Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2004, Page 24
24 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2004
Helgarblað DV
Nýlega sýknaði Héraðsdómur Norðurlands eystra ungan mann á Akureyri af ákæru um að hafa haft
samfarir við stúlku meðan hún lá sofandi. Það kallast nauðgun á mannamáli. Spurningin snýst um
hvort nægilegar líkur hafi verið til þess að stúlkan segði satt gegn neitun unga piltsins.
Dómsmál heitir greinarflokkur sem birtast mun í blaðinu með óreglulegu millibili framvegis.
Tekið skai fram að greinarhöfundur í þessu tilfelli er ekki löglærður maður og byggir því greinina
fyrst og fremst á þeim skammti af heilbrigðri skynsemi sem honum kann að vera gefinn.
Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra er aðgengilegur á netinu, slóðinni hdne.is. Þar sem um
viðkvæmt kynferðisbrotamál er að ræða hafa öll nöfn verið þurrkuð út úr dómnum og upphafsstaf-
ir notaðir í þeirra stað: A, B, C, D og svo framvegis. í meðfylgjandi grein hafa verið búin til nöfn sam-
kvæmt þeim upphafsstöfum: A verður Anna, B verður Bjarni, C verður Carl. Hinn „ákærði" í málinu
er í greininni kallaður Árni. Áréttað skal að ekkert af þessum nöfnum er annað en tilbúningur DV.
Þann 28. september síðastliðinn
var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi
Norðurlands eystra á Akureyri. Ungur
maður var ákærður fyrir brot á 196.
grein hegningarlaganna sem hljóðar
svo:
„Hver sem notfærir sér geðveiki eða
aðra andlega annmarka manns til þess
Dómsmál
... ^ ræði eða
önnur kynferðismök, eða þannig er
ástatt um hann að öðru leyti að hann
getur ekki spomað við verknaðinum
eða slálið þýðingu hans, skal sæta
fangelsi allt að 6 árum.”
Málið snerist um hvort ungi mað-
urinn hefði notfært sér að stúlka var
sofandi og ölvuð til að hafa við hana
samfarir. Þessi verknaður verður í
þessari grein kallaður nauðgun þótt
hártoga megi hvort það orð sé allskost-
ar rétt í skilningi laga. Ungi maðurinn
var sýknaður af þremur dómurum á
grundvelli þess að ,,[v]ið heilstætt mat
á framangreindu verður að telja
nokkum vafa leika á að um saknæma
hegðun hafi verið að ræða hjá
ákærða".
Betra að tíu sekir gangi lausir...
Þetta mál er merkilegt því spum-
ingin um sönnunarbyrði er ætíð mjög
á döfinni þegar um nauðgunarmál er
að ræða. Sjaldan em vitni að sjálfri
nauðguninni og iðulega fátt raunvem-
legra sönnunargagna. Því standa dóm-
arar oft frammi fýrir því að úrskurða
eingöngu á gmndvelli andstæðs fram-
burðar meints geranda annars vegar
og fómarlambs hins vegar. Og sam-
kvæmt þeim skilningi sem ríkja skal í
sannkölluðu réttarríki þá ber að meta
vafa sakbomingi í hag. Sönnunarbyrði
ákæmvaldsins gengur út á að sanna
verði sök svo ekki geti leikið vafi á.
Því hefur verið haldið fram að létta
ætti sönnunarbyrðina í kynferðis-
brotamálum einfaldlega vegna þess að
sönnun í slíkum málum sé oft svo erfið
ef ekki megi styðjast eingöngu við
framburð fómarlambs. Aðrir mót-
mæla þessu ákaft og segja sem svo að
þótt rík sönnunarbyrði kunni í sumum
tilfellum að leiða til þess að ekki takist
að dæma seka menn, þá sé það ein-
faldlega fómarkosmaður sem einstak-
lingamir verða að greiða fyrir að búa í
réttarríki. Gamla reglan um að skárra
sé að ú'u sekir gangi lausir en að einn
saklaus sé dæmdur sé enn í fullu gildi.
Út að skemmta sér
Málið á Akureyri hefúr vissa þýð-
ingu í umræðum um þetta efiú. Við
skoðun á dómnum verður samt ekki
betur séð en héraðsdómaramir þrír
hafi í raun litið framhjá mörgu sem
studdi framburð stúlkunnar og ein-
göngu bundið sig við staðfasta neitun
hans. Og þó ekki alveg, því nokkur orð
í forsendum dómsins virðast reyndar
furðulega gamaldags og vísa aftur til
þeirra ú'ma þegar menn töldu að kon-
ur gætu jafnvel sjálfar átt nokkra sök á
því ef þeim var nauðgað.
Málavextir em í stuttu máli þeir að
Ámi og Anna vom vinir eða að minnsta
kosti góðir kunningjar. Þau em á milli
tvítugs og þrítugs og fóm gjaman sam-
an út að skemmta sér. Síðdegis þann
19. janúar í ár hófu þau drykkju á
heimili Önnu en hún bjó með foreldr-
um sínum. Foreldramir vom ekki
heima heldur gistu hjá systur önnu
sem bjó skammt utan við Akureyri.
Sækjandinn Ragn- Verjandinn Ólafur
heiður Haröardóttir Rúnar Óiafsson hér-
saksóknari. aðsdómstögmaður.
Með Önnu og Áma vom tveir piltar
aðrir, Bjarni og Carl. Þau fóm á
skemmtistað um kvöldið en um ellefu-
Ieytið snem þau aftur á heimili önnu.
Hún hafði áður boðið piltunum þrem-
ur að gista á heimilinu.
„Síðan hafi eitt leitt af öðru"
Öll Qögur vom ölvuð. Einn pilt-
anna, Carl, ákvað að þiggja ekki boðið
um gistinguna og fór heim til sín. Hin
þrjú bjuggust hins vegar til svefris um
eða undir miðnætti. Bjami sofnaði í
hjónarúmi foreldra Önnu enÁmi lagð-
ist til svefiis í herbergi hennar.
Anna sjálf hugðist sofa í hjónarúm-
inu við hlið Bjama en eftir nokkra
stund gafst hún upp á því þar eð hann
hraut. Hún fór þá inn í sitt herbergi og
spurði Áma hvort hún mætti ekki sofa
þar í rúminu hjá honum. Hafði hann
ekkert á móti því. Hann kveðst hafa
verið nakinn í rúminu.
Fram að þessu er framburður Önnu
og Áma samhljóða en hér skilja leiðir.
Ámi segir að Anna hafi fljótlega
byrjað að strjúka sér og „síðan hafi eitt
leitt af öðm". Hafi samfarir þeirra verið
með fullu samþykki hennar og hún
verið sér fullkomlega meðvitandi um
hvað var að gerast. Á eftir hafi hann
sofnað en síðan vaknað fljótlega einn í
rúminu. Bjami hafi vaknað um sama
leyti og er þeir uppgötvuðu að Anna
var á braut hafi þeir farið og rölt um
bæinn nokkra hríð en síðan endað
heima hjá kunningja sínum.
Sendi sms til fjölskyldu og vinar
Anna segir á hinn bóginn að Ámi
hafi „fljótlega farið að káfa á sér og
draga buxur sínar niður. Hafi það
gengið smástund og hafi hún sagt hon-
um að hætta en hann hafi alltaf byrjað
aftur. Kveðst hún síðan hafa sofríað.
Kveðst hún hafa vaknað við að [Ámi]
hafi haft samfarir við sig". Um þetta
leyti var klukkan farin að ganga eitt um
nóttina. Þá sagðist Anna hafa stokkið á
fætur, girt upp um sig og farið ffarn í
stofu. Ami hefði komið á eftir sér og
sagt „að hún þyrfti ekkert að skammast
súi". Henni hafi hins vegar liðið mjög
illa og sent bæði vini sínum - Dam'el -
og fjölskyldu sms-skilaboð og beðið
um að vera sótt. Hefði það fljótlega
verið gert og hún endað á neyðarmót-
töku sjúkrahússins á Akureyri.
Aðspurð fýrir dómi sagði hún að
Ámi hefði ekki „hótað sér á nokkum
hátt eða beitt sig líkamlegu ofbeldi" en
eftir atburðinn hefði hún verið í miklu
uppnámi og grátið mikið.
Þótt engin vitni hafi verið að sjálf-
um samförum þeirra Áma og Önnu og
þau ein til frásagnar um hvað gerðist
þá, komu fyrir dóminn allmörg vitni og
báru um atburði fyrir og eftir. Öllum
bar saman um aðdragandann og
reyndar það sem á eftir fylgdi líka.
Bjami, vinur Áma, sagði reyndar að
hann hefði ekki vaknað af sjálfsdáðum
um nóttina heldur hefði Ámi vakið sig
þar sem hann svaf (hrjótandi) í hjóna-
rúminu. Ámi hefði sagt sér að Anna
væri farin út og þeir fljótlega haldið á
brott.
„Eitthvað mikið að"
Darúel, vinur Önnu, kom fyrir dóm-
inn og kvaðst hafa fengið sms-boð frá
henni milli klukkan hálf eitt og eitt. í
þeim hafi falist að „verið væri að gera
eitthvað við hana" en þau hafi verið
óljós og hann því sent til baka og spurt
„hvaða vesen væri hjá henni". Þá hafi
Anna svarað afdráttarlaust þannig að
henni hefði verið nauðgað. Dam'el
sendi enn til baka, sagði önnu að
koma sér út og hann myndi ná í hana.
Síðan vakti hann föður sinn og þeir
feðgar fóm saman á bíl að húsi Önnu.
Þar kom hún út og upp í bílinn og sagði
Daníel hana hafa verið „rúðurbrotna
og greinilega eitthvað mildð að hjá
henni". Hún hafi sagt þeim að sér hefði
verið nauðgað en ekki nefiit nafii
nauðgarans. Eftir nokkra dvöl á heimili
Daníels kvað hann hana haft samband
við foreldra sína sem síðan hefðu kom-
ið á staðinn og farið með hana á neyð-
armóttöku á slysadeild.
Faðir Dam'els, Gunnar, staðfesti
framburð sonar síns í öllum smáatrið-
um og bætti því við að Anna hefði sagt
þeim feðgum að sér hefði verið
„nauðgað meðan hún var sofandi".
Hann sagði Önnu hafa verið „mjög
niðurdregna og erfitt hafi verið að
ræða við hana og hafi verið alveg ljóst
að eitthvað hafði komið fýrir hana.
Greinilegt hafi verið að hún hefði klætt
sig í flýti því hún hefði verið í náttföt-
unum innan við íþróttabuxur eða
peysu".
Fóru í flýti
Jafríframt kom ffarn að eftir að
Anna hafði verið flutt á neyðarmóttöku
þá hefði Gunnar, kona hans og móðir
Önnu farið að húsinu þar sem atburð-
imir gerðust. Þá hafi strákamir Bjöm
og Carl verið famir og sagði Gunnar
fyrir dómi að svo hefði virst sem „þefr
hafi farið í flýti því öll ljós hafi verið
kveikt".
Eh'n, systir Önnu, bjó skammt frá
Akureyri og umrætt kvöld vom foreldr-
ar hennar í heimsókn hjá henni. Hún
sagði fyrir dómi að um eittleytið um
nóttina hefði hún vaknað við að sími
hennar tók á móti sms-skilaboðum frá
Önnu. Hefðu þau verið eitthvað á
þessa leið: „Þú veist ekki hvemig er að
vakna með buxumar á hælunum og
blaut í klofinu." Elín kvaðst í fyrstu hafa
talið þetta eitthvert mgl í systur sinni
Dómararnir þrír Freyr Ófeigsson dómstjóri, Ásgeir Pétur Ásgeirsson héraðsdómari og
Ólafur Ólafsson héraðsdómari.
og svaraði hún Önnu á þá leið að hún
skyldi „fara að sofa og hætta þessari
vitleysu". Hefði hún um leið eytt skila-
boðunum frá Önnu. En fengið til baka.
„Þetta er alveg satt."
Á sjúkrahús
Elín velktist síðan í nokkrum vafa
um það ásamt foreldrum sínum hvað
kynni að hafa komið fýrir Önnu. Um
síðir hringdu þau í hana og var hún þá
komin til Dam'els, „grátandi og í miklu
uppnámi". Hún hafi þó ekki sagt sér
hvað komið hefði fýrir.
Móðir Önnu, Halldóra, bar á sama
hátt og aðrir. Hún sagðist hafa farið til
Damels ásamt manni sínum eftir að
þau komust að því að eitthvað væri að
hjá dótturinni og fylgt henni í skoðun á
sjúkrahúsi. Anna hafi sagt henni að
„hún hafi verið sofnuð þegar [Ámi]
hafi haft samfarir við hana ... [Hann]
hafi eitthvað áður verið búinn að káfa á
henni, en hún sagt honum að hætta
því og láta sig vera. Hafi hún vaknað
við að [Árnij var að toga náttbuxur
hennar upp“.
Fyrir dóm var lögð skýrsla fr á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri þar sem
greint var frá rannsókn á Önnu við
komu hennar þangað. í dómnum eins
og hann er bfrtur hefúr verið fellt út
hvað Anna sagði á sjúkrahúsinu en
samkvæmt heimildum DV var fram-
burður hennar þar í fullu samræmi við
annan framburð hennar. Fylgdi sög-
unni að hún hefði verið „fjarræn, fram-
setning hennar hafi verið samhengis-
laus og hún lítið munað".
í miklu uppnámi
Þar sem vitni vom engin að sam-
skiptum Önnu og Áma um það leyti
sem samfarir þeirra fóm fram, þá snýst
þetta mál að verulegu leyti um sönn-
unarbyrði. Framburður þeirra stangast
á um það sem máli skiptir, hvort hún
hafi verið sofandi þegar Ámi hóf sam-
farir við hana og því megi jafiia þeim
við nauðgun eða hvort þær hafi farið
fram með með samþykki hennar.
Það sem má telja ffarn til stuðnings
fullyrðingum Önnu er:
Strax eftir samfarir þefrra Áma er
augljóst að hún er í miklu uppnámi.
Hún sendir sms-skilaboð til bæði vina
og fjölskyldu þar sem hún er greirúlega
í öngum sínum. Hún flýtir sér burt af
sínu eigin heimili og skilur Áma og
Bjama þar eftir. Dómkvödd vitni segja
hvert af öðm að hún hafi beinlínis full-
yrt að sér hafi verið nauðgað og/eða
Ámi hafi haft við sig samfarir sofandi.
Framburði þeirra allra ber algerlega
saman um að hún hafi þegar um nótt-
ina og morguninn eftir lýst atburðum
eins og hún gerði fýrir dómi.
Hvers vegna ætti hún að Ijúga?
í dómnum er þetta viðurkennt og
það allt sagt styrkja framburð Önnu,
sem og hitt að Ámi og Bjami yfirgáfu
íbúðina fljótlega eftfr að Anna var farin.
Hafi samfarimar verið að vilja
Önnu er erfitt að skilja hvers vegna hún
hafi eftir á fyllst slíkri örvæntingu sem
hún var augljóslega haldin um nóttina.
Nú er mannssálin að vísu skrýtin
skepna en þau Ámi vom sem fýrr segir
vinfr og höfðu oft farið saman út að
skemmta sér. Þau vom bæði laus og
liðug á þessum tíma. Jafnvel þótt hún
kynni eftir samfarimar að hafa séð eft-
fr öllu saman af einhverjum ástæðum
er vandséð hvers vegna hún hefði átt
að ljúga nauðgun upp á Áma. Og hald-
ið því til streitu alla leiðina upp til Hér-
aðsdóms.
Fyrir utan staðfasta neitun Áma þá
var hins vegar ekkert tínt til í málinu
sem stutt gæti framburð hans.
Hér er því stór spuming hvort ffarn-
burður fjölmargra vima og öll atburða-
lýsing eftir að Anna hljóp á brott af
heimili sínu um nóttina hefði ekki átt
að vega töluvert meira upp á móti neit-
unhans.
Hvað skipti máli?
Dómaramir þrír töldu svo ekki
vera. Þeir segja í dómi sínum, eftir að
hafa tilgreint það sem studdi framburð
Önnu:
,Á hitt er að h'ta að [Anna] bað
[Áma], að fyrra bragði, um að fá að sofa
hjá honum í rúminu ... Þrátt fyrir að
[Ámi] sýndi strax áhuga á samförum
brást [Anna] hvorki við með því að yfir-
gefa rúmið né óska eftir að [Ámi] gerði
það. [Anna] kveður [Áma] hvorki hafa
beitt sig valdi né haft uppi hótanir um
það. Þykir framburður [Áma] fá
nokkum smðning í framangreindu."
Hér verður gremarhöfundur að
segja að hann er hættur að skilja. Hug-
leiðmgar dómaranna þriggja um að
það skipti máli í þessu sambandi að
Anna hafi sjálf beðið um að fá að sofa í
rúminu virðast satt að segja skuggalega
nærri þeirri klassísku vöm nauðgara,
sem ég hélt satt að segja að væri úrelt
orðin, að stúlkan hafi nánast „beðið
um það“. Með því að vera í of flegnum
kjól, vera of kát, of full. Eitthvað
svoleiðis.
Illskiljanlegt
Ennfremur er illskilj anlegt hvað
dómaramir eiga við með því að fram-
bitrður Áma fái „nokkum smðning" í
því að hún hafi ekki verið beitt ofbeldi.
Ákæran gekk alls ekki út á að hún hefði
verið beitt ofbeldi - í þröngum skiln-
ingi þess orðs.
En eftir þessar hugleiðingar sínar
sýknuðu dómaramir sem sagt Áma
þar sem „nokkur vafi" Iéki á að um sak-
næma hegðun hafi verið að ræða. Ekki
verður reyndar séð að það eigi nokkra
stoð að sú niðurstaða sé fengin eftir
„heilstætt mat" eins og dómaramir
segja; „heilstætt mat“ hlyti að leiða til
þefrrar niðurstöðu að yfirgnæfandi lík-
ur séu á að stúlkan segi satt.
Jafnframt vísuðu þeir frá bótakröfu
Önnu upp á eina milljón króna.
Að lokum má taka fram að heimild-
um ber saman um að stór hluti nauð-
gana séu svokallaðar „vinanauðganir"
eins óg hér hefur verið um að ræða - ef,
og það skal áréttað, ef hér hefur verið
um nauðgun að ræða. Vandséð verður
af þessu máli hvemig yfirleitt má koma
lögum yfir slíka nauðgara ef ekki duga
þeir málavextir sem hér um ræðir,
framburðir fjölmargra vima o.s.frv.
Elcki hefur verið tekin ákvörðun um
hvort málinu verður áfrýjað til Hæsta-
réttar.
illugi@dv.is