þann
15. apríl si. þar sem hann gaf Evr
ópuþjóðum þriggja mánaða frest
til að ákveða tilboð um frið ef
þjóðimar féllust á að
ráðast ekki á
múslima eða
blanda sér
í málefni þeirra. Það urðu engar árásir
eftir að ffesturinn rann út. Hins vegar
kom vídeóupptaka meö næstráðanda
al-Kaída, Ayman al-Zawahri, fram í
dagsljósið þann 9. september sl. sem
var einkum ætlað að auka móralinn
hjá jihaddistum, eða þeim sem telja
sig í heilögu stríði, með því að
benda á alla erfið-
leikana sem
Bandaríkja-
menn ættu við
að etja í írak
og Afghanist-
an.
f grein sem
öryggismála-
sérfræðingur-
inn Gordon
Corera skrif-
ar á vef-
Usama bin Laden En hvaö hefur
gerst með Usama bin Laden? Er hann
látinn? Er hann á flótta? Er hann að
undirbúa nýja stórárás á Bandarikin?
Áður talinn stjórna öllu
Frá því að 9/11-árásimar vom
gerðar árið 2001 hafa fjölmiðlar og
sumir stjómmálamenn haft tilhneig-
ingu til að persónugera Usama bin
Laden sem leikbrúðustjómanda er
hélt í alla taumana í heimsneti hryðju-
verkamanna. Ekkert var gert án sam-
ráðs við hann og bin Laden var ábyrg-
ur fyrir sérhverri árás. Fyrir september
2001 var nokkuð til í þessu. Og í nýlegri
bandarískri rannsókn á undanfara
9/11 kemur m.a. fram að bin Laden
blandaðist inn í skipulagninguna á
árásunum mun meir en áður var talið.
Raunar er sagt að bin Laden hafi breytt
atriðum í árásaráætlununum og dag-
setningum þeirra.
En hlutimir hafa breytst undanfar-
in ár og Bandaríkjamenn segja að þrír-
fjórðu af þekktri yfirstjóm al-Kaída hafi
verið drepnir eða handteknir. Kjami
þeirra sem eftir em fer mjög huldu
höfði og hindrar það skipulagn-
ingu á ff ekari hryðjuverkum.
Hugmyndafræðin sú
sama
Mörgum af þeim
hryðjuverkaárásum sem
gerðar hafa verið í ár, eins
og í Jakarta og Madrid, var
ömgglega ekki stýrt af al-
Kaída heldur hópum sem
hafa sömu hugmynda-
fræðina og Usama bin
Laden. Nýir leiðtogar em
komnir fram í sviðsljósið,
leiðtogar sem hafa ekki bein
tengsl við al-Kaída né hafa
þeir hlotið þjálfun hjá samtök-
unum. Besta dæmið um
þetta er Abu Musab Al-
Zarqawi í írak sem aldrei hef-
ur formlega tilheyrt al-Kaída.
Hann hefur byggt upp sín
eigin samtök innan frak. Og
fleiri nýir leiðtogar em að
koma ffam í sviðsljósið, menn sem
skipuleggja eigin hópa og standa að
eigin hryðjuverkum.
Sökum þess hve margir hópar
hryðjuverkamanna em nú starfandi,
sem hafa ekki eða hafa einungis laus-
legt samband við al-Kaída, em margir
sérfræðingar á þeirri skoðun að lát
Usamas bin Laden eða brotthvarf
hans muni aðeins hafa örlítil áhrif á of-
beldið og hryðjuverkin á heimsvísu.
„í raunveruleikanum mun þetta
ekki skipta neinu máli,“ segir MJ Gohel
hjá Asíu-Kyrrahafsstofnuninni um
hugsanlegt lát bin Ladens. „Því að
hugmyndafræði hans hefur hlotið
sess hjá fjölda einstaklinga og hópa
um allan heirn."
Mistökfrá upphafi
MJ Gohel heldur því ffam að það
hafi verið mistök frá upphafi að hinn
vestræni heimur skildi ekki hryðju-
verkaógnina sem við var að glíma.
„Við erum ekki að glíma við ein sam-
tök, eina yfirstjóm og einn sem tekur
ákvarðanir. Við erum að glíma við
hugmyndafiræði og hugmyndafræði
er erfitt að sigra,“ segir Gohel.
Að ná eða drepa Usama bin Laden
er forgangsverkefni hjá Bandaríkja-
mönnum í baráttu þeirra við hryðju-
verkamenn og samtök og heyrst hefur
að stjóm Bush einbeiti sér nú að því
verki enn meir en áður. Ástæðan er að
það yrði mikil rós í hnappagat forset-
ans ef böndum væri komið á bin
Laden fýrir forsetakosningamar í
næsta mánuði. Slíkt gæti þó snúist í
höndunum á Bush því ef persónu-
sköpun ógnarinnar er horfin er senni-
lega mun erfiðara fyrir stjórnvöld að
afla sér fylgis við áffamhaldandi
stríðsrekstur í írak og Afghanistan. Því
brotthvarf bin Ladens myndi vissu-
lega ekki binda enda á þetta stríð.
Usama er mikilvægur
Það em þó ekki allir sérfræðingar
sem em sammála því að Usama bin
Laden skipti ekki ýkjamiklu máli leng-
ur. Einn þeirra er Peter Bergen, einn
örfárra vestrænna blaðamanna sem
tekið hafa viðtal við bin Laden. „Það er
hefðbundið sjónarmið í gangi um að
handtaka eða dráp Usamas bin Laden
skipti ekki lengur máli en ég tel þetta
rangt sjónarmið," segir Bergen. „Bæði
Usama bin Laden og Ayman al-Zawa-
hri halda áfram að hafa áhrif á stefnu
og markmið al-Kaída samtakanna og
marka hinar breiðari línur í stefiiunni
í gegnum hljóðupptökur sínar."
Bergen nefnir sem dæmi að bin
Laden hafi kallað eftir árásum á
bandamenn Bandaríkjanna í írak og
að í kjölfarið hafi fylgt árásir á lög-
regluskála ítala í suðurhluta íraks,
árásir á breskan banka og sendiráð í
Tyrklandi og árásin í Madrid.
Rökin þrýtur
Hvað sem þessum vangaveltum
líður er ljóst að Bandaríkjamenn hafa
notað lygar og blekkingar til að fá aðr-
ar þjóðir með sér í stríðsreksturinn í
írak. Eins og öllum er kunnugt hafa
staðhæfingar þeirra um gjöreyðingar-
vopn Saddams Hussein löngu verið
hraktar. Þau vopn vom ekki til í írak í
aðdragandanum að stríðinu. Hin höf-
uðröksemdin um samstarf Husseins
og al-Kaída var svo hrakin í vikunni af
sjálfum Donald Rumsfeld, varnar-
málaráðherra Bandaríkjanna, sem lét
hafa eftir sér að þetta samtarf hefði
aldrei verið sannað.
Og í framhaldinu hjálpaði það h'tið
málstað George W. Bush þegar Paul
Bremer, fyrrverandi landstjóri í írak,
sagði að Bandaríkjamenn hefðu not-
að alltof fáa hermenn til að halda uppi
lögum og reglu eftir að þeir náðu
Bagdad. Slíkt hefði haft í för með sér
rán og mpl í stórum stil og lagt grunn-
inn að því lögleysi sem ríkt hefur í
landinu síðan þá.
Á meðan rökin þrýtur og staða
Bandaríkjamanna og bandamanna
þeirra í írak fer versnandi með hverj-
um deginum halda líkpokamir áfram
að streyma frá írak til Bandaríkjanna.
Og það er sá raunveruleiki sem
Bandaríkjamenn munu búa við í ná-
inni framtíð hvort sem þeim tekst að
ná Usama bin Laden eða ekki.
(heimildir: CNN.BBCo.fi.)