Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2004, Page 14
74 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2004
Helgarblað DV
Rokksaga
Bubbi Morthens er rokkstjarna.
Þetta hljómar kannski eins og að
hamra á því sjálfgefna, en það eru
ekki margir íslendingar sem geta
státað af þessum titli. Margir hæfi-
leikaríkir tónlistarmenn hafa komið
fram hérlendis síðan Bubbi fyrst birt-
ist og hafa sumir þeirra selt margfalt
fleiri plötur á heimsmælikvarða. En
enginn hefur verið jafii mikil rokk-
stjama og Bubbi. Hann hefur gert
þetta allt; óx upp við mátulega bág
kjör, átti drykkfelldan föður og gekk
ifla í skóla, fór að vinna í verksmiðj-
um og frystihúsum, sló í gegn og var
ungur, villtur og hávær, brann út á
kókaíni, fór í meðferð, samdi plötu
um konuna, skildi, fékk sér nýja konu
og samdi plötu um hana lflca, fann
Guð og keyrir um á jeppa honum til
dýrðar. Þetta eru öll velþekkt stig
þess að vera rokkstjama og menn
höfðu farið í gegnum þau áður. En
enginn hafði gert það hérlendis fyrr,
að minnsta kosti ekki með jafn miki-
um krafti. Og lfldega mun enginn
gera það aftur, þar sem rokkstjörnu-
ímyndin er svo löngu orðin úr sér
gengin. Við þurftum bara einn
Bubba. Og Ásbjöm Morthens fór
ágætlega með hlutverk hans.
Líf Bubba skáldskap líkast
Það hefur lengi staðið til að gera
heimildarmynd um Bubba. Friðrik
Þór byrjaði á slflcri árið 1982 og út-
koman varð Rokk í Reykjavflc, sem
endaði með því að fjalla um rokk-
senu tímabilsins, enda mátti varla á
milli sjá hvar rokkið endaði og Bubbi
byrjaði á þeim tíma, hvað vom áhrif
ffá honum og hvað var andsvar við
honum; hann var alls staðar. Sögur
herma að Friðrik hafi haldið áff am að
skjóta og einhvem tfinann átti hann
að hafa arfleitt Júh'us Kemp að verk-
efninu. En það er ekki sú heimildar-
íslands
mynd sem birtist okkur hér. Ólarnir
fengu ekki aðgang að þeim geysilega
gagnabanka sökum fjárskorts. En
þegar fjármagn þrýtur þarf að bæta
það upp með hugmyndaauðgi og
það gera þeir vel.
Myndin byrjar á því að Bubba er
hleypt aftur inn í íbúðina sem hann
ólst upp í og segir sögur af erfiðum
föður. Við fáum svo að sjá senur úr
æsku Bubba þar sem sonur hans fer
með hlutverk pabba síns. Þetta geng-
ur allt saman betur upp en maður
hafði þorað að vona. Ólafur Páll spyr
spurninga en sjáanlegt hlutverk hans
er lítið þó að það sé þeimur meira
bakvið tjöldin, athyglinni er beint að
Bubba og fær hann að segja sögu sína
í eigin orðum. Þar sem lítill aðgangur
hefur verið veittur að áður óútgefriu
efni er þungamiðja myndarinnar því
gömul sjónvarpsviðtöl og myndefrú.
En þau em hér í fyrsta sinn sett í sam-
hengi tii að segja heildstæða sögu. Líf
Bubba er stundum skáldskap lflcust,
og því fer vel að á köflum setja hana
ffam sem slflca, svo sem í atriði
snemma í myndinni þar sem Morth-
ens-fjölskyldunni er stillt upp sem
Corleone-klaninu. Það að eiga mis-
heppnaðan föður en föðurbróður
sem var stærsta stjarna landsins hlýt-
ur að hafa átt sinn þátt í einbeitingu
Bubba til að meika það.
Ekki þægilegur í umgengni
Og svo byrjar ballið. Gamlar tón-
leikaupptökur sýna manni hversu
magnaðir Utangarðsmenn vom. Ef til
vill hefðu þeir getað orðið fyrsta ís-
lenska hijómsveitin tif að meika það
erlendis, en þeir vom kannski of sein-
ir/of snemma/of íslenskir/of reyktir,
og Einar öm þurfti að bíða í nokkur ár
í viðbót þangað til hann var kominn
með hljómsveit sem gat lagt heiminn
að fótum sér. En ísland lá flatt fyrir
Bubba og félögum. Bubbi hefur lflc-
lega ekki verið þægilegur maður í um-
gengni á þeim árum. Ekki var nóg fyr-
ir hann að skara fram úr tónlistarlega,
hann þurfti einnig að berja þá til
hlýðni sem vom á öðm máli, eins og
kemur fram í nýlegu viðtali. En samt
sem áður heldur maður með honum.
Maður vill sjá Bubba sigra.
Myndin er afar vel klippt, og
menn sýna mikla smekkvísi, bæði í
notkun myndefnis og tónlistar þar
sem saga Bubba er sögð í máli og
myndum. Bubbi minnist móður
sinnar í hjartnæmu atriði, en haldið
er áfram áður en það fer út í væmni.
Undir lokin er myndin komin
heilan hring. Bubbi segir skemmti-
lega frá ferð sem hann og Tolli fóru
með föður sínum til Grænlands, þar
sem allir komast aftur í samband við
náttúruna. Hann sést á leik með syni
sínum, sem við sáum áður leika
Bubba ungan. Bætir fyrir syndir föð-
urins með því að taka sjálfur á sig
föðurhlutverk og gera það betur.
Bubbi er aftur staddur í blokkinni og
riflar upp góðu minningarnar af
föður sínum í æsku sem jafiia út þær
Hver getur horft á
Bubbaca. 1980og
ekki viljað vera Bubbi
ca. 1980?
slæmu, sérstaklega þar sem Kristinn
kennir honum fyrstu gripin á gítar-
inn. Fyrirgefningin er fundin, hringn-
um er lokað.
En því miður, því miður heldur
myndin áfram í ca. korter í viðbót.
Bubbi sést með fræga fólkinu, Bubbi
sést á stórsviði. Bubbi segir okkur að
það sé allt í lagi að selja sjálfan sig svo
lengi sem menn séu heiðarlegir. Nú,
og ég sem hélt alltaf að Lífið er ljúft
fjallaði um fjölskylduhamingju, ekki
heimsmeistarakeppni í kannabis-
neyslu. Ef ég vil heiðarleika set ég
Megas á fóninn.
Berst gegn eigin arfleifð
Eina gagnrýnin sem kemur fram á
Bubba í myndinni er sú sem hann
setur sjálfur fram og svarar. Blindsker
er því kannski ekki að segja okkur
Blindsker: Saga
Bubba Morthens
Sýnd i Smárabiói og Regnbog-
anum. Leikstjóri: Ólafur
Jóhannesson. Aðal-
hlutverk: Bubbi
Morthens. Handrit:
Ólafur Páll Gunn-
arsson.
★ ★★'Í
Valur fór í bíó
margt nýtt. Það þarf reglulega að
endurskoða sjálfsævisögu hans í
sambandi við hvenær hann hætú að
dópa, nýjustu tölur gefa okkur 1997.
Það er ekki rétt að hetjur okkar fari út
á brúnina til þess að við þurfum ekki
að gera það. Þær gera það af sínum
eigin eigingjömu ástæðum. í einu at-
riði myndarinnar er Bubbi að messa
yfir unglingum um hættur eiturlyfja-
neyslu og segist vera afar skemmdur
af hennar völdum. Einhvem veginn
finnst manni eins og hetjur okkar geti
gert hvað sem er og komist upp með
það, en Bubbi er of nálægur okkur og
ekki með her manns sem hugsa fyrir
hann, eins og td. Keith Richards.
Það er ekki auðvelt að vera bæði
fyrirmynd og víú til vamaðar. Hver
getur horft á Bubba ca. 1980 og ekki
vújað vera Bubbi ca. 1980? Þótt hann
hafi verið útúrdópaður. Eða kannski
einmitt þess vegna. Bubbi kom með
rokkstjömulífemið til fslands. Það er
kaldhæðnislegt að hann skuli nú
beijast gegn eigin arfleifð. Getur
maður fengið innblásturinn án þess
að nota eitrið? Það er spuming sem
núverandi kynslóð tónlistarmanna
þarf að svara.
En það er staður og tfini fyrir
gagnrýni á Bubba. Hann á vel efni á
því að afrek hans séu vegsömuð við
og við. Og Blindsker er afar glæsileg-
ur minnisvarði.
Valur Gunnarsson
Glersalurinn er
glæsilegur veislu-
salur að Salavegi 2,
Kópavogi.
Oll aðstaða er eins og
best gerist með góðum
hljómburði og full-
komnu hljóðkerfi
— og útsýnið verður
hver einasti maður að
upplifa...
Við bjóðum hópum að halda
jólahlaðborð hjá okkur á tímabilinu
frá 19. nóvember til 19. desember.
Matreiðslumeistari er Sturla Birgis.
Kíktu á heimasíðu okkar,
glersalurinn.is, eða hringdu og
fáðu nánari upplýsingar
í símum 586 9006 og 564 2112.
Salavegi 2
201 Kópavogi
SÍMI 586 9006
GSM 862 0713
FREYJA@GLERSALURINN.IS
GLERSALURINN.IS
Einnig erum
við með
Arshátíðir
Kvöldverði
Brúðkaup
Fermingar
Afmæli
Þorrablót