Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2004, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2004, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 9. OKJÓBER 2004 Helgarblað DV DV Helgarblað LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2004 33 sakna hans ekki Þau voru heimilisvinir til fjölda ára, mættu reglulega inn í stofur landsmanna og fluttu fréttir, svo fræg að hvert mannsbarn þekkti þau enda hefur þeim oft verið heilsað á götu af bláókunnugu fólki. Hvar eru þau nú? Af hverju yfirgáfu þau skjá- inn? Jakob Bjarnar Grétarsson setti sig í samband við nokkra fyrrum sjónvarps- fréttamenn og innti þá eftir einu og öðru sem forvitnilegt má teljast. Senn líður að því að sjónvarp á íslandi verður sextugt. Ríkis- sjónvarpið hóf útsendingar árið 1966. Og bylting varð þegar stofnað var til Stöðar 2 árið 1986 og þar var byggð fréttastofa úr engu. Á þeim tíma hafa vitaskuld fjölmargir einstaklingar birst á skjánum og orðið það sem kallast heimilisvinir. I fremur stuttum viðtölum við sex þeirra sem hafa horfið til annarra starfa kemur fram að starfið, að vinna fréttir og flytja þær í sjónvarpi, er eitthvert það skemmtilegasta sem um getur. Hins vegar bregður svo við að ekki eitt einasta þeirra segist sakna starfsins! Hróa hattar-fullnægingin Hjartaáfall í forsetahöllinni gerði útslagið Eggert Skúlason Glaðbeittur á ristjómarskrifstofu Stöðvar 2 meö símann á lofti. Hann talar um tfma sinn f sjónvarpi og vísar til götustráka talsmáta:„Fucking briiiiant!" „Já, ef einhver er fyrrverandi stjarna þarna úti, þá ertu bú- inn að ná í hana,“ segir Eggert Skúlason sem titlaður er frétta- stjóri í símaskrá. Hann var í ellefu ár á skjánum en starfar nú að ýmsum sérverk- efnum. „Já, heitir það ekki eitthvað svoleiðis á fínu máli,“ segir Egg- ert og hlær. Eggert fékk hjartaáfall fyrir nokkrum árum og hefur að undanförnu verið að starfa með þeim sem hann kallar „hjartakallana sína", auk þess er hann að gera dvd-disk um veiðimennsku og fæst við eitt og annað sem til fellur. „Ég reyni að forðast það að lenda í að verða of mikill PR-maður [kynningarstjóri] en það gengur illa. Menn sem hafa starfað við fféttamennsku lenda oft á þeirri hillu. Þetta er líkt og með gamla knattspyrnumenn. Það er alltaf verið að reyna að nota þá sem þjálfara. Já, já, ég er góður á því, ógeðslega góður." Eggert hóf sjónvarpsferil sinn á Stöð 2 árið 1990. „Þetta var frábær tími. Eða eins og við götu- strákarnir sögðum á þessum tíma: „fucking brilh- ant.” Nei, það var ekki frægðin sem fylgdi heldur var það svo margt sem veitti manni ánægju í starfinu. Kannski valdið og líka þetta sem kalla má Hróa hattar-fullnægingu sem maður gat fengið í góðum málum. Minnisstætt er þegar ég dró Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi félags- málaráðherra, heim til fólks sem var með tvö fötl- uð böm og fengu ekki úrlausn sinna mála. Hún sá aðstæður og nokkrum dögum síðar var búið að leysa málið! Og svo ýmislegt krydd og tengsl við aímættið í sambandi við eldgos, snjóflóð og tilfinningar. Einhvern veginn svona var það sem ég upplifði þetta. Svo var fullt af sætum stelpum þarna og skemmtilegum strákum.“ Þrátt fyrir allt þetta segist Eggert ekki sakna þess að vera sjónvarpsmaður. „Nei, þetta var bara góður tími. Ég fæ „þrill" í ýmsu öðm í dag. Þetta með fréttamannabakteríu er kjaftæði. Menn segja þetta þegar þeir snúa aftur og em að leita eftir afsökunum. Menn geta sleppt því, þetta er skemmtilegt starf." Ekki gaman að fara í sömu sporin aftur „Nei, ég er ekki mjög spennt fyrir sviðsljós- inu, er fegin að vera laus við það og sakna þess ekki," segir Sigurveig Jónsdóttir sem er ein fárra kvenna sem hellti sér í þann hasar sem fylgdi því þegar ný sjónvarpsfréttastofa var sett á íagg- irnar. Hún er enn titluð blaðamaður í síma- skránni og starfar reyndar enn sem slíkur, að ýmsum verkefnum. „Ég fór yfir á Stöð 2 mánuði áður en hún fór í loftið. Ég hafði þá starfað á fréttastofu RIJV frá árinu 1981, fyrst í afleysingum en síðan föstu starfi. Ég var svo á Stöð 2 í rúm sjö ár." Þó svo að Sigurveig sakni sjónvarpsins ekki sem slíks þá dregur hún ekkert úr því að þetta hafi verið skemmtilegur tími. „Jú, jú, það var tekið eftir manni á götu en það vandist. Við vorum nátt- úrlega færri sem fengumst við þetta þá. Fólk er enn að heilsa mér, en man ekki endilega hvað- an það þekkir mig.“ Sigurveig hvarf alveg frá Stöð 2 og hóf störf sem upplýsingafulltrúi hjá íslandsbanka. Þar hætti hún svo árið 2001 og hefur starfað í lausa- mennsku síðan. Einn er sá dagur sem var öðrum dögum æsi- legri: 17. janúar 1991. „Þetta var þegar fyrra Persaflóastríðið byrjaði. Við vorum að búa okk- ur undir miklar útsendingar frá því en það átti að hefjast á miðnætti í beinni útsendingu, svo fór Hekla að gjósa og Ólafur Noregskonungur dó þennan sama dag. Við höfðum eitthvað ver- ið að gantast með það á fréttafundi um morg- uninn að ekki færi milli mála hver yrði fyrsta fréttin hjá okkur um kvöldið. Þá sagði einhver: „Já, nema Hekla fari að gjósa." Enda trúðum við því ekki strax þegar þau tíðindi bárust." Sigurveig hefur ekki áhuga á að snúa til baka á skjáinn. „Það var ótrúlega gaman að vinna sjónvarpsfréttir á þessum tíma. Mikið at, fátt fólk og sífelld spenna hvort tækist að koma saman heillegum fréttatíma. Eitthvert mesta fjör sem um getur - og gríðarleg barátta, því samkeppnin við RÚV var hörð. En maður gengur í gegnum ákveðin skeið í lffinu. Þegar maður er einu sinni hættur nennirmaðurþessuekkileng- ur. Það er ekkert gaman að fara aftur í sömu sporin, enda tekur bara eitthvað nýtt og spennandi við." Stjórnin sprakk í beinni útsendingu Ólafur E. Friöriksson Uppliföiþaö I umræöu- þætti að rfkisstjórnin sprakk. Hann segir spyrla I fréttamannastétt oflinkulega og stjórnmála- menn komist upp með að svara út f hött. „Nei, ég sakna þess ekki að vera á skjánum. Eiginlega var ég hissa hversu lengi ég var í þessu og tók starfið af miklu afli," segir Ólafur E. Friðriks- son sem var viðloðandi blaðamennsku í 15 ár, þar af 10 í fullu starfi. Og það kom honum jafnframt á óvart hversu auðveldlega hann gat losað sig frá þessu. „Mjög fljótlega hætti það að kitla mann þótt einhver stórmál væru í gangi." Ólafur hefur, eftir feril sinn í sjónvárpi, verið með sjálfstæð- an atvinnurekstur. Hann hóf sinn blaða- mennskuferil á DV og fékk leyfi þaðan til að leysa af á Ríkissjónvarpinu. „Það er hálfur mannsaldur síðan þetta var, eða uppúr 1980. Þetta var í fyrsta skipti sem Ríkissjónvarpið tók sér ekki sumarfrí. Menn eru kannski búnir að gleyma því en hér áður fyrr var bara slökkt á sjónvarpinu yfir sumarið." Frá því í september árið 1986 ffarn til ársloka 2000 starfaði Ólafur hjá Stöð 2 , eöa allt frá því hún var stofnuð, og segir hann það hafa verið býsna skemmtilegan tíma. Gaman hafi verið að taka þátt í að stofna sjónvarpsfréttastofu. „Þú gerir það ekki mörgum sinnum á ævinni. Þetta var yfirgengileg vinna og við höfðum ekkert utan rafmagnsritvélar sem ég kom með." Ólafur er einn þeirra sem enn eru titlaðir blaðamenn í símaskránni og hann segist ekki hafa komið því í verk að breyta því. Nefnir að Þorsteinn Pálsson var löngum titlaður blaða- maður þar jafnvel eftir að hann var orðinn for- sætisráðherra. Og það er einmitt Þorsteinn sem kemur við sögu þegar Ólafur rifjar upp eitt minnistæðasta atvik sjónvarpsferils síns. „Við vorum með samstarfsmenn Þorteins, þá Steingrím Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson í umræðuþætti. Það hafði verið undiralda í stjómarsamstarfinu og við vorum með í höndum tillögur frá Þorsteini sem þeim þótti rýtingsstunga í bakið. Fram kom að sam- starfsgrundvöllur væri nánast enginn orðinn. Við vorum allt í einu með það í höndunum, að lokn- um þættinum, að stjómarsamstarfið gæti ekki haldið áfram. Stjómin sprakk þama nánast í beinni útsendingu." Sjónvarpsáhorfendur sjá ekkert í líkingu við þetta lengur. „Já, eða stjómmálamenn smjúga oft úr greipum spyrlanna og fara að tala út í hött. Menn virðast ekki þora að konfrontera þá al- mennilega. Linkulegri efnistök en áður vom og kurteisislegri." Helgi Már Arthúrsson Hann fylgdi Halldóri Ásgrímssyni og Úlafi Ragnari Grímssyni til Finnlands, fékk hjartaáfall 11 forsetahöllinni og hætti I sjónvarpi 3 mánuðum síðar - búinn að fá sinn skammt. Nei, ég sé ekki eftir skjánum en sé svo- lítið eftir fréttamennskunni. Eftir því sem ég kynntist sjónvarpinu betur og þeim takmörkunum sem þeim miðli em settir þeim mun meira met ég blöð og útvarp. Sjónvarpið er afskaplega tak- markandi og dýrt ef það á að gefa eitt- hvað. Allt extra er undir fólkinu sem vinnur þetta komið. Hópurinn sem vinnur þetta skiptir miklu máli og ég var að vinna með mjög góðu fólki." Helgi Már Arthúrsson starfar nú sem upplýsingafulltrúi heilbrigðisráðuneytisins en hann hóf störf hjá Stöð 2 árið 1989 og tveimur árum síðar fór hann yfir á RJJV. Fremur óvanaleg leið. Þar var hann fram á haust árið 1998, þannig að sjónvarpsmennska hans var í tæp tíu ár. Hann byrjaði sinn blaða- mannaferil á Alþýðublaðinu árið 1979 en yfirgaf þá skútu þegar hið merkilega Alþýðublaðsmál kom upp. Þá urðu átök milli Vilmundar Gylfasonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar út af hinu svokallaða grínblaði. Helgi fór með Vilmundi á hið merkilega blað Nýtt Land sem þá var gefið út í sex vikur. Það var áður fyrr blað sem var gefið út af Héðni Valdi- marssyni þegar hann var einangraður í flokkspólitík- inni. „Já, já, þetta var allt mjög táknrænt og úthugsað," segir Helgi kíminn. Hann ber Vilmundi afar vel sög- una og segir hann hafa verið með eindæmum frjóan. Leiðin lá svo á Helgarpóstinn sem þá geispaði gol- unni tímabundið og Helgi starfaði sem blaðamaður í lausamennsku í hálft ár. „Það var ekkert grín þá, árið 1988. Svo átti ég erfitt með að rukka fyrir mína vinnu þannig að ég hreinlega varð að komast í fast starf. Og það bauðst mér þegar haft var samband við mig ofan af Stöð 2." Þá var mjög gaman á Stöð 2 að sögn Helga og eld- móðurinn enn viðvarandi. Frumherjarnir Jón Óttar Ragnarsson, Hans Kristján Árnason og Ólafur H. Jónsson voru þá enn þar og Páll Magnússon frétta- stjóri. „Þetta var mjög sterkur hópur og fínt fólk. Mikill metnaður. Svo fór ég yfir á RIJV. Mér leiddust mál f tengslum við eigendaskipti. En ég sá alltaf svo- lítið eftir því. Ég viðurkenni það." Allt var miklu þyngra og erfiðara á RÚV og vinnan ekki eins spontant. „Það er enn svo. Annars var þetta ágætur tími á RÚV. Um nokkurra ára skeið fékk fréttastofan að gera meira heldur en bara að vinna og flytja þessar 90 sekúndna fréttir með fréttatengd- um þáttum. Sem var vinna sem nær var dagblaðinu. Það gaf þér útrás sem einstaklingi í starfi að vinna vandaða umfjöliun og hafa svigrúm til að koma henni á framfæri." Árið 1997 var örlagaríkt í lffi Helga Más. Hann fylgdi þá þeim félögum, núverandi forsætisráðherra og Ólafi Ragnari Grímssyni til Finnlands. „Og þar, í forsetahöllinni, fékk ég hjartaáfall. Var við dauðans dyr. Ég var frá í þrjá mánuði og hætti svo haustið 1998 þá alveg búinn að fá nóg." Skjárinn eins og gamall kærasti „Ég var fjögur ár í sjónvarpi. Frá árinu 1986 til 1990. Nei, ég get ekki sagt að ég sakni þess en ég kunni alltaf vel við mig á skjánum," seg- ir Ólína Þorvarðardóttir skólameistari Menntaskólans á ísafirði. Hún segir líf sitt ein- hverra hluta vegna einkennast af fjögurra ára tímabilum. Htin fór úr sjónvarpi í Borgarstjórn Reykjavíkur þar sem hún sat í fjögur ár, og nú er hún að hefja sitt fjórða ár á Isafirði. Reynd- ar unir hún hag sínum afar vel þar þrátt fyrir krefjandi og oft erfitt starf. Hún er viss um að þar verði hún í fjögur ár til viðbóðar. „Mér finnst alltaf notalegt að setjast í settið þá sjaldan það gerist. Mér hefur alltaf liðið vel í sjónvarpi, þykir vænt um hitann frá ljósköst- urunum, vingjarnlegar merkjasendingar frá kvikmyndagerðarmönnum og sambandið við linsuna. Ég sakna þess eins og gamals kærasta. Þetta er búið en var gott meðan á því stóð. Þá sjaldan kynnin eru endurnýjuð er þetta líkt því og að fá sér kaffi með gömlum kærasta." Ólína segir starfið í sjónvarpinu hafa verið ævintýralegt og margt frá þeim tíma er minnisstætt. „Ég man það vel þegar við sát- um í sjónvarpsfréttasettinu, ég og Ómar Ragnarsson. Hann var seinn fyrir líkt og oft áður, rétt náði að skutla sér úr jöklagallan- um, í jakka en ekki buxur. Við fætur sér hafði hann farsíma sem var á stærð við litla ferðatösku, og hann skildi hann aldrei við sig. Að þessu sinni hafði hann þó gleymt að slökkva á símanum. Því gerist það, í miðjum fréttatíma, á meðan Ómar er að lesa einn innganginn, að árans síminn fer að hringja. Ég þurfti að skríða undir borðið í myrkrinu sem þar var og þreifa þar eftir takkanum til að slökkva. Ómar brá ekki svip, en honum er þetta minnisstætt, því hann er frekar kitlinn að eigin sögn." Eitt sinn lenti Ólína í því að kynna til sög- unnar veðurfréttir en þá bar svo við að veður- fræðingurinn var horfinn og ekki um annað að ræða en halda þjóðinni uppi á snakki þar til hann fann leið sína upp á fjórðu hæð sjónvarpshússins við Laugarveg. Og eldraun var einnig að lesa, í miðjum stjórnarviðræð- um, fyrstu frétt kvöldsins sem átti að birtast henni á textaskjá en sjálft handrit- ið hafði ekki borist henni í hendur. Þegar til kom var fréttin ekki á textaskján- um heldur. „Ég býð gott kvöld, og ætla að byrja á frétdnni sem hafði birst mér á textaskjánum, en þá hverfur hún skyndilega frá augunum á mér - og ég handritslaus. Örvænt- ingastunurnar í útsend- ingastjóranum urðu ekki til að hjálpa" segir Ólína, sem komst þó í gegnum fréttina nokkurn veginn eins og hún þóttist vita að hún væri. „Það em svona martraðir sem urðu að skemmtilegum minn- ingum þegar frá leið." ÓKna Þorvarðardóttir Man það eins og gerst hefði f gær þegar hún paufaðist f myrkri undir fréttaborðinu, þar sem Ómar Ragnarsson sat buxnalaus, til að slökkva á farsíma hans sem varástærð við litla feröatösku. Helgi E. Helgason Á tímabili neituðu synirhans að fara með honum niðuríbæ. Bæði þurfti karl faðir þeirra að kjafta svo mikið og svo voru allir að glápa. Það var ekki sýnifikn sem var til aðhann starfaði i 25 ár við sjónvarpsfréttamennsku. Ekki haldinn sýnifíkn Helgi E. Helgason var hvorki meira né minna en 25 ár í sjónvarpinu, allan þann tíma hjá RÚV. Hann er enn titlaður fréttamaður í síma- skrá þótt hann starfi nú hjá Kennara- sambandinu á útgáfu- og upplýsinga- sviði. Hann hefur því í mörg hom að líta. Hann starfaði á Alþýðublaðinu, líkt og svo margir góðir menn hafa gert, var þar fréttastjóri þegar síminn hringdi. Þar var Emil Bjömsson þáver- andi fréttastjóri á RÚV og hann vildi fá Helga í afleysingar. Helgi svaraði því til að hann hefði áhuga en vildi þá vera lengur. Emil gat engu lofað um það en Helgi sló til og hóf störf á fréttastof- unni 1. september 1997. „Ég leysti þá af Ólaf Ragnarsson seinna bókaútgefanda. Hann var á kafi við að gera heimildarmyndaþætti um Vestur-Islendinga. Menn vom að kikna undan mikilli yfirvinnu þegar Óli brá sérafbæ." Þá háttaði því svo til að fréttadeOdin hafði jafnframt fréttavinnslu og flutningi umsjá með innkaupum á heimUdarmyndum og öðm efni. Örlögin höguðu því svo tíl að það starf var einmitt laust að þremur mánuðum liðnum og þar var Helgi í ár, að kaupa inn myndefrú og enn héldu örlaganornir áfram við að spinna sinn vef. „Þá ákveður Eiður Guðnason að fara í próf- kjör fyrir krata á Vesturlandi. Prinsipfastur mað- ur Eiður sem sagði að um leið og hann tæki um það ákvörðun myndi hann hverfa af skjánum. Þannig að við skiptum um stóla. Og þama var ég aUt þar tíl ég hætti árið 2000, í öUu sem tíl féU en aUtaf þó í innlendum fréttum. Um skeið varaf- réttastjóri og löngum vaktstjóri." Helgi segir gersamlega óhugsandi að nefna eitthvert eitt tílvik sem er sér minnisstætt, af svo mörgu sé að taka, og hann getur heldur ekki sagt að hann sakni þess að vera á skjánum. Þó segist hann hafa verið á þessum tíma svo lánsamur að fá þess kost að vinna við eitthvert skemmtUeg- asta starf sem hugsast getur, og það í 25 ár. „Þetta var afskaplega skemmtUegur tími á sjónvarpinu. Og fá þess kost að fylgja þróuninni. Ekki bara frá svart-hvítu yfir í lit heldur öUum þeim breytingum í viðhorfi og tækni. í sjálfu sér er sjónvarið núna aUt annað fyrirbæri en þegar ég byrjaði þar. Ég er þeirrar skoðunnar að það hafi verið mUdu skemmtUegra að vinna á frétta- stofunni á árum áður. Að vinna ásamt fréttunum ýmsa þætti, kastíjós, ferðast um landið - nú fara fréttamenn varla inn fyrir EUiðaár. Starfið bund- ið meira við skrifborð en var. Jæja, það er kannski heldur mUdð sagt. En það hefur breyst mUdð. Svæðastöðvarnar em nú komnar um land aUt og starfsmenn þar sjá um landsbyggð- ina." En hvers vegna hætti Helgi? Hann segir eng- an vita sína æfvina fyrr en öU er. „Mig langaði tíl að vita hvort það væri líf fyrir utan sjónvarpið og svo reyndist vera. Bauðst starf sem ég tók. Og aUs ekki í neinu ósætti. Þveröfugt. Enn em mínir bestu vinir þar og vom þar." Helgi segir vitanlega ákveðna frægð hafa fylgt starfinu. Það hafi verið sjálfsagður fylgi- fiskur sem hann hætti fljótlega að velta fyrir sér. „En þegar strákarnir mínir voru yngri neit- uðu þeir að koma með mér í bæinn. Bæði kjaftaði ég svo mikið og svo voru allir að glápa, sögðu þeir. En mér var það síður en svo keppi- kefli. Það var ekki af sýniþörf sem ég var að vinna í sjónvarpi."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.