Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2004, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2004
Helgarblaö DV
Enginn lúði sem yrkir
„Þetta eru einhvers konar atómljóð sem ég sem, ég íjalla
um trúmál og pólitík og svo það sem kemur upp í hugann á
mér hverju sinni, mínar pælingar," segir Haukur Jóhanns-
son, tvítugur nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð.
„Þetta er nú bara hobbí, alla vega eins og staðan er í dag, en
ég hef samt gefið út tvær bækur, aðra fyrir jólin og þá síðari
á menningarnótt,“ segir Haukur sem skrifar undir nafninu
Höjkur. Fyrri bók hans hét „Handahófskenndar orðarun-
ur“, ljóðabók sem gefin var út í 100 eintökum. Ljóða- og
smásagnasafnið „Mjög stuttar & ekkert sérlega stuttar sögur
í bland við nokkur ljóð úr safni höfundar" kom svo út í 50-
60 eintökum. Báðar bækurnar seldi Haukur með því að
ganga um bæinn og bjóða til kaups. Ljóð hans hafa líka ver-
ið birt á Ljóð.is og hefur hann komið fram á kvöldum á veg-
um þess félagsskapar. Þá hefur hann líka birt ljóð sín í
skólablöðum í MH.
„Þetta hefur gengið mjög vel og þau viðbrögð sem ég hef
fengið hafa yfirleitt verið góð.“
Eru margir ískólanum sem skrifa?
„Já, það eru þó nokkrir. Það er til dæmis alltaf ljóða- og
smásagnasamkeppni hér í skólablaðinu á hverju ári.“
Menn eru ekki álitnir lúðar fyrir að semja ljóð ÍMH?
„Nei, ég held að enginn yrði álitinn lúði fyrir það hér í
skólanum."
Krossfesting
„Hey! Afhverju verðum við ekki öll bara vinir? Væri það
ekkigáman!?"
-SagðiJesú rétt áöur en mennirnir negldu hann á
krossinn.
... hann vissi ekki að mennirnir kunnu ekki stakt orð i
hebresku.
Á bókasafninu
Eitt sinn er guð var á borgarbókasafninu að leita sér
að bók
Greip hann i bók eina eftir þjóðverjann Nietze,
opnaði hana einhverstaðar rétt fyrir miðju
og byrjaði að iesa.
Það var svo eftir að hann hafði lesiö ,rétt rúmlega eina
setningu i bókinni
Að hann áttaði sig á því, að hann hafði í raun og veru
aldrei verið tilog
gufaði upp.
...sem var frekarslæmt,þvihann áttiennþá eftirað
skila safninu
bókinni um ísfólkið, sem hann hafði fengið lánaöa rétt
rúmri viku áður.
Höjkur
Alltaf gaman að grípa í pennann
„Ég byrjaði að skrifa seinni hilutann í grunnskóla en þá hitt-
umst við vinirnir og skrifuðum leikrit sem var síðan sett upp í
skólanum. Síðan þá hef ég alltaf verið að skrifa af og til,“ segir Sig-
urður Arent Jónsson, nemi á síðasta ári í nýmáladeild I f Mennta-
skólanum í Reykjavík. „Það sem ég skrifa er annað hvort í formi
ljóðs, smásögu eða leikrits, það fer allt eftir efninu. Mér finnst
skemmtilegast að skrifa um þessa litlu hluti í lífinu, andartök í lífi
einstaklinga og tilfinningarnar sem streyma í gegnum hugann
eftir að eitthvað gerist. Skrifin eru algerlega hobbí hjá mér, ég
stefni á leiklist frekar en skrif en það er alltaf gaman að grípa í
pennann," segir Sigurður sem hefur verið í leiksýningum
Herranætur í MR tvö síðustu ár auk þess að hafa leikið í Dýrðlegu
fjöldasjálfsmorði í sumar.
Eru margir að slcrífa eins ogþú ÍMR?
„Ég veit um örfáa. Það er vandamál að svo fáir þora að birta
eitthvað eftir sig í skólablöðunum, þau eru eiginlega að visna upp
út af því að það er svo lítið af innsendu efni. Ég hef látið birta
nokkrum sinnum í blöðunum í skólanum en aldrei nein stórvirki.
Ég veit elcki hvort ég hugsa svo mikið en mér finnst aldrei neitt
vera tilbúið hjá mér,“ segir Sigurður Arent sem gæti vel hugsað
sér að vinna við eitthvað sem tengist leikhúsi í framtíðinni, helst
bæði sem leikari og leikskáld.
Örleikrit
Kaffihús, dagur.
Tveir menn setjast við borð.
i/laöurl: Égætlaaðfá einn kaffi, takk.
Þjónn: Sjálfsagt. (Við mann 2) Má bjóða...
Maöur 2: Þú veist að kaffi er i bráðri útrýmingarhættu?
Maður I: Hvað meinarðu með þvl?
Maður 2: ibráðri menningarlegri útrýmingarhættu. Eftir nokkur ár verður kaffi
ófáanlegt hérá Islandi og allstaðar í hinum vestræna heimi.
Maður I: Þetta er alveg merkilega ómerkileg framtiðarsýn. Þessi pæling er tíka
alveg þrælheimsk. Afhverju í andskotanum ætti kaffi, aföllum hlutum, að hverfa
afyfírboröi jarðar.
Maður 2: Ég sagði ekkert um að hverfa. Mér fínnst það einfaldlega merkilegt á
hvað áherslur eru lagðar i manneldi. Spíttfíklar eru að auka lifslikurnar með því
að hætta að borða rautt kjöt og minnka inntöku kolvetnis, i stað þess að komast,
tilþess að byrja með, aldrei i kontakt við efnið og eiga þess vegna ekki við
vandamálið að striöa.
Maöur I: Ég er algjörlega ósammála þér, efþú ert einu sinni að tala um það
sem ég held að þú sért að tala um. Manneldisráð gerir sitt besta iþvíað setja
fram auðframfýlgjanlegar reglur um hvernig á að lifa. Þær eru gerðar fyrir mótið.
Ég meina... Fólk sem drekkur rauðvin með matnum, reykti einu sinni og þjáist af
hælsæri eftir Fimmvörðuhálsinn. Og i sambandi við spíttið, ég meina, þú getur
ekkert þurrkað út hagsmunina fyrr en þú ert búinn að losa þig viö hagsmunaað-
ilann...
Maður2: Nákvæmlega! Og hver er hagsmunaaðilinn? Grænmeti til dæmis,
ekki í útrýmingarhættu, hátaxtað... enda á fæðupíramidanum sjálfum og með
sinn eigin dálk,á þarna...Heimilisfræði-skema-disknum.
Þjónn: Hátaxtað? Ertu að segja að ríksstjórnin sé að halda okkur á eiturlyfj-
um?
Maður 1: Já veistu, ég er algjörlega búinn að tapa þér.
Maður 2: ...Þú verður bara að frelsast sjálfur bróðir. Fyrst hverfa sígaretturnar,
svo kaffíð. Áður en þú veist afvaknarðu i endurunnum strigasamfestingi með
spelt-æluna niður á pafia eftir besta heróín-flug ævi þinnar.
(Það er andartaks þögn)
Maður 2: Heyrðu gæti ég líka fengið kaffi.
Maður 1: Éghata að fara með þér á kaffihús.
Skrýtni gaurinn sem skrifar
„Ég hef verið að skrifa síðan ég var sex ára, alls konar smá-
sögur, leikrit og skáldsögur," segir Snæbjörn Brynjarsson, nem-
andi á fjórða ári á félagsfræðibraut í Flensborgarskóla. „Það hef-
ur bara enginn viljað gefa þetta út hingað til. Ég hef vanalega
birt eitthvað í ársriti skólans, bæði ljóð og greinar. Ég held meira
að segja að ég hafi átt svona hálft skólablaðið síðast," segir Snæ-
björn sem hefur stundum beitt nýrri aðferð við að yrkja ljóð. „Ég
skrifaði ljóð sem er ekki með neinum orðum. Það gerði ég til að
draga fram hvað bragarhátturinn er fallegur. Eg á nokkur
þannig ljóð sem eru alveg merkingarlaus."
Snæbjörn segist líka hafa lesið upp á ljóðakvöldum auk þess
sem hann sigraði í örleikritakeppni sem Listaháskólinn hélt.
Verk hans var í kjölfarið sýnt í Iðnó.
Eru margir að skrifa íFlensborg?
„Nei, það er nú ekki hægt að segja það. Það eru eflaust ein-
hverjir en ég hef ekki tekið eftir neinum enn.“
Ertu þá alveg einn á báti með þetta?
„Já, það má segja að ég sé skrýtni gaurinn sem skrifar."
Hvað með framtíðina, á að halda áfram að skrifa?
„Já, ég á sjálfsagt eftir að gefa út fullt af bókum í framtíðinni.
Ég verð á metsölulistunum eftir nokkur ár. Ég hafði nú samt
hugsað mér að læra eitthvað í millitíðinni."
Guðavísur
Guði finnst alltaf svolitið skrítið
þegar fólk tilkynnir honum að hann
sé með þeim í liði og
fer svo og skýtur Patriot flaugum
í vini sina eða klessir flugvélum
á skrifstofuhúsnæði eins og flugum
á vegg. Þvi hann man ekki
eftir að hafa skráð sig á neina undirskriftalista.
Ég hlýt bara aö hafa tvífara hugsarguð
og gengur eftir órannsakantegum stíg
i Hellisgerði.
Guð gerði manninn í sinni eigin mynd.
Þetta átti að vera spennumynd en þetta
endaði sem farsi. Stundum íhugar guð
þegar hann er andvaka á nóttinni eftir
að hafa drukkið ofmikið kaffi hvort
hann hefði ekki áttað láta einhvern annan
leikstýra myndinni eins og t.d. Brian De
Palma, Lars Von Trier eða Friðrik Þór þvi
honum finnst eins og sumarpersónurnar
séu óraunhæfar og ósannfærandi.
Svo eru leikararnir líka lélegir
Snæbjörn Brynjarsson
Sigurður Arent Jónsson